blaðið - 29.05.2006, Qupperneq 15
blaðið MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006
SKOÐUN I 15
Úrslitsveitarstjórn-
arkosninga 2006
Samfylkinqin Samanburður á fylgi 2002-2006 2002 atkvæði 2006 atkvæði mismunur breyting
Kópavogur 3821 4647 826 21,6%
Hafnarfjörður 5550 6418 868 15,6%
Akureyri 1225 2190 965 78,8%
Árborg 1412 1093 -319 -22,6%
Akranes 956 821 -135 -14,1%
Skagafjörður 225 392 167 74,2%
Grindavík 481 500 19 4,0%
Húnaþing vestra 127 150 23 18,1%
Alls 13797 16211 2414 17,5%
Eftir Skúla Helgason
Samfylkingin
bætir fylgi sitt
verulega í stærstu
sveitarfélögum
landsins og vinnur
mikla sigra í Hafn-
arfirði, Kópavogi
og á Akureyri. I
Reykjavík vinnur
Samfylkingin fjóra
borgarfulltrúa í sínum fyrstu kosn-
ingum í höfuðborginni.
Samfylkingin eykur fylgi sitt um
17.5% í þeim sveitarfélögum þar sem
flokkurinn bauð fram í eigin nafni
bæði nú og fyrir fjórum árum. Sam-
fylkingin bauð fram í fyrsta sinn á
5 stöðum á landinu og vann góða
sigra í Sandgerði þar sem flokkur-
inn fékk mest fylgi allra flokka, í
Mosfellsbæ, nýja sveitarfélaginu í
Þingeyjarsýslum og á Hornafirði.
f Eyjafjarðarsveit vantaði aðeins
6 atkvæði til að Samfylkingin næði
inn manni.
Víða unnust góðir sigrar í sam-
eiginlegum framboðum, einkum
á Dalvík, Álftanesi, í Garði og
Borgarbyggð.
Hins vegar gekk miður vel þar
sem Samfylkingin bauð fram með
Framsóknarflokknum s.s. í Hvera-
gerði, Reykjanesbæ, Garðabæ og
Seltjarnarnesi.
Samfylkingin tapaði fylgi á
tveimur stöðum þ.e. á Akranesi,
þar sem fyrrum þingmaður flokks-
ins var bæjarstjóraefni Sjálfstæð-
ismanna og í Árborg, þar sem við-
búið var að erfitt yrði að halda því
mikla fylgi sem vannst í síðustu
kosningum.
í Reykjavík fengu framboð aðild-
arflokka R-lista samtals 47.07% eða
rúmlega 4% meira en Sjálfstæðis-
flokkurinn sem fékk 42,87%.
Sjálfstæðisflokknum mistókst
fjórðu kosningarnar í röð að ná
meirihluta í borgarstjórn Reykja-
víkur. f síðustu kosningum beið
hann afhroð og það voru verstu
kosningaúrslit í sögu flokksins í
Reykjavík. Núna bætir hann aðeins
við sig 300 atkvæðum frá 2002.
Þessar kosningar sýna að það
hefur orðið varanleg breyting á
hinum pófitíska landslagi í Reykja-
vík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
minnkað verulega, er orðinn 40%
flokkur í stað þess að vera 50-60%
flokkur. Þetta er m.a. árangur
Reykjavíkurlistans.
Skýrustu skilaboð kosninganna
í Reykjavík eru að kjósendur hafna
hreinum meirihluta Sjálfstæð-
ismanna. Samfylkingin er hins
vegar í sókn og úrslitin eru byr í
seglin fyrir komandi baráttu um
landsstjórnina.
Meðfylgjandi er tafla sem sýnir
samanburð á kosningaúrslitunum
2002 og 2006 í þeim sveitarfélögum
þar sem Samfylkingin bauð fram í
eigin nafni þá og nú.
Skúli Helgason
Höfundur erframkvœmdastjóri
Samfylkingarinnar.