blaðið - 04.07.2006, Síða 2
2IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaðiö
blaóiö—
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGAOEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Skýrslutöku í
skattamálum
Baugs frestað
Skýrslutökum embættis ríkis-
lögreglustjóra yfir Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni, forstjóra Baugs,
vegna meintra skattalagabrota
hefur verið frestað að sinni.
Fram hafði komið í fjölmiðlum
að skýrslutakan ætti að fara
fram í gær, en Hjálmar Blöndal,
aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs,
kvað svo ekki vera. Sagði hann
unnið að því að ákveða tíma
til skýrslutökunnar en að ekk-
ert hefði verið fastsett í þeim
efnum.
Af málum Baugs, sem nú eru
rekin fyrir dómstólum, er það
að frétta að Sigurður Tómas
Magnússon, settur saksóknari
í Baugsmálinu, upplýsti í gær
að frávísun héraðsdóms frá
því á föstudag hefði verið kærð
til Hæstaréttar. Um er að ræða
einn ákærulið af nítján, þann
umfangsmesta.
Sex þurrir
dagaríjúní
Aðeins sex alþurrir dagar voru í
Reykjavík í júní samkvæmt visi.
is. Mikil rigning hefur verið á
höfuðborgarsvæðinu í sumar og
einnig skýjað. Veðrið hefur verið
mun betra á Norður- og Austur-
landi. Úrkoman í höfuðborginni
mældist tæplega 6o millimetrar
í júní en meðaltalið eru fimmtíu
millimetrar. Tuttugu og þrjú ár
eru síðan færri alþurrir dagar
voru í júní en þá voru þeir fimm
talsins. Úrkoman var þó mun
meiri árið 2003 eða 90 milli-
metrar. Á Akureyri hefur úr-
koman verið rétt um þriðjungur
af meðalúrkomu júnímánaðar.
Mynd/Ásdis
Sumarvinnan
Þessi unga kona er ein af þeim sem tryggir aö Reykjavíkurborg skarti sínu fegursta yfir sumartimann. Hún virðist hinsvegar ekki vera
neitt sérstaklega hrifin af þeim hijóm sem borgin og náttúran bjóða uppá og hafði þvf Mp3 spilara sér til halds, trausts og afþreyingar.
Spá vaxta-
hækkun
Seðlabankinn mun hækka stýri-
vexti sína um 0,50-0,75% á fimmtu-
daginn, gangi spá Greiningardeildar
Glitnis eftir.
„Bankinn mun þar með vera kom-
inn með stýrivexti sína upp í 12,75-
13,0% en svo hátt hefur bankinn
ekki farið með vexti sína í yfir ára-
tug. Með aðgerð sinni bregst bank-
inn við vaxandi verðbólgu en án
aðgerða reynist hún sennilega yfir
2,5% verðbólgumarkmiði bankans
fram yfir næsta ár,“ segir í Morgun-
korni Glitnis.
Dæmdur fyrir
ölvunarakstur
Karlmaður var dæmdur í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra í gær til
þess að greiða 180 þúsund krónur
í sekt fyrir að aka ölvaður og nytja-
stuld í apríl á þessu ári. Maðurinn
var jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjú
ár og situr í 14 daga fangelsi ef hann
borgar ekki sektina innan fjögurra
vikna.
Maðurinn ók bifreið frá sumarhúsi
við býlið Fögruvík í Hörgárbyggð og
ætlaði til Ólafsíjarðar. Okuferðinni
lauk hins vegar þegar hann velti bif-
reiðinni við býlið Brávelli á leið sinni.
Gagnrýnir fyrirkomulag
greiðslna til langveikra barna
Faðir langveiks barns spyr hvort meiri ástæða sé til að borga mönnum hundruð þúsunda
í fæðingarorlofi heldur en að borga foreldrum sem hlúa að deyiandi barni
EftirVal Grettisson
Um mánaðarmótin síðustu tóku
gildi lög sem tryggja foreldrum lang-
veikra barna tekjur í allt að níu mán-
uði. Hingað til hefur sá möguleiki
ekki verið til staðar.
Ragna K. Marínósdóttir fram-
kvæmdastjóri Umhyggju, sem
vinnur að bættum hag sjúkra barna
og fjölskyldna þeirra, segir frum-
varpið ganga of skammt og að marga
vankanta sé að finna á því.
„Sá hópur sem aldrei kemst út á
vinnumarkaðinn gleymist algerlega
og þeir njóta ekki góðs af þessu frum-
varpi,“ segir Ragna. Hún bendir á að
skilyrði fyrir að foreldrar njóti góðs
af styrkinum séu m.a. að þeir hafi
verið á vinnumarkaði og geti lagt
inn fullnægjandi vottorð um að þeir
hafi orðið fyrir tekjumissi vegna
umönnun barnsins. Áð sögn Rögnu
er aftur á móti hópur foreldra sem
aldrei kemst á vinnumarkaðinn
vegna veikinda barna sinna og því
eiga þau ekki rétt á aðstoðinni.
„Við fögnum því samt að fyrsta
skrefið hafi verið stigið," segir
Ragna en bætir við að henni finn-
ist ekki nógu langt gengið í nýsam-
þykktu frumvarpi. Hún bendir á að
í nágrannalöndum Islands sé kerfið
mun hagstæðara og aðstoðin betri.
Samkvæmt frumvarpinu tekur það
þrjú ár fyrir foreldra Iangveikra
barna að vinna upp þriggja mánaða
rétt til þess að fá bæturnar. Ragna
segir það vera fullhæga þróun og
bendir jafnframt á að styrkurinn
nemi 93 þúsund krónum sem sé til
að mynda mun lægri upphæð en ný-
samþykktar atvinnuleysisbætur.
Sorgieg staða
Einn af þeim sem gagnrýnir hið
nýja fyrirkomulag er faðir langs-
veiks barns, Falur Þorkelson. Hann
hefur ekki verið á vinnumarkaði
að ráði í heilt ár og einnig hefur
eiginkona hans verið frá vinnu
síðastliðin þrjú ár. Sonur þeirra er
með heilahrörnun og er mikið fatl-
aður líkamlega og andlega. Þau fá
enga aðstoð í kjölfar nýsamþykkts
frumvarps sökum þar sem þau geta
ekki sýnt fram á að hafa orðið fyrir
tekiumissi.
„Eg er heppinn að hafa geta selt
eign sem við getum lifað af,“ segir
Falur. Hann bætir við að það sé sorg-
leg staða að eina leiðin fyrir foreldra
sem eiga svo veikt barn sé að grípa
til slíks úrræðis til að eiga fyrir
þeim kostnaði sem fylgir því að sjá
um veikt barn sitt.
Falur segir að hann reyni að fara
út á vinnumarkaðinn þegar dreng-
urinn er í góðu ásigkomulagi. Hins
vegar vari það stutt og stundum er
ekki gefið að vinnumarkaðurinn
hafi þörf fyrir krafta hans þegar
slíkar aðstæður koma upp.
Ótrúlegt álag
„Mér finnst það vera samfélagsleg
spurning hvort fólki finnist meiri
ástæða til þess að borga tekjuháum
mönnum 600 þúsund krónur fyrir
að tengjast barni sínu í feðraorlofi
heldur en að borga foreldrum sem
hlúa að deyjandi barni,“ segir Falur
en heildartekjur sem foreldrar geta
fengið í kjölfar lagabreytingarinnar
verður um hálf milljón króna sem
dreifter yfirþrjúár.
Sonur Fals og eiginkonu hans er
annað barn þeirra sem fæðist veikt
en þau misstu barn fyrir átta árum
sem var haldið sama sjúkdómi. Falur
segir að foreldrar svona langveikra
barna séu langþreytt enda ekki
búin að hvílast almennilega jafnvel
í marga mánuði. Því sé orkan lítil
sem er eftir til þess að berjast einnig
fyrir bættum réttindum þeirra sem
reyna að sjá um deyjandi eða veikt
barn.
„Álagið sem er á fjölskyldum lang-
veikra barna er ótrúlegt,“ segir Falur
og vonast eftir skilvirkari aðstoð í
framtíðinni.
valur@bladid.net
Kisi, kis!
Starfsmaður í dýragarðinum í Amman í Jórdaníu notaði tækifærið til að halda á þess-
um Ijónsunga í gær enda er þess ekki langt að bíða að óráðlegt verður að klappa
þessum kisa.
0 Heiðskirt léttskýjaðÁjL Skýjað
Alskýjað
Rigning, litilsháttai
ir^^Rioning^?»Súld Sniðkoma^fe-:. Slydda Snióél &^Skúr
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
Paris
Stokkhólmur
Vin
Þórshöfn
22
29
28
26
21
17
29
20
27
23
24
29
30
31
20
24
25
24
30
28
27
12
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands