blaðið - 04.07.2006, Side 1
IVIexíkanskir
pizzaofnar
í garðinn
Nom (í/> <<//>«/•<'' /
(0(0(0./iO/Ut. ('Y
UBRÚÐKAUP
Mey skal að
morgni
lofa
| SÍÐA 17
■ HEILSA
Léttar sígarettur
ekki hollar
Frjálst,
óháð &
ókeypis!
149. tölublaó 2. árgangur
þriðjudagur
4. júlí 2006
Slys á Vesturlandsvegi
Harður árekstur átti sér stað á Vesturlandsveginum, rétt við afleggjarann inn í Grafarholtshverfið, igærkvöldi rétt fyrir klukkan sjö. Jeppi ogfólksbill rákust ílla saman. Þrennt var
flutt á Landspítala - Háskólasjúkrahúsið f FosSvogi en ekki fengust nánari fregnir um liðan þeirra áður en blaðið fór i prent.
Einkavæðingaráform
í orkugeiranum galin
Stjórnarandstaðan telur hugmyndir um einkavæðingu orkugeirans
einkar varhugaverða en útilokar ekki einkavæðingu hluta hans.
Eftir Andrés Magnússon
Orbylgjuhit-
aður matur
skaðlegur
Þrátt fyrir niðurstöður nokkurra
rannsókna gefi til kynna ríka
ástæðu til að ætla að matur
sem hitaður hefur verið í ör-
bylgjuofni geti haft margvísleg
skaðleg áhrif á heilsu eru frekari
rannsóknir á örbylgjuhituðum
mat ekki fyrirhugaðar. Almennt
vara næringafræðingar ekki við
því að fólk neyti slíks matar og
á vísindavef HÍ eru upplýsingar
um að örbylgjuhitaður matur
sé ekki hættulegur. Niðurstöður
svissneskrar rannsóknar benda
þótil hins gagnstæða en breyt-
ingar á blóði fólks sem neytti ör-
bylgjuhitaðs matar sýndu m.a.
lækkun blóðrauða, aukningu
hvítra blóðkorna og aukningu
kólesteróls, jafnvel eftir neyslu
kólesteról-frírrar fæðu eins og
grænmeti.
| SÍÐA25
f
Stjórnarandstaðan hefur margvís-
legar efasemdir um þær hugmyndir
sem Illugi Gunnarsson, varafor-
maður stjórnar Landsvirkjunar,
hefur sett fram um uppkaup ríkis-
ins á hlutum Reykjavíkurborgar
og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun
og einkavæðingu fyrirtækisins í
framhaldinu.
„Einkavæðingaráform stjórnar-
flokkanna í orkugeiranum eru al-
gerlega galin,“ segir Helgi Hjörvar,
stjórnarmaður í Landsvirkjun og
þingmaður Samfylkingarinnar.
,Þau hafa snúist um svo víðtæka
sameiningu á orkumarkaði að allt
að 8o% orkuframleiðslunnar yrðu á
einni hendi og síðan einkavætt. Ef
eitthvað er verra en ríkiseinokun er
það einkavædd einokun og það er
það sem stjórnarherrarnir vilja."
Á hinn bóginn telur Helgi ekki
óeðlilegt að huga að einkavæðingu
á tilteknum þáttum raforkufram-
leiðslu og nefnir t.d. orkubeislun til
stóriðju. „En mér finnst til dæmis
slæm hugmynd að einkavæða Lands-
net, dreifikerfi raforkunnar, og hélt
að menn myndu læra af reynslunni
af einkavæðingu Símans.“
Helga finnst ekki óeðlilegt að 111-
ugi setji fram hugmyndir af þessu
tagi, enda séu þær í takt við stefnu
Sjálfstæðisflokksins, „En öðrum
þræði eru þær auðvitað settar fram
til þess að beina ljósinu frá þeirri
pínlegu staðreynd að stjórnendur
Landsvirkjunar vilja ekki fyrir
nokkra muni upplýsa almenning
um orkuverðið eftir að forsvars-
maður Alcoa talaði af sér um að
það væri helmingi lægra hér en í
Brasilíu.“
Helgi taldi á hinn bóginn að hug-
myndir Illuga um verðtryggingu á
eignarhluta sveitarfélaganna kynnu
að greiða fyrir samninga um upp-
kaup ríkisins á þeim.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
vinstrigrænna, telur ágætt að 111-
ugi hafi skýrt mál sitt með þessum
hætti en telur niðurstöðurnar frá-
leitar. „Hann telur að einkavæð-
ingin sé einhver lausn á þeim vanda
sem Landsvirkjun stendur frammi
fyrir vegna leyndarinnar um orku-
verð en ímyndar sér einhver að
þagnarmúrarnir rofni við það að
Landsvirkjun fari í einkaeigu?“
Ögmundur telur röksemdafærslu
Illuga mótsagnakennda en tekur
undir að hugmyndir um verðtrygg-
ingu á eignarhlut sveitarfélaganna
kunni að greiða fyrir samningum.
,En það væri þá fróðlegt að vita hvort
þeir kumpánar Björn Ingi Hrafns-
son og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
ætli að senda öllum Reykvíkingum
250.0000 kr. ávísun fyrir eignarhlut
þeirra, eins og Björn Ingi lofaði í
kosningabaráttunni."
Þó ítrekar Ögmundur að það
hafi ekki verið verðið, sem vinstri-
grænir gerðu mestar athugasemdir
við og kveðst út af fyrir sig skilja rök
þeirra, sem telja óeðlilegt að borgin
eigi 1 senn Orkuveituna og tæplega
helming í Landsvirkjun. „En sann-
leikur málsins er sá að við treystum
ekki ríkisstjórninni í þessum
málum. Hún hefur hvorki gætt hags-
muna náttúrunnar né almennings
í þessum efnum. Þeir hagsmunir
verða að vera í fyrirrúmi."
andres.magnusson@bladid.net
7.900-
^ Nú
Númerabirtir
Simaskrá
Ljós í skjá
Nettur og þægilegur þráðlaus
sfmi frá Panasonic
&
Ara ábyrod
i
Vinsselasta^
fartólva*1
ACER 3633WLMi
Intel Celeron M 1.5Ghz örgjörfi
512MB DDR2 vinnsluminni
60GB HDD
ACER 5612WLMÍ
svan)..
SÍÐUMÚLA 37-SÍMI 510 6000
—
SMÁAUGLÝSINGAR
KAUPA
/SELJA
blaöiön
SMAAUGLYSINGARihJBLADID.NET