blaðið - 29.05.2006, Síða 10
10 I FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið
Palestínskir uppreisnarmenn á bækistöð-
inni sem varð fyrir eldflaugaárás í gær.
Páfi heimsótti
Auschwitz í gær
Fjögurra daga heimsókn hans til Póllands lauk í útrýmingarbúð-
unum í Auschwitz, eftir gríðarlega vel sótta messu í Kraká í gær.
Vatnsberinn. Nepalskur burðarmaður heldur á stærðarinnar vatnstanki í höfuðborg-
inni Katmandú í gær. Fyrir að bera tankinn rúmlega kílómetra langa leið þénar maður-
inn andvirði tæpra 200 íslenskra króna.
Eldflauga-
árásir í Israel
og Líbanon
Israelskar orrustuþotur gerðu árás á
bækistöðvar palestínskra uppreisn-
armanna í austurhluta Líbanon, í
grennd við höfuðborgina Beirút, í
gær. Líbönsk yfirvöld segja að eld-
flaugum hafi verið skotið á herbúðir
Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun
Palestínu (PFLP). Árásin átti sér
stað nokkrum klukkustundum
eftir að ísraelskur hermaður hafði
særst eftir að eldflaugum var skotið
frá Líbanon að ísrael. Israelska her-
stöðin er staðsett 20 kílómetra frá
landamærum Israels og Líbanons.
Israelsk yfirvöld saka stjórnvöld í
Líbanon um að bera ábyrgð á árás-
inni og eru að undirbúa opinbera
kvörtun til Sameinuðu þjóðanna.
.Ísraelsríki telur líbönsk stjórnvöld
ábyrg fyrir öllum þeim árásum sem
koma frá þeirra landsvæði," sagði
talsmaður ísraelska hersins. Ekki
er talið að nokkur hafi látist í árás-
unum. I gær höfðu engin samtök
lýst yfir ábyrgð á árásinni á ísrael
en Hezbollah-samtökin og palest-
ínskir uppreisnarhópar hafa áður
lýst viðlíka árásum á hendur sér.
Israelar hafa þá gjarnan svarað með
loftárásum á móti, líkt og í gær.
Benedikt XVI páfi hlaut afar góðar viðtökur þegar hann ávarpaði mannfjöldann í Kraká í gær.
Reuters
Rúmlega 900 þúsund manns söfnuð-
ust saman í pólsku borginni Kraká
í gærmorgun til að hlýða á messu
Benedikts XVI páfa og biðja fyrir
friði. Páfi brýndi fyrir ungu fólki
að forðast að láta veraldleg gildi nú-
tímans freista sín, hafa boðskap Jesú
ávallt hugfastan og láta ekki bugast
við útbreiðslu kaþólskrar trúar. Um
er að ræða fyrstu heimsókn páfa á
TILBOÐ!
Mikið úrval af flísum
0 Veggflísar
“ • Gólfflísar
heimaslóðir forvera síns, Jóhann-
esar Páls II, en sjálfur er Benedikt
fæddur í Þýskalandi.
Á laugardag heimsótti páfi
heimabæ Jóhannesar, Wadovice, og
sagði af því tilefni að hann vonaðist
til að hann yrði tekinn í dýrlinga-
tölu innan tíðar. Vöktu þau ummæli
mikla ánægju meðal Pólverja. Bene-
dikt lauk svo Póllandsför sinni í gær
með heimsókn til Auschwitz, þar
sem alræmdustu útrýmingabúðir
nasista í seinni heimsstyrjöldinni
voru staðsettar. Páfi flutti þar bænir
á nokkrum tungumálum en deilt var
um hvort það væri við hæfi að hann
lyki messu sinni á þýskri bæn, eins
og áætlað var. Margir gyðingar hafa
haldið því fram að það sé móðgun
við þá gyðinga sem létust í Auswitch
að þýskur páfi messi á tungu nasist-
anna á dánarstað þeirra.
Talsmaður páfa, Joaquin Navarro-
Valls, sagði að upphaflega hafi ekki
verið gert ráð fyrir að farið yrði til
Auschwitz en páfi hafi krafist þess
að fara þangað. Vildi hann fá tæki-
færi til þess að hitta eftirlifendur úr
útrýmingarbúðunum og aðstand-
endur þeirra gyðinga sem fórust
þar. Þá heimsótti hann einnig fanga-
klefa kaþólska prestsins Maximilian
Kolbe, sem lést árið 1941 eftir að
hann bauðst til að skipta við fanga
sem hafði verið dæmdur til að svelta
til dauða. Messan í Auschwitz fór
fram við svonefndnan útrýmingar-
vegg, þar sem þúsundir fanga voru
skotnir til bana af nasistum.
25-70°/o
afsláttur
HARÐVIÐARVAL
I -þegar þú lcaupir gólfefni
Krókhálsi 4 110 Reykjavík • Sími 567 1010 * www.parket.is
Henti sonum
sínum af svölum
Maður á fertugsaldri fyrirfór sonum
sínum fjögurra og átta ára gömlum,
með því að henda þeim fram af
svölum á 15. hæð hótels í Miami á
Flórída. Að því búnu stökk maður-
inn sjálfur. Líkt og synir sínir lést
maðurinn samstundis. Eiginkona
mannsins kom að honum þar sem
hann var að stökkva og sá svo að lík
sona hennar lágu á jörðinni mörgum
hæðum fyrir neðan svalirnar. Eigin-
konan sagði þau hjónin hafa átt í erf-
iðleikum í hjónabandinu en engar
vísbendingar liggja fyrir um hvað
orsakaði gjörðir mannsins.
Calvin
Hill fyrir
herrétt
mbl.is | Bandarískur hermaður, sem
ákærður hefur verið fyrir að myrða
tvítuga konu á Keflavíkurflugvelli á
síðasta ári, verður dreginn fyrir herr-
étt. Robert D. Bishop Jr., yfirmaður
bandaríska flughersins í Evrópu,
skrifaði á föstudag undir tilskipun
þess efnis og verður herrétturinn í
Bolling herstöðinni í Washington-
borg. Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær réttarhöldin fara fram.
Calvin Hugene Hill, sem var í 56.
björgunarsveit | Bandaríkjahers á
Keflavíkurflugvelli, var ákærður
fyrir að stinga Ashley Turner, tvítuga
konu sem einnig var flugliði varn-
arliðsins, til bana. Að sögn blaðsins
Stars and Stripes, málgagns Banda-
ríkjahers, er upphaf málsins rakið til
þess að Hill var grunaður um að hafa
stolið peningum frá Turner með því
að nota bankakort hennar til að taka
út úr hraðbönkum. I kjölfarið var
Hill ákærður og átti yfir höfði sér að
fara fyrir herrétt.
Hill sætir einnig ákæru fyrir fleiri
brot, svo sem að yfirgefa varnarstöð-
ina án leyfis og hindra framgang rétt-
vísinnar. Hill getur átt yfir höfði sér
dauðarefsingu ;verði hann fundinn
sekur um morðað yfirlögðu ráði.
Alnæmis-
lyfjagjöf eftir
stunguárás
Tæplega 30 manns sem urðu fyrir
stunguárás í Berlín á föstudag gang-
ast nú undir alæmislyfjameðferð
eftir að í ljós kom að eitt fórnarlamb-
anna var smitað af HIV.
Árásarmaðurinn var ölvaður xó
ára strákur sem hóf að stinga fólk
þar sem verið var að fagna opnun
nýrrar lestarstöðvar í borginni.
Fimmtán hlutu alvarlega áverka og
eru fjórir en á gjörgæslu. Auk þeirra
hlutu níu til viðbótar minniháttar
áverka en þeir eru einnig að taka
inn lyfið prophylaxis. Sérfræðingar
segja að líkurnar á að smitast af
eyðni vegna stungusárs séu innan
við 0,3% og lyfið prophylaxið á að
geta minnkað þær líkur verulega.
Árásarmaðurinn er f haldi
lögreglu og á yfir höfði sér
þungan dóm.
Upplýsingar og skráning á netinu:
www.ulfljotsvatn.is
Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur - Sund -
Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri
Krassandi útilífscEVÍntyri - fjör og hópeflisandi!
INNRITUN ER HAFIN - OpiS virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is.