blaðið - 29.05.2006, Qupperneq 1
Þakmálun
Húsamálun
ísíma: 844-1011
eða á www.thakmalun.is
PAKMÁLUN
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
100% eldbökun,100% ísl. ostur,
100%metnaður, 100% Rizzo"
Sparibill með
nó9 á s(num
snœrum
Aukablað um
bíla íylgir
Blaðinu
ídag
| SÍÐUR 17-24
118. tölublað 2. árgangur
mámidagur
29. maí 2006
Meirihluti sjálfstæðismanna
og frjálslyndra í burðarliðnum
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrði borgarstjóri og Ólafur F. Magnússon forseti borgarstjórnar.
Málefnaágreiningur sagður sáralítill og unnt að mynda meirihlutann á næstu dögum.
Blaðið hefur heimildir fyrir því að
fátt geti komið í veg fyrir að af meiri-
hlutasamstarfi sjálfstæðismanna
og frjálslyndra verði í Reykjavík.
Gengið er út frá því sem vísu að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borg-
arstjóri, en Ólafur F. Magnússon
forseti borgarstjórnar. Mál manna
er að lítið beri á milli flokkana um
gerð niálefnasamnings og er talið
að unnt verði að ganga frá samstarf-
inu á næstu tveimur dögum. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson er þó tal-
inn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig
og hefur gefið til kynna við Vinstri
hreyfinguna - grænt framboð að
meirihlutasamstarf við þá komi vel
til greina.
Þegar eftir að fyrstu tölur í
Reykjavík voru lesnar upp hófust
óformlegar þreifingar milli fram-
boðanna um hugsanlega samstarfs-
fleti. Ljóst var að sjálfstæðismenn
ættu auðveldara starf fyrir höndum
en aðrir, því þeir gátu starfað með
hverju hinna framboðanna. Erfið-
ara myndi hins vegar reynast að
berja saman meirihluta án þeirra,
þar sem öll hin fjögur framboðin
þyrftu að vera innanborðs.
Eftir því sem Blaðið kemst næst
ræddi Vilhjálmur við frjálslynda,
vinstrigræna og framsóknarmenn
í gær, en Samfylkinguna lét hann
eiga sig. Fyrst mun hann hafa talað
við Svandísi Svavarsdóttur, hinn
nýkjörna oddvita vinstrigrænna.
Tjáði hann henni að þeir væru
fyrsti samstarfskostur sjálfstæðis-
manna, enda meirihlutinn trygg-
ari með hinum tveimur borgar-
fulltrúum Vinstrigrænna en með
einum fulltrúa hinna flokkanna.
Munu vinstrigrænir hafa gefið til
kynna að þeir útilokuðu ekki sam-
starf fyrir fram, en á hinn bóginn
er talið að þeim gæti reynst þrautin
þyngri að sannfæra grasrótina í
flokknum um samstarf við íhaldið.
Eins nefndu menn að Ögmundur
Jónasson, þingmaður, væri efins
um það.
Á það samstarf mun þó tæplega
reyna, því í gær gengu þrír efstu
menn á lista Sjálfstæðisflokksins,
þau Hanna Birna Kristjánsdóttir
og Gísli Marteinn Baldurssson auk
Vilhjálms, á fund Ólafs F. Magnús-
sonar og Margrétar Sverrisdóttur í
gær. Sjálfstæðismenn vörðust allra
fregna af fundinum, en hermt var
að hann hefði gengið vel og að fram-
hald yrði á viðræðunum í dag.
Frjálslyndir eru sagðir hafa uppi
nokkuð stífar kröfur, en heimild-
armaður meðal sjálfstæðismanna
taldi að þær yrðu lítil fyrirstaða.
Þar væri afar fátt sem ekki mætti
fallast á. Helsti ásteytingarsteinn-
inn, sem nefndur hefur verið mun
vera um aðkoma Orkuveitu Reykja-
víkur að orkuöflun vegna álvers í
Helguvík. Gera menn ráð fyrir að
unnt verði að ná saman um þau
mál án verulegra vandkvæða og
ætti nýr meirihluti að vera starf-
hæfur innan nokkurra daga.
Vitað er að meðal sumra sjálf-
stæðismanna eru efasemdir um
samstarf við frjálslynda. Einn
heimildarmanna Blaðsins taldi
ótækt að meirihlutinn hengi á
einum manni og minnti á að Ól-
afur hefði oft farið eigin leiðir
meðan hann var enn borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins. Til þess
að mynda meirihluta þarf borgar-
stjórnarflokkur sjálfstæðismanna
þó aðeins einfalda samþykkt og
þarf ekki staðfestingu annarra
stofnana flokksins líkt og gerist
við ríkisstjórnarmyndun.
Borða úr
ruslafötum
Meðlimir jaðarhópsins „freeg-
ans" gramsa í gegnum rusl í
leit að æti til þess að mótmæla
umhverfisspillingu, kapítalisma,
kjötæti, neyslumenningu og só-
un, en ekki sökum fátækt-
ar. Þessi jaðarhópur
hefur verið að breiða
úr sér á Vesturlöndum.
| SfÐA 26
Jackson þakkar
aðdáendunum
Michaeljack-
son kom
um helgina
fram op-
inberlega
í fyrsta
sinn síðan
hann var
sýknaður af
ákærum um
___________________ misnotkun
á börnum
fyrir tæpu ári síðan. Jackson er
staddur í Japan og var á laugar-
dag viðstaddur verðlaunahátíð
japönsku MTV-stöðvarinnar
þar sem hann var heiðraður
fyrir ævistarf sitt. í þakkarræðu
sinni sagðist hann eiga aðdá-
endum sínum allt að þakka.
„Mig langar að þakka fólkinu
sem trúði á mig. Ég trúi á
ykkur,“ sagði Jackson. Hundruð
aðdáenda Jacksons tóku á móti
honum á flugvellinum í Tókíó
og héldu á skiltum með fögrum
orðum sem beint var til hans.
Konungur poppsins hefur að
mestu náð að forðast sviðsljósið
frá því að réttarhöldunum yfir
honum lauk í júní í fyrra. Hann
fluttist frá Neverland-býli sínu
í Kaliforníu og stofnaði heim-
ili í Asíuríkinu Bahrein, þar
sem hann hefur búið síðan. Jap-
önsku þjóðinni vil ég þakka
innilega. Ég elska ykkur mjög,
mjög mikið. Þið eruð indæl, ör-
lát og æðisleg," sagði Jackson
enn fremur áður en rödd hans
brast og hann klökknaði. Jack-
son mun einnig funda með við-
skiptaj öfr um og heimsækj a mun-
aðarleysingjaheimili á meðan á
heimsókn hans stendur.