blaðið - 04.07.2006, Page 6

blaðið - 04.07.2006, Page 6
6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaöíö Mynd/Jónas Erlendsson Þegar farið er um ísland er ekki algengt að sjá einhvern brima ölduhrygginn, en það var þó hægt að sjá í Vík í Mýrdal um helgina. Tugir íslendinga stunda brimbretti við íslandsstrendur Brimbrettahópur sem ber nafnið „2 20“ tók sig til um helgina og fór á brimbretti í Vík í Mýrdal. Enn- fremur stóð hópurinn fyrir tón- leikum í samstarfi við æskulýðs- og tómstundarfulltrúa Mýrdalshrepps. Egill Örn Bjarnason, talsmaður hópsins segir að brimbrettaiðkun á íslandi sé mjög lítil eins og stendur. Hann segir að það séu ekki nema um 30-40 aðilar á Islandi sem stundi brimbretti en vonast þó til að það fari að breytast. „Það eru mjög góðar strendur á íslandi fyrir brimbretti," segir Egill en hingað til hafa menn frekar reynt að forðast íslenska hafið heldur en að leika sér í því. Hann segir að besta ströndin fyrir brimbretti á Islandi sé í Þor- lákshöfn en umhverfið í Vík í Mýr- dal hafi verið óviðjafnanlegt. „Maður hefur ofkælst" Aðspurður um hvort sjórinn við Island sé ekki of kaldur fyrir brim- brettaiðkun segir Egill að svo sé ekki. Sjórinn sé vissulega kaldur en brimbrettakapparnir séu vel útbúnir og geta verið allt upp í 2-3 tíma í sjónum í senn. „Maður hefur reyndar ofkælt sig,“ segir hann en bætir við að það hafi verið þegar talsvert skorti upp á nauðsynlegan búnað. Egill segir brimbrettaiðkunina ekki hættulega og að sárasjaldan slasi menn sig. Oft- ast munu það vera litlir steinar sem valdi skrámum, sem og þegar brettið rekst í þann sem á því ferðast. Hafnarfjörður vagga brettaiðkunar? Á brimbrettahátíð helgarinnar léku hljómsveitirnar Noise, Ot exit og Herra Möller fyrir dansi, milli þess sem menn spreyttu sig á brimbrett- unum. Egill segir að mótið, sem stóð frá föstudegi til sunnudags, hafi farið mjög vel fram en um 150 manns sóttu þessa óhefðbundnu há- tíð. Hann segir að tónleikarnir hafi verið vel heppnaðir og aðstandendur mótsins séu mjög þakklátir fyrir stuðning bæjaryfirvalda í Mýrdals- hreppi. Eins og áður sagði er það hópur sem kallar sig „2 20“ sem stóð að baki herlegheitunum. „Hópurinn samanstendur af Hafn- firðingum sem hafa gaman af því að leika sér á hvers kyns brettum, hvort sem það eru snjó- eða brim- bretti,“ segir Egill og bætir við að Hafnarfjörður sé vagga brettaiðk- unar á íslandi dag. „Ég fæ hins vegar örugglega fullt af símtölum eftir greinina þar sem fólk segir mér að vagga brimbrettanna sé alls ekki í Hafnarfirði,“ segir Egill hlæjandi að lokum. LSumum er sama hvað bíllinn kostar" Bílaleigur finna fyrir aukinni eftirspurn eftir lúxusbílum. Eftir- spurnin er bæði frá vel stæðum íslendingum og útlendingum sem spyrja ekki um verð. ;0E 64831 Eftir Atla Isleifsson Bílaleigur hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir lúxusbílum að und- anförnu. „Við höfum tekið eftir því á síðustu árum og höfum brugðist við með því að bæta bílum í flór- una. Það er þó ekki mjög stór mark- aður fyrir þessu eins og er. Þetta er í raun svolítil tilraun hjá okkur. Við vonumst þó til að eftirspurnin aukist enn frekar með auknu fram- boði,“ segir Bergþór Karlsson, fram- kvæmdastjóri Hölds í Reykjavík. Til að mæta aukinni eftirspurn í þessum flokki hefur Höldur keypt til landsins bæði Mercedes-Benz fólksbíla og jeppa, auk annarra lúxusbíla. „Við erum til að mynda með fjóra Hummer-jeppa í bílaflota okkar. Vinsælt hefur verið að taka slíka bíla á leigu. Tilefni þess að fólk taki Hummer-jeppa á leigu geta verið margvísleg, svo sem giftingar og fleira,“ segir Bergþór. fslendingar ríkari Að sögn Bergþórs eru þeir viðskipta- vinir bílaleigunnar sem biðja um lúxusbíla, fyrst og fremst íslensk og erlend fyrirtæki. „Almennir ferða- menn hafa þó einnig kallað eftir þessum bílum yfir sumartímann. Við höfum orðið vör við að fslend- ingar hafa orðið ríkari. Margir nota þó svona bíla örsjaldan á ári. Því er vinsælt að leita til bílaleigna þegar viðkomandi þarf á slíkum bíl að halda. Við verðum þvi að eiga þá til.“ Höldur hefur nú yfir að ráða um tuttugu Mercedes-Benz fólksbíla. „Við erum með allt frá A-Class sem er minnsti bíllinn upp í mjög vel búna ML-320 jeppa. Einnig erum við með Audi A6 og fleiri tegundir,“ segir Bergþór. Ýmis sérverkefni Hjálmar Pétursson, framkvæmda- stjóri Avis á fslandi, tekur undir orð Bergþórs. „Við höfum líka fundið fyrir aukinni eftirspurn. Það er alltaf eitthvað um að beðið er um lúxusbíla. Það eru helst erlendir ferðamenn sem eru að biðja um slíka bíla hjá okkur.“ Bílaleigan Avis leigir aðallega út lúxusjeppa til þeirra viðskiptavina sem biðja um lúxusbíla á leigu. Hjálmar segir bílaleiguna Avis vera með LandCruiser 100, BMW X5 og fleiri bíla. „Kvikmyndafyrirtækin sem koma hingað til lands notast mikið við svona bíla. Eins þarf að út- vega erlendum hljómsveitum góða bíla þegar þær koma til landsins." Hjálmar segir að á hverju sumri sé eitthvað beðið um lúxusbíla. „Menn- irnir sem koma hingað á einkaþot- unum sínum vilja flotta jeppa þegar þeir ætla að keyra um landið. Þeim er alveg sama hvað bíllinn kostar, svo fremi sem bílarnir séu með allar græjur,“ segir Hjálmar. atlii@bladid.net Stöðvuð á of mikl- um hraða mbl.is | Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum hefur sent frá sér skýrslu vegna flugslyss Air Atlanta frakt- þotu í nóvember 2004, þar sem sprakk á vélinni og hún fór út af flugbraut. Þar segir að orsök slyss- ins hafi verið að vélin hafi verið stöðvuð á of miklum hraða eftir að sprakk á henni, en flugturn til- kynnti flugmönnum um að hvellur hefði heyrst og að það ryki hægra megin úr vélinni. Vélin nam staðar á enda gagn- stæðrar flugbrautar og skemmdist þó nokkuð. I skýrslunni segir að orsök slyssins sé of mikill hraði við flugtak, þegar hún var komin yfir svokallaðan Vi hraða, þannig að ekki var nógu stór hluti flugbrautar upp á að hlaupa til að stöðva vélina. Flugstjórinn hélt að flugturn hefði kallað til sín að eldur væri í vélinni en í raun var en í raun var tilkynnt um hvell og reyk. Enginn meiddist um borð. Horft yfir höfnina Blaómikkl Þessir herramenn sátu viö Reykjavíkurhöfn á dögunum og horföu til hafs. Hvort þeir hafi látið sig dreyma um fjarlægar hafnir og villt- ar meyjar skal hins vegar ósagt látiö. Fíkniefna- átak á Ak- ureyri Lögreglan á Akureyri hefur verið með sérstakt átak í fíkniefna- málum í bænum síðan í maímán- uði. Samkvæmt lögreglunni hefur 41 fíkniefnamál komið upp en á sama tíma í fyrra voru þau 5. Síðan frá áramótum hafa 74 fíkniefna- málið komið til kasta lögreglunnar á Akureyri en á sama tima fyrir ári voru þau 39 og má rekja aukn- inguna nær eingöngu til átaksins í maí og júní. Átakið fólst fyrst og fremst í því að setja annan lögreglumann í fullt starf við að sinna fíkniefna- málum en fyrir sinnti einn lög- reglumaður þessum málaflokki. Skoðun lögreglumanna á Akureyri hefur verið sú að lengi hafi verið þörf á öðrum lögreglumanni til þess að sinna þessum málaflokki ásamt lögreglumanni með fíkni- efnaleitarhund. Árangurinn sýnir að ekki er vanþörf á svipuðu fyrir- komulagi allt árið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.