blaðið - 29.05.2006, Síða 19
blaðiö MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006
MATURI 27
Prótein œttu að vera hluti af daglegri neyslu
Prótein eru afar mikilvæg bygg-
ingarefni líkamans. Hvort prótein
örva vöxt nagla eða lina sára vöðva
er háð því hverskonar prótein um
ræðir. Prótein eru samsett úr am-
inósýrum sem mynda mismun-
andi keðjur. Sumar amínórsýrur
myndast í líkamanum en aðrar
fáum við úr mataræðinu. Jafnvel
þó öll dýr og plöntur innihaldi
einhverskonar prótein eru þau mis-
munandi að gerð. Þau sem mikil-
vægust eru mataræði manna finn-
ast í kjöti, fiski og eggjum. Önnur
prótein eins og þau sem finnast í
hnetum og fræjum eru ekki eins
hlaðin aminósýrum. Grænmeti-
sætur geta þó fengið næg prótein
í mataræði sínu ef rétt er raðað í
Matur í bœjar-
stjórnarmálin
Ken Livingston, borgarstjóri Lund-
úna, hefur í hyggju að kosta 3.87
milljónum punda á næstu þremur
árum til þess að veitingasölumenn
leggi áherslu á að selja matvæli sem
ræktuð eru í nánasta umhverfi borg-
arinnar. Þessi ráðahagur er hluti af
Mataráætlun Lundúna sem einnig
felur í sér að auka heilsunæmi
matar, að draga úr neikvæðum um-
hverfisáhrifum ræktunar matar og
að að draga úr sóun.
Um 25% viðskipta í Lundúnum
snúast um mat og drykk og þriðj-
ungur allra eyðslu telst einnig til
þessara nauðsynja. 1 Lundúnum eru
um 12.000 matsölustaðir, helmingru
allra matsölustaða Bretlands, og þar
er að finna afbrigði 60 ólíkra matar-
hefða víðsvegar að úr heiminum.
Þingmenn
mótmœla
McDonalds
McDonalds keðjan hefur í hyggju að
framleiða Heimsmeistaraborgara í
tilefni að heimsmeistarakeppninni
í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi í
sumar. Margir hafa orðið til að lýsa
áhyggjum að þessum áætlunum
McDonalds en borgarinn á að vera
um 40% stærri en BigMac borgari.
Likt og vanalega mun keðjan eyða
umtalsverðum upphæðum í aug-
lýsingar á þessari nýju vörulínu og
hafa breskir þingmenn til að mynda
varað við því að auglýsingar þessar
muni hafa mest áhrif á yngstu kyn-
slóðina. Um tuttugu þingmenn úr
öllum bresku flokkunum hafa sam-
einast um að þrýsta á keðjuna að
hætta við þessar áætlanir sínar og
leggja fremur áherslu á hollari vöru-
línur sínar.
Farðu alla leið ! 1X110110 lífsins með
heilbriyðum lífsstíl
máltíðir dagsins. Sumar plöntuteg-
undir innihalda aminósýrur sem
aðrar plöntur hafa lítið af og
með réttri samsetningu má ná
saman öllum helstu gerðunum.
í reynd er mikilvægast fyrir
grænmetisætur að borða sem
fjölbreyttast yfir daginn.
Næringarfræðingar mæla með
því að próteinrík fæða nemi um 10-
15% allrar daglegrar neyslu. Karl-
menn þurfa samkvæmt þessu 55.5
g af próteinum daglega og konur
45 g. Mikilvægi þess að neyta pró-
teina daglega verður ekki ýkt því
líkaminn getur ekki komið sér
upp próteinforða og er því háður
daglegri neyslu þeirra.
Vissirþú að...
Egg innihalda allar þessar mikil-
vægu amínósýrur sem eru líkam-
anum svo nauðsynlegar. Egg eru
því hin fullkomna uppsretta pró-
teina. Maður þyrfti þó að borða
e i n átta egg dag-
lega til að uppfylla próteinþörf lík-
amans. Það er því mun skynsam-
legra að blanda saman alls kyns
ólíkum fæðutegundum til að ná í
nauðsynleg pró-
tein. Fiskneysla
ætti að vera ofarlega
álista.