blaðið


blaðið - 29.05.2006, Qupperneq 8

blaðið - 29.05.2006, Qupperneq 8
8 I FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaöiö í starholunum berist beiðni um aðstoð Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að senda íslenskt björgunarlið á vettvang jarð- skjálftans á eynni Jövu í Ind- ónesíu. Skjálftinn mældist 6,3 á Richter-kvarða og er þetta þriðji stóri skjálftinn í Indónesíu á einu og hálfu ári. Tala látinna er um 5000 manns og er talið að sú tala muni hækka enn frekar auk þess sem tugþúsundir slösuðust. Sólveig Olafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða Kross Islands, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðstoð frá Islandi til Jövu. „Rauði kross- inn er með mjög stórt teymi i Aceh héraði og er því vel í stakk búinn til þess að takast á við hjálparstarfið." Hún segir að hér á landi sé teymi í startholunum ef á þarf að halda, en enn hefur ekki borist beiðni um aðstoð. „Komi beiðni frá alþjóða Rauða kross- inum munum við að sjálfsögðu bregðast við henni.“ Sólveig segir að engin ákvörðun hafi heldur verið tekin um að hefja söfnun til styrktar fórnalömbum skjálft- ans. „Við metum það á næstu dögum hvort, og hvernig því verður háttað.“ Engin flóðbylgja kom í kjölfar skjálftans en sérfræðingar álíta að hann auki líkurnar á stóru gosi úr Merapi eldfjallinu sem verið hefur við það að gjósa slð- ustu vikurnar. Fyrsta fegurðarsamkeppni Tjéténa Ríkisstjórn Tjéténíu reynir að koma lífinu í eðlilegt horf og heldur fyrstu fegurðarsam- keppni lýðveldisins, þrátt fyrir mótmæli. 15 ára gömul stúlka bar sigur úr býtum. Suður-rússneska lýðveldið Tjéténía krýndi um helgina fyrstu fegurðar- drottningu landsins eftir umdeilda fegurðarsamkeppni. Nítján kepp- endur á aldrinum 14-23 ára tóku þátt í keppninni og var það fimm- tán ára gömul stúlka, Zimara Dzha- brailova, sem bar sigur úr býtum. Hlaut hún að launum bifreið og peningaverðlaun. Mikill áhugi var fyrir keppninni en margir keppendur sögðust hafa átt erfitt með að sannfæra karl- menn í fjölskyldum sínum um að fá leyfi til að taka þátt. „Það tók mig langan tíma að sannfæra þá um að leyfa mér að vera með,“ sagði ein keppendanna í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. „I fyrstu þvertóku þeir fyrir það en ég sagði þeim að keppnin væri styrkt af ríkisstjórn-. inni og viðhéldi siðum og venjum tsjétsjensku þjóðarinnar.“ Engin baðfatasýning Til að verjast mótmælum buðu skipuleggjendur múslimskum klerkum á æfingar, með það fyrir augum að sannfæra þá um að allt færi fram með siðlegum hætti. Leyfi frá þeim var skilyrði fyrir því að keppnin færi fram. Stúlkur sem tóku þátt þurftu að vera einhleypar og dómnefndin samanstóð af full- trúum stjórnvalda. Stúlkurnar komu ekki fram á baðfötum, eins og gengur og gerist í flestum feg- urðarsamkeppnum Vesturlanda, en þess í stað þurftu þær að sýna fram Sigurvegarinn Zimara Dzhabrailova dansar á sviðinu eftir að titillinn var f höfn. Reuters á þekkingu á tsjetsjnískum hefðum, matargerð og listum. Tjéténska ríkisstjórnin hefur að undanförnu leitað ýmissa leiða til að koma lífinu í þessu stríðshrjáða lýðveldi í eðlilegt horf. Ramzan Kaydrov, forsætisráðherra Tjéténíu, sagði keppnina vera gott dæmi um hversu miklar umbætur hafa orðið í lýðveldinu. Tjéténskir aðskilnað- arsinnar eru hins vegar ekki á sama máli og hafa sagt keppnina hina mestu hneisu fyrir Tsjéténíumenn. Síð pils fyrir Ijóta fætur Kaydrov var spurður í sjónvarpsvið- tali hvort hann myndi leyfa systur sinni eða dóttur að taka þátt í slíkri keppni. „Að sjálfsögðu myndi ég gera það. Hún myndi hafa hefðir okkar í hávegum og sýna hvernig tjéténskum stúlkum ber að koma fram,“ svaraði Kaydrov. Aðspurður hvernig honum fyndist að stúlkur ættu að klæðast svaraði Kaydrov að þær ættu að klæðast síðum pilsum likt og þær gera þegar farið er til kirkju. „Reyndar má pilsið vera aðeins styttra ef að stúlkan hefur fallega fætur. En ef þeir eru ljótir er best að pilsið sé sítt,“ bætti tísku- frömuðurinn Kaydrov svo við. Garðagöngur Garðyrkjufélags íslands sumarið 2006 Allar göngurnar hefjast klukkan 20:00. Sharon fluttur á end- urhæfingarstofnun Ariel Sharon, fyrrum forsætisráð- herra ísraels, hefur verið fluttur frá sjúkrahúsi á sérstaka endurhæfing- arstofnun í Tel Aviv. Sharon fékk heilablóðfall í janúar og hefur verið í dái síðan, þrátt fyrir að hafa geng- ist undir átta aðgerðir. Yfirmaður endurhæfingarstofnunarinnar sagði við fjölmiðla að meðferð Shar- ons yrði afar erfið sökum ástands hans. Játaði hann því að ekki væri búist við að Sharon vaknaði úr dá- inu á næstunni. Sharon, sem er 78 ára, er fyrrum herforingi og barðist hann í nokkrum stríðum í Mið-austur- löndum. Hann tók við embætti for- sætisráðherra 2001 og er á meðal þekktustu stjórnmálamanna Isra- els en er hataður af fjölmörgum í arabaheiminum. Næstráðandi Sharons, Ehud Olmert, tók við völdum í janúar og var nýlega kjör- inn forsætisráðherra. ueuiers fsraelskir sérsveitarmenn fylgja sjúkrabílnum sem flutti Sharon af Hadassah Ein Karem sjúkrahúsinu f gær. . 7. júní Hafnarfjörður - mæting við Lækjarskóla. Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt leiðir gönguna. 21.júní Árbær - Elliðaárdalur - mæting við Árbæjarkirkju. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur leiðir gönguna. 5. júlí Kópavogur - mæting við Digraneskirkju. Friðrik Baldursson garðyrkju- stjóri Kópavogs leiðir gönguna. 19. júli Miðbær Reykjavíkur - mæting í Hljómskálagarðinum. Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt leiðir gönguna. 2. ágúst Garðabær - mæting við Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Sigurður Þórðar- son verkfræðingur og frv. varaformaður Garðyrkjufélagsins leiðir göng- una. 16. ágúst Vesturbær Reykjavíkur - mæting við Neskirkju. Helga Thorberg og Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingar leiða gönguna. Síðasta gangan verður laugardaginn 2. september og hefst kl. 14:00. Heiðmörk og reitur Garðyrkjufélagins - mæting á stóra bíla- stæðinu við Hraunslóð. Sumarbústaðaklúbburinn sér um gönguna. Göngur út um land verða auglýstar á viðkomandi stöðum. Tilboðsdagar 20% aflsáttur Rafstillanleg rúm með 9 svæða pokafj.kerfi frá kr. 148.800.- rúmco Langholtsvegi 111,104 Rvk. Simi 568 7900 • Opið virka daga 11-18 • laugardaga 11-14. Erill hjá lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík á kosninganótt en mikið var um ölvun í miðborginni. Lög- reglan stöðvaði ellefu ökumenn fyrir ölvun við akstur. Ein líkams- árás var tilkynnt þar sem maður var barinn i Hafnarstræti og var hann fluttur slasaður á slysadeild. Fjórir sem taldir voru hafa átt þátt í árásinni voru handteknir skömmu síðar. Nóttin gekk að mestu stór- slysaiaust fyrir sig að sögn lögreglu, en nokkuð var um pústra og ólæti. Kosningavökur stjórnmálaflokk- anna fóru að mestu vel fram og þurfti lögreglan ekki að skipta sér sérstaklega af þeim. Þá var ölvun mikil í Kópavogi og Hafnarfirði. Ölvað par var handtekið i Hafnar- firði eftir að hafa verið á gangi með þriggja ára gamalt barn sitt. Barn- inu var komið fyrir hjá fjölskyldu barnsins. Móðir barnsins var sleppt eftir yfirheyrslur, en faðir barnsins þurfti þó að gista fangageymslur.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.