blaðið - 29.05.2006, Síða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
ERINDISLEYSA í
STJÓRNMÁLUM
Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna á laugardag hafa al-
mennt ekki orðið til þess að skýra línur í hinu pólitíska lands-
lagi. Ekki síst er ástæða til þess að staldra við einstaklega lélega
kosningaþátttöku.
Á liðnu ári var talsvert um það rætt að ný miðjusókn væri hafin í ís-
lenskum stjórnmálum og þess sást stað í kosningunum nú. Auðvitað
var blæbrigðamunur á flokkunum, en ætli þeir almennu kjósendur hafi
ekki verið vandfundnir, sem gátu umhugsunarlaust skipað sér á bak við
einn flokk öðrum fremur? Eða nokkurn þeirra? Þetta endurspeglaðist
svo í dauflegri kosningabaráttu og auðvitað sýndu kjósendur kosning-
unum ekki meiri áhuga en þeir skynjuðu hjá frambjóðendum.
En það verður ekki heldur sagt að miðjumoðið hafi borið ríkan ávöxt
fyrir framboðin, eins og skýrast sást í Reykjavík. Þrátt fyrir krappa
vinstribeygju inn á miðju stjórnmálanna fengu sjálfstæðismenn þar
ekki nema 2,62% meira fylgi en í síðustu kosningum, þegar þeir sóttu
fram af fullri hörku upp hægri kantinn. Þær lyktir hljóta að verða Geir
H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins, umhugsunarefni í aðdrag-
anda þingkosninga á næsta ári.
Hans vandi er þó léttvægur í samanburði við tilvistarkreppu fram-
sóknarmanna. Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins og forsætisráð-
herra, er ósigurvegari kosninganna og á næstu mánuðum og misserum
þarf Framsóknarflokkurinn að endurnýja erindi sitt eigi hann ekki að
þurrkast út. Þar mun hinn óþreytandi Björn Ingi Hrafnsson vafalaust
vera í lykilstöðu.
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingar, er einnig
mikill vandi á höndum eftir þá útreið, sem flokkur hennar varð fyrir í
höfuðvíginu Reykjavík. Bæði í forystusveit flokksins og meðal almennra
flokksmanna kraumar óánægjan og formaðurinn þarf að veita viðun-
andi svör eigi ófararirnar ekki að endurtaka sig að ári.
Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstrigrænna, getur á hinn bóginn
verið hreykin af árangri sínum, þó fráleitt sé að ræða um vinstribylgju
líkt og sumir forystumenn flokks hennar hafa gert. Flokkurinn hafði
þokast nær miðjunni í kosningabaráttunni og þar uppskar Ólafur F.
Magnússon, oddviti frjálslyndra, raunar svipað óánægjufylgi hinu
megin frá.
Allt þetta miðjumoð bendir til erindisleysu frambjóðendanna; að
markmiðin séu óumdeild og því gildi einu hverjir veljast til valdasetu.
Sú ályktun getur reynst lýðræðinu hættuleg og þeirri óheillaþróun þurfa
stjórnmáiamenn að snúa við.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aöalsímí: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur.
FRJÁLST
blaðið
14 I ÁLXT
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 blaðið
-róLbG, Ról-eG i EtJGíNN EFE7? W TAlA
óláf mm fg túí hpfa
Sigrar og vonbrigði!
Þótt belgíski stærðfræðingurinn
Victor D’Hondt hafi legið í gröf
sinni í meira en hundrað ár var það
eigi að síður hann sem felldi Reykj-
avíkurlistann nú um helgina, ekki
Sjálfstæðisflokkurinn. Á Islandi
er nefnilega notast við reiknireglu
D’Hondts til að raða fulltrúum
flokkanna í stólana eftir talningu
atkvæða. En reglan hans Victors
hyglir stórum flokkum umfram hið
hlutfallslega á kostnað þeirra sem
færri atkvæði hljóta. Tilgangurinn
er að tryggja starfhæfan meirihluta
i fjölmennum þingum þótt mjótt sé
á munum í kosningum. Og þar sem
þessi regla er líka notuð í fámennum
kosningum á íslandi hefur D’Hondt
getað tryggt Sjálfstæðisflokknum
meirihluta borgarfulltrúa þótt flokk-
urinn hafi ekki endilega hlotið meiri-
hluta atkvæða. Raunar geta svo lítið
sem 42% atkvæða dugað fyrir meiri-
hluta falli atkvæði þannig.
R-listinn felldi sig sjálfur
Það var semsé gild ástæða fyrir
Reykjavíkurlistanum, hann var svar
við óheppilegu kosningakerfi. Sú
ákvörðun R-lista flokkanna að bjóða
fram í sitt hvoru lagi markaði því
endalok meirihlutastjórnar Samfylk-
ingar, Framsóknarflokks og Vinstri
grænna. Þetta mátti öllum vera ljóst
en þó læðist að manni sá grunur að
margir vinstri menn hafi ekki áttað
sig á þessari stöðu. Ef Reykjavíkurl-
istinn hefði boðið saman /ram nú
sem áður hefði D’Hondt gamli lík-
lega tryggt þeim meirihluta í borgar-
stjórn þrátt fyrir að fá aðeins ríflega
47% atkvæða: Kannski að menn
muni þetta næst.
Ný pólitísk stjarna
Samfylkingin kemur vissulega
löskuð út úr kosningum í Reykjavík
en sjálstæðismenn eru ansi skrám-
aðir líka. Sú tíð virðist liðin að Sjálf-
stæðisflokkurinn í Reykjavík fái
fleiri atkvæði í borgarstjórnarkosn-
ingum heldur en þingkosningum.
Meðal annara tíðinda er að Frjáls-
lynda flokknum tekst að reka flein
á milli R-lista flokkanna og Sjálf-
stæðisflokks og ætlar að festa sig í
sessi fyrir komandi þingkosingar.
(Raunar er nafn flokksins argasta
rangnefni því vandfundir eru stjórn-
lyndari og íhaldssamari flokkar).
Sætastur er sigur Vinstri grænna
og leiðtogi þeirra Svandís Svavars-
dóttir er óumdeilt stjarna þessara
kosninga.
Afhroð Framsóknar
Hinar breiðu línur eru raunar ekk-
ert sérstaklega skýrar í þessum kosn-
ingum en þó má ljóst greina nokkra
sveiflu til vinstri. Samfylkingin og
Vinstri grænir bæta almennt einir
við sig fulltrúum í stærstu sveita-
félögum landsins. Stóru tíðindin
eru hins vegar hroðalegt afhroð
Framsóknarflokksins hringinn í
kringum landið. Framsóknarflokk-
urinn hefur misst stöðu sína sem
kjölfesta í íslensku stjórnmálalífi.
Kletturinn í hafinu er sokkinn í sæ
og er nú orðinn smáflokkur á pari
við systurflokka sína á hinum Norð-
urlöndunum. I Reykjavík er Fram-
sóknarflokkurinn langminnstur
flokkanna fimm og fær aðeins helm-
ing þeirra atkvæða sem flokkurinn
fékk í síðustu þingkosningum.
Vinsælir ieiðtogar styrkjast í sessi
Annað einkenni þessara kosninga
er að vinsælir og sterkir leiðtogar
út um landið eru að styrkja sig veru-
lega í sessi, svo sem Lúðvík Geirsson
í Hafnafirði og Árni Sigfússon í
Reykjanesbæ. Þessir menn fara nú
með himinskautum og virðast vera
að spila í allt annarri og efri deild en
flestir keppinautar þeirra.
Höfundur er dósent í
stjórnmálafrœði
Klippt & skoríð
klipptogskorid@vbl.is
Kollega klippara á Morgunblaðinu,
sem kastar þar staksteinum úr gler-
húsi eftir þörfum, vakti athygli á
því á kjördag að Hrafn Jökulsson hefði ritað
grein til stuðnings Vilhjálmi Þ. Vilhjálms-
syni og skorað á alla góða
jafnaðarmenn að kjósa hann.
Auk þess að vera skákfröm-
uður er Hrafn fyrrverandi
ritstjóri Alþýðublaðsins og
fyrrverandi varaþingmaður
Alþýðuflokksins. Taldi staksteinastjórinn lík-
legt að margir jafnaðarmenn færu að ráðum
Hrafns, sem klippari þekkir út affyrirsig dæmi
um. ( lokin varpaði hann hins vegar fram
óvæntri spurningu, sumsé hvort hinn góði
vinur Hrafns, Össur Skarphéðinsson væri ef
til vill á leið yfir ganginn í þinghúsinu þar sem
hann kynni að ganga í hóp sjáltstæðismanna,
sem væri vitaskuld lógísk endastöð á pólitískri
vegferð hans, sem hófst yst til vinstri fyrir
margt löngu.
Pessi spurning kom ekki alveg úr tóma-
rúmi, þvtsögusagniraf þvítaginu hafa
heyrst í auknum mæli undanfarnar
vikur. Össur mun ekkert gefa út á sögur af
þessu tagi, en hitt er opinbert
leyndarmál að honum þykir
nýi formaðurinn hafa sett sig
heldur út á kant í flokknum.
Hann hefur þó ekki látið það
mjög á sig fá og er síst minna
áberandi á vettvangi stjórnmálanna nú en
þegar hann var formaður Samfylkingarinnar
á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þykir
nánast jafnósýnileg og kollegi hennar Geir
H. Haarde. En þessi möguleiki, að Össur geti
farið yfirtil íhaldsins, er síst talinn veikja stöðu
hans í Samfylkingunni. f komandi prófkjöri
flokksins ( Reykjavík muni enginn keppa við
hann um sæti af ótta við að stuða hann frekar.
Wæstu daga mun sjálfsagt deila um
hver sé hin stóra niðurstaða kosn-
inganna. Stjórnmálafræðingurinn
og eðalkratinn Ólafur Þ. Harðarson benti
á það á kosninganótt, að talið um tvo turna í
íslenskri pólitík ætti ekki við
rök að styðjast. Samfylkingin
gæti ekki lengur haldið því
fram að hún keppi við Sjálf-
stæðisflokkinn að stærð og
tilraun hennartil aðreynaað
fá vinstri menn annarra flokka til liðs við Sam-
fylkinguna sem eina mótvægið við Sjálfstæðis-
flokkinn hefði misheppnast.