blaðið - 29.05.2006, Síða 13
blaðið MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006
SKODUNI 13
Góð úrslit fyrir náttúruna
Blaðiö/SteinarHugi
Kosninganna 2006
verður ef til vill
helst minnst fyrir
þá hugarfarsbreyt-
ingu í umhverfis-
málum sem þær
báru vitni og er
vonandi varanleg.
Hún kom ekki síst
Vinstrihreyfing-
unni - grænu fram-
boði (VG) til góða en allir flokkar
tóku þátt og niðurstaðan er sú að
stóriðjan sé ekki ofarlega á vinsælda-
listanum um þessar mundir. Ef
flokkarnir taka úrslitin alvarlega
mun það þýða kúvendingu í þeim
efnum.
Á landsvísu voru skilaboðin ansi
loðin. Sjálfstæðisflokkurinn bætti
stöðu sína en ekki eins verulega og
kannanir gáfu til kynna. Eins fékk
Framsóknarflokkurinn skell en
heldur minni en búist var við og
bætti við sig sumstaðar. Samfylk-
ingin dalaði víða en bætti sumstaðar
við sig og er áfram sterk víða um
land. Frjálslyndir buðu óvíða fram
og náðu bara tvisvar inn mönnum
á F-lista en sóttu þó heldur i sig
veðrið og náðu mjög góðum árangri
í Reykjavík. Líklega hefur þar mest
haft að segja kjörþokki Margrétar
Sverrisdóttur sem var mjög sýnileg
seinustu dagana.
Árangur VG var víða glæsilegur.
í Dalabyggð fékk flokkurinn 29,2%
atkvæða. I Hafnarfirði fjórfaldaði
hann fylgi sitt, fór úr 2,9% í 12,1%. I
Dalvíkurbyggð fékk VG18%. Á Akra-
nesi tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt,
fór úr ríflega 6% í 14,3%. Á Akureyri
tvöfaldaðist fylgið næstum, fór úr
8,7 til 15,9%. í Mosfellsbæ og á Húsa-
vík fær flokkurinn 12-14% fylgi í fyr-
sta sinn sem boðið er fram og var þó
við ramman reip að draga á báðum
stöðum, annars vegar ávísanaglaður
bæjarstjóri en hins vegar álversæði.
Þar til viðbótar komu ýmis
smærri stökk. í Kópavogi og Árborg
jókst fylgið um 3-4 prósentustig sem
verður að teljast dágott. I Reykjavík
fékk VG fjórum prósentustigum
meira en í seinustu þingkosningum.
Þar eru úrslitin sérdeilis ánægjuleg
í ljósi þess að flokkurinn sótti hægt
og örugglega í sig veðrið alla kosn-
ingabaráttuna og náði þessu fylgi í
krafti mun lægri auglýsingakostn-
aðar en öll önnur framboð. Og þó að
oddviti flokksins hæfi kosningabar-
áttuna nánast óþekkt utan flokksins
hafði hún í lokin unnið sér sess sem
sá oddviti sem einna mest fylgi dró
að sínum flokki.
I Reykjanesbæ ákvað VG að bjóða
fram nokkrum dögum fyrir kosn-
ingar. í fyrstu könnun var fylgi list-
ans 0,2%. Á þremur vikum tókst
honum að sækja svo í sig veðrið að
niðurstaðan var 5,3%. Það var meira
en nokkur hefði getað spáð og sýnir
hvað er hægt að gera. Einnig náði
VG glæsilegum árangri í Hveragerði
þó að ekki kæmist þar inn maður,
enda bæjarfulltrúar aðeins sjö. Þar
hefur flokkurinn einnig verið lítill
fram að þessu en eftir þessar kosn-
ingar verður ekki framhjá honum
gengið.
Ekki verður undan vikist að
nefna vonbrigði kosninganna. Árið
2002 vann VG glæsilegan sigur í
Skagafirði en núna tapaði flokkur-
inn miklu fylgi, fékk aðeins 12% en
seinast 20%. Það eru auðvitað engu
minni vonbrigði fyrir flokkinn en
úrslitin í Kópavogi voru fyrir Fram-
sóknarmenn þó að skellurinn sé öllu
minni.
Flokkurinn fékk 14 sveitarstjórn-
armenn kosna af hreinum VG-
listum en seinast voru þeir fjórir.
Enn fremur var hann áberandi víða
í sameiginlegum listum sem gekk
vel, t.d. á Álftanesi, ísafirði og Siglu-
firði/Ólafsfirði. Það er ekki svo lítið
afrek hjá stjórnmálaflokki sem varla
var til á sveitastjórnarstiginu fyrir
fimm árum að vera skyndilega orð-
inn verulegt afl um allt land. Það er
líka ánægjulegt að VG virðist víða á
leið í stjórn, er t.d. þegar í viðræðum
við aðra flokka á Akureyri, í Árborg
og hér í Reykjavík.
í Reykjavík voru skilaboð kjós-
enda tvíræð. Sjálfstæðismenn bættu
við sig en fengu þó næstminnsta fylgi
sitt í Reykjavík frá upphafi. Fram
sóknarmenn hafa ekki uppskorið
minna í hálfa öld. Samfylkingin
fékk mun minna fylgi en í alþing-
iskosningunum 2003 og náði ekki
einu sinni fylgi Alþýðubandalagsins
eins þegar því gekk best. Einu sigur-
vegararnir eru VG og Frjálslyndir
sem samanlagt hafa þó aðeins þrjá
borgarfulltrúa. Þannig að það er úr
vöndu að ráða og hætt við að hinn
nýi borgarstjórnarmeirihluti verði
einkennileg skepna, Ekki auðveldar
málið hversu loðin kosningabarátta
flokkanna var í Reykjavík. En svona
er lýðræðið.
Gærdagurinn var almennt séð
góður. Vonandi er hann þó aðeins
upphaf að enn meira ævintýri á næ-
sta ári.
Höfundur er íslenskufrceðingur
www.murinn.is
Ármann
Jakobsson
Stelpur við gefum boltann til ykkar!
Stelpudeildin á SKJÁEINUM frá 5. júní - 9. júlí
Aila virka daga milli kl. 19 og 22.30 verður dagskráin tileinkuð stelpum.
Nú nærðu SKJAE//VL//W í gegnum Digital ísland