blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 24
32 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaðiö Fortíð á íleygiíerð BlaöiMngó Hilma Gunnarsdóttir.„Fræðimennirnir sem sitja í háskólastöðunum eru allt of ákafir i að gerast viljugir þátttakendur í verkefnum sem ríkisstjórn eða önnur stjórnmálaöfl standa fyrir og telja að skipti máli." Ilok þessarar viku hefst þriðja söguþingið sem haldið hefur verið hér á landi. ReykjavíkurAkademían, Sagn- fræðistofnun, Sagnfræðingafélag íslands og Sögufélag standa fyrir þinginu sem hefst á fimmtudág í Óskju, náttúrufræðihúsi Háskóla íslands. Þinginu lýkur á sunnudags- kvöld. Hilma Gunnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri þingsins og hún segir að það sé hugur í sagnfræðingum þessa dagana; mikil gróska og hörð átök um hugmyndir og fræðilegar nálganir. „Þarna munu íslenskir fræðimenn kynna nýjustu rann- sóknir sínar. Meðal annars verður fjallað um ljósmyndafræði, nýja strauma í hugvísindum hér á landi og erlendis, merkingu samtíma- menningar fyrir söguna og einnig ákveðið uppgjör við hefðbundna nálgun innan sagnfræðinnar," segir hún. „Að auki eru klassísk efni innan sagnfræðinnar tekin fyrir eins oglandbúnaðarsaga, kirkjusaga og miðaldarfræði, en margt af því er skoðað í ljósi nýrrar hugmyndafræði í hugvísindum. Ég held að ég geti fullyrt að sagnfræðin og jafnvel for- tíðin sé á fleygiferð inn í framtíðina; fræðaheimurinn er í mikilli gerjun og mótun nýrra hugmynda má víða sjá merki í viðfangsefnum sagnfræð- innar. Það er beinlínis gaman að vera sagnfræðingur í dag.“ Málstofur fyrir almenning Hilma segir að Landsbanki Islands, sem er helsti styrktaraðili þingsins, hafi farið mjög áhugaverða leið í stuðningi sínum. Þeir ákváðu að setja upp málstofur þar sem tekist væri á um grundavallarhugmyndir um fortíðina og bjóða almenningi að koma og hlýða á mál fremstu fræðimanna þjóðarinnnar. Á sunnu- daginn eftir hádegi verður því boðið upp á spennandi dagskrá þar sem Þórunn Valdimarsdóttir fjallar um íslenska þjóðsönginn og það hvort leggja eigi hann niður eða ekki, Guðmundur Hálfdánarson fjallar um þjóðernið og stöðu íslands í því sambandi, Guðni Th. Jóhannes- son, formaður Sagnfræðingafélags 99....................... Mjög margir ungir sagnfræðingar eru orðnir þreyttir á þessu geðleysi fræða- heimsins í garð hinnar stofnanavæddu sagnfræði. Við viljum uppþot, eiginlega bara upplausn - stokka spilin upp á nýtt íslands, fjallar um njósnir og síma- hleranir á íslandi í kalda stríðinu ,en það má ekki segja meira um það efni að svo stöddu," segir Hilma. Loks verður rifist um Gamla sátt- mála. Þarna gefst almenningi, með öðrum orðum, tækifæri til að taka þátt í sannkallaðri söguveislu því þessi dagskrárliður er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Hilma ítrekar að mikil gróska sé í sagnfræðirannsóknum hér á landi. .Alltaf er á svona þingi að finna um- ræðu um klassískar rannsóknir á miðaldasögu," segir Hilma, „en það er líka heilmikið nýtt að gerast sem hefur breytt skilningi fólks á þessum fræðum. Áhuginn á mið- aldasögu virðist alltaf vera að auk- ast og þar eru ekki síst útlendingar áhugasamir um þennan hluta menn- ingararfs íslensku þjóðarinnar." Frá endurskoðun til upplausnar Hilma Gunnarsdóttir er fjölhæf kona því hún var á dögunum að gefa út myndarlega bók, ásamt meðrit- sjórum sínum þeim Jóni Þór Péturs- syni og Sigurði Gylfa Magnússyni, sem nefnist Frá endurskoðun til upp- lausnar. Bókin, sem er 444 blaðsíður að stærð, er gefin út af Miðstöð ein- sögurannsókna og ReykjavíkurAka- demíunni og er hugsuð sem innlegg í íslenska söguþingið. „Þar er verið að kynna nýjar stefnur og strauma í íslenskum hugvísindum á nokkuð róttækan hátt og segja má að hóp- urinn hafi uppi markvisst andóf gegn ríkjandi hugmyndum innan fræðaheimsins um hvernig eigi að fjalla um fortíðina. Málstofan sem tengist bókinni verður með óvenju- legu sniði í þeim skilningi að það verða tveir málshefjendur, þeir Halldór Bjarnason og Már Jónsson, sem munu ræða þær hugmyndir sem eru reifaðar í bókinni og síðan sitja höfundarnir fyrir svörum í pallborði. Það er trú okkar að með þessu móti fáum við tækifæri til að taka slaginn á kraftmikinn hátt við fræðasamfélagið, eða í það minnsta þann hluta þess sem lætur sér þessi mál varða.“ Hilma segir að bókin hafi verið í smíðum frá lok árs 2003 og hópurinn sem birtir efni sitt í henni sé mjög ákafur í að glíma við hugvísindi á nýjum forsendum. „Ég er ákaflega stolt af þessari bók, finnst hún bæði vera falleg, kraft- mikil og áhugaverð. Sjálf á ég þarna langa ritgerð um hina svonefndu „íslensku söguendurskoðun“ en það er hreyfing sem kom fram á sjónar- sviðið upp úr 1980 og hratt af stað miklum breytingum um söguna og fortíðina. Nú eru þessar sömu hug- myndir undir smásjánni og ekki eru allir ánægðir með hvernig þeim hefur verið fylgt eftir. í bókinni eru líka birt viðtöl við þekkta sagnfræð- inga sem ræða meðal annars stöðu sagnfræðinnar í samtímamenning- unni. Sagan er nefnilega stundarfyr- irbrigði, hún er í hausnum á okkur sem skrifum hana, við finnum okkur sjónarhorn og vinnum út frá því trúverðugar röksemdarfærslur. Sagan er ekki bara þarna úti í einsk- ismanns landi sem við köllum fortíð, hún er inni í höfðinu á okkur öllum. Það á að gangast við þeirri staðreynd og vinna út úr þeirri stöðu á frjóan og skapandi hátt.“ Slíkt bíður upp á gríðarlega spennandi tækifæri að áliti Hilmu. Að segja stjórnmála- mönnum til syndanna íslenskir stjórnmálamenn og for- seti íslands hafa verið sakaðir um grunnan skilning á sögunni, allt að því klisjukenndan. Þegar Hilma er spurð um álit sitt á þeirri gagnrýni segir hún: „Víða erlendis er gap á milli þeirrar sögu sem stjórnmála- menn halda á lofti í opinberri um- ræðu og fræðimanna sem vinna við rannsóknir. Þeir síðarnefndu gegna þýðingarmiklu hlutverki við að gagnrýna málflutning stjórnmála- manna sem oft er byggður á blöndu af misskilningi og hagsmunapoti. Hér á landi er þessu örlítið öðruvísi farið; „sögustofnunin“, fræðimenn- irnir sem sitja í háskólastöðunum, eru allt of ákafir í að gerast viljugir þátttakendur í verkefnum sem rík- isstjórn eða önnur stjórnmálaöfl standa fyrir og telja að skipti máli. Þessir opinberu aðilar standa fyrir ákveðinni söguskoðun og hafa ótví- rætt ákveðinna hagsmuna að gæta þegar sagan er skrifuð. Sem dæmi um þetta má nefna forsætisráðherra- bókina sem gefin var út fyrir ör- fáum árum fyrir tilhlutan forsætis- ráðuneytis Davíðs Oddssonar. Allir skildu hvern var verið að upphefja í það skipti auk þess var bókin bara gamaldags persónusaga. Önnur dæmi mætti nefna eins og Heima- stjórnarafmælið, Kristnisöguna og fleira í þeim dúr. Sagnfræðingar hafa margir verið alltof ákafir í að hlaupa eftir slíkum verkefnum í stað þess að gagnrýna tilurð þeirra og áherslur sem standast engan veginn fræðilegar forsendur. Staðreyndin er sú að sjálfstætt starfandi fræðimenn þurfa að lifa og þess vegna taka þeir við svona verkefnum og við því er ekkert að gera. Fræðaheimurinn er jú mjög hart leikinn fjárhagslega vegna takmarkaðs stuðnings hins op- inbera við skapandi rannsóknir. En aðalatriðið er þó að við sem stöndum að bókinni Frá endurskoðun til upp- lausnar erum að gagnrýna alla pró- fessorana í sagnfræði sem hlaupa eftir pilsfaldi ríkisstjórnarinnar í hvert skipti sem hún gefur þeim undir fótinn. Mjög margir ungir sagnfræðingar eru orðnir þreyttir á þessu geðleysi fræðaheimsins í garð hinnar stofnanavæddu sagnfræði. Við viljum uppþot, eiginlega bara upplausn - stokka spilin upp á nýtt og hefjast handa við að veita valda- stofnunum í samfélaginu mikið að- hald. Þetta er andinn sem svífur yfir vötnum þessa dagana og þess vegna er gaman að vera sagnfræðingur. Ég á sannarlega von á því að þessi uppgjörsandi muni liggja yfir sögu- þinginu og koma fram í umfjöllun fjölmargrafræðimannaumviðfangs- efni sín. Ég veit líka að aðalgestur söguþingsins, Liz Stanley, fræði- maður frá Skotlandi, hugsar mjög á líkum nótum enda bera rannsóknir hennar örugglega ferska vinda inn á þingið. Hún mun halda mál- stofur og aðalfyrirlestur þingsins og það verður gríðarlega áhugavert að fá tækifæri til að hlýða á hennar mál. Ég vil því nota tækifærið til að hvetja allt áhugfólk um sögu, fortíð og menningu að skrá sig á þingið. Það á erindi við allt hugsandi fólk,“ sagði Hilma Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri söguþingsins. kolbrun@bladid. net SUDOKU talnaþrautir Su Doku þrautln snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt i reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er aö leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 8 3 7 1 5 8 3 5 6 9 4 5 7 6 9 1 4 3 2 6 3 9 7 3 9 8 8 2 9 4 6 SUDDKU5HOP«IS .©6s.ioo.is.. Lausn siðustu gátu 9 2 8 6 7 3 1 4 5 7 6 4 5 8 1 9 3 2 3 1 5 2 9 4 6 7 8 8 5 6 3 1 7 2 9 4 2 7 9 8 4 6 5 1 3 1 4 3 9 2 5 8 6 7 4 8 1 7 5 9 3 2 6 5 3 7 1 6 2 4 8 9 6 9 2 4 3 8 7 5 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.