blaðið - 04.07.2006, Síða 7
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006
FRÉTTIR I 1
Lýst eftir vitn-
um að um-
ferðaróhappi
Fimmtudaginn 22. júní sl. um
klukkan 18:06 varð umferðar-
óhapp, slys, í hringtorgi við
Reykjanesbraut/Lækjargötu í
Hafnarfirði. Mun óhappið hafa
orðið með þeim hætti að hóp-
bifreið lenti þar utan í hjólreiða-
manni sem við það féll í götuna
og drógst með bifreiðinni nokk-
urn spöl. Þeir vegfarendur sem
kunna að hafa orðið vitni að
óhappi þessu eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband
við lögreglu í síma 525 3300.
Verð innan eði-
legra marka
Gjöld fyrir alþjónustu í fjar-
skiptum hér á landi eru innan
eðlilegra marka. Þetta er niður-
staða verðkönnunar Póst- og
fjarskiptastofnunar. „I alþjóð-
legum verðsamanburði Teligen
á árlegum kostnaði fyrir meðal-
notkun á heimilissíma innan
OECD landa er ísland með
þriðja lægsta kostnað á eftir
Kanada og Bandaríkjunum. Ef
tekið er mið af meðalnotkun
heimilissíma á Norðurlönd-
unum er ódýrast hér á landi
að nota heimilissíma," segir í
fréttatilkynningu á heimasíðu
Póst- og fjarskiptastofnunar
sem þar birtist í gær. Gjaldskrá
fyrir almenningssíma og sím-
töl í upplýsingaþjónustuna 118
standast einnig alþjóðlegan
samanburð og er ódýrari en í
flestum viðmiðunarríkjunum.
Kim Jong II, leiðtogi Norður-Kóreu-
manna.
Hóta kjarn-
orkustríði
Norður-kóresk stjórnvöld hóta
að svara árásum, sem Banda-
ríkjamenn kunna að gera á
kjarnorkuver þeirra og eld-
flaugaverksmiðjur, með kjarn-
orkustríði. Þetta kom fram
i rikisfjölmiðlum landsins í
gær. Mikil spenna ríkir á milli
Norður-Kóreumanna og ann-
arra ríkja sökum þess að stjórn-
völd í landinu hafa gert sig
líkleg til að skjóta langdrægri
eldflaug, afgerðinni Taepodong-
2, á loft í tilraunaskyni. Talið er
að slík eldflaug geti dregið til
vesturstrandar Bandaríkjanna
og borið kjarnahleðslu.
Fram kom hjá norður-kór-
esku fréttastofunni að Banda-
ríkjamenn hafi aukið hernað-
aruppbyggingu í grennd við
landið og aukið tíðni njósna-
fluga frá Suður-Kóreu. Fram
kom í fréttinni að norður-kór-
eski herinn væri reiðubúinn
til þess að svara árásum Banda-
ríkjamanna og myndi grípa til
kjarnavopna til þess að verjast
þeim.
Óstööugleiki á fjármálamörkuð-
um ógnar tyrneska hagkerfinu
Þrátt fyrir fall lírunar er ekki búist við sambærilegri kreppu og reið yfir árið árið 2001.
Stjórnmálahorfur ráða miklu um ákvarðanir fjárfesta.
Eftir Örn Arnarson
Undanfarna mánuði hafa alþjóð-
legir fjárfestar í vaxandi mæli verið
að selja eignir sínar í hagkerfum
svokallaðra nýmarkaða (e. emerg-
ing markets) sökum óvissu um horf-
urnar á fjármálamörkuðum. Hækk-
andi vextir í Bandaríkjunum og á
Evrusvæðinu ásamt ótryggu ástandi
í alþjóðamálum og háu heimsmark-
aðsverði á olíu hafa gert það að
verkum að alþjóðlegir fjárfestar hafa
dregið úr fjárfestingum sínum á ný-
mörkuðum og fært eignasöfn sín í
ríkara mæli í traustari myntir eins
og dollara, evrur og pund. Áhrif
þessarar þróunar gætir víða þrátt
fyrir að aðstæður í einstaka löndum
séu ólíkar.
Undanfarna tvo mánuði hefur
tyrkneska líran fallið um fimmtung
gegn dollara og verðbólga í landinu
mælist nú um tíu prósent. Seðla-
banki Tyrklands hækkaði vexti
þrisvar sinnum í síðasta mánuði til
þess að draga úr falli lírunnar. Ótt-
ast er að haldi líran áfram að falla
muni það leiða til alvarlegrar fjár-
málakreppu sem myndi draga veru-
lega úr annars stöðugum hagvexti í
landinu.
Stjórnmálaástandið
veldur áhyggjum
Sökum þróunar á fjármálamörk-
uðum undanfarna mánuði er mikið
horft til ástands á nýmörkuðuðum
eins og í Tyrklandi enda hafa skyndi-
legar breytingar á innstreymi fjár-
magns frá alþjóðlegum fjárfestum
oft valdið kreppum sem hafa breiðst
út til annarra sambærilegra hagkerfa.
En þrátt fyrir að ýmsar hagtölur í
Tyrklandi benda til undirliggjandi
vandamála er það fyrst og fremst
stjórnmálaástandið sem veldur
áhyggjum.
Þrátt fyrir ástandið í dag er ekki ótt-
ast að fjármálakreppa í líkingu við þá
sem reið yfir Tyrkland árið 2001 geti
skollið á. Kreppan 2001 var afleið-
ing áralangrar óstjórnar og í henni
hrundi bókstaflega bankakerfi og
hagkerfi landsins. Þjóðarframleiðsla
féll um 10% á einu ári og atvinnuleysi
jókst gríðarlega. Ríkisstjórn lands-
ins neyddist til þess að láta líruna
fljóta gegn öðrum gjaldmiðlum og
tileinkaði sér aðhaldsamari stjórn
ríkisfjármála í samstarfi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (IMF). Dagblaðið
International Herald Tribune hefur
eftir Gavi Ercel, sem var í stjórn tyrk-
neska seðlabankans frá árinu 1996 til
2001, að litlar líkur séu að fjármála-
kreppa nú gæti haft álíka afleiðingar
og sú sem reið yfir í byrjun aldarinnar.
Síðan þá hafa verið gerðar miklar um-
bætur á fjármála- og bakakerfi lands-
ins og er það þvf betur í stakk búið til
að takast á við sveiflur en áður var.
Kosningar framundan
Fall lírunnar er engu að síður mikið
áhyggjuefni. Á sama tíma og hag-
vöxtur mælist um 6.4% eru skuldir
ríkisins miklar og óhagstæður vöru-
skiptajöfnuður fer vaxandi. Tyrk-
neska hagkerfið reiðir sig í miklum
mæli á skammtímafjármögnum frá
alþjóðlegum fjárfestum og teikn eru
á lofti að erfiðara verði á komandi
misserum að tryggja slíkt fjármagn.
Getan til slíks mun ekki síst ráðast
af því hvernig stjórnmálaástandið
þróast. Forseta- og þingkosningar
eru framundan og merki eru um
að spenna fari vaxandi. Þar takast
á hin hefðbundna valdastétt í land-
inu, sem hefur ávallt lagt áherslu á
að Tyrkir halli sér til vesturs, annars-
vegar og hinsvegar stjórnarflokkur
landsins, Réttlætis- og þróunarflokk-
urinn, sem er leiddur af Recep Tayyip
Erdogan forsætisráðherra. Réttlætis-
og þróunarflokkurinn á rætur sínar
að rekja til íslam en neitar því að
hann vilji afnema veraldlega stjórn-
kerfið í Tyrklandi. Talið er líklegt að
Erdogan hyggist bjóði sig fram til for-
seta og andstæðingar hans óttast að
það muni auka áhrif trúarbragða á
stjórn landsins.
Dæmi um þessa spennu mátti
greina fyrr á þessa ári þegar hart var
deilt um skipun í stöðu seðlabanka-
stjóra. Forsætisráðherrann tilnefndi
mann sem er sérfróður um tengsl
fjárfestinga og íslam en forsetinn
beitti neitunarvaldi til að koma í veg
fyrir að sá tæki við embættinu. í aprfl
náðust sættir um að skipa Durmuz
Yilmas í stöðuna en hann er sagður
hafa meiri áhuga á stöðugu verði á
mörkuðum en kóraninum.
Ljóst er að fjárfestar munu fylgjast
grannt með gangi mála í Tyrklandi
á komandi misserum. Þar munu
þeir væntanlega þurfa að taka tillit
til annarra þátta en þeirra er birtast
í hagtölum þegar þeir vega og meta
kosti fjárfestinga á landinu. Ljóst
þykir að þeir muni fyrst og fremst
þurfa að horfa á gang mála í aðildar-
viðræðunum við Evrópusambandið.
Þær viðræður eru að mörgu leyti það
sem viðheldur áhuga fjárfesta á land-
inu um þessar mundir.
orn@bladid.net
Palestínskir vígamenn
setja ísraelum úrslitakosti
Þrír hópar palestínskra vígamanna
sem hafa ísraelska hermanninn,
Gilad Shalit, í haldi gáfu ísraelskum
stjórnvöldum frest til aðfaranætur
þriðjudags í gær til að verða við
kröfum þeirra. Hótunin kom frá
hernaðararmi Hamas-samtakanna
og tveim öðrum samtökum.
Vfgamennirnir vilja að ísraelsk
stjórnvöld sleppi um 1500 Palest-
ínumönnum úr fangelsi gegn því
að þeir sleppi hermanninum, sem
Íieir rændu síðustu helgi. Verði
sraelsmenn ekki við kröfu þeirra
segja vígamennirnir að þeir verði
að taka afleiðingunum. Ekki var
útskýrt frekar í hverju þær afleið-
ingar fælust. í kjölfar hótunar-
innar ítrekuðu ísraelsk stjórnvöld
þá afstöðu sína að þau myndu ekki
semja við vígamennina og kröfð-
ust að hermanninum yrði sleppt
án allra skilyrða.
SpennanfervaxandiáGaza-svæð-
inu en Ehud Olmert, forsætisráð-
herra ísraels, er sagður hafa skipað
hernum að grípa til allra nauðsyn-
lega úrræða til þess að frelsa her-
manninn. Israelsk stjórnvöld hafa
Reuters
Daglegt líf á spennutímum: Hjólreiðamaður fer fram hjá israelskum skriðdrekum og jarð-
ýtum við Nismit sem er á landamærum fsraels og Gaza-svæðisins.
lýst því yfir að þau Iíti svo á að rík- muni beina aðgerðum sínum að
isstjórn Hamas-samtakanna beri ríkisstjórn þeirra á meðan hermað-
ábyrgð á mannráninu og að þau urinn er í haldi.
Paui Fenech hefur að öllum líkindum sleg-
ið heimsmet í heimsendingu á pitsum.
Heimsmet í
heimsendingu
Ástralski kvikmyndaleikstjórinn
Paul Fenech setti að öllum líkindunm
nýtt heimsmet í heimsendingu á pit-
sum á dögunum en hann ferðaðist
um 20 þúsund kílómetra til þess að
koma pítsunni á leiðaranda. Fenech
ferðaðist frá Ástralíu til Spánar, þar
sem að hann keypti pítsuna, og fór
með hana þaðan til Nýja-Sjálands þar
sem að hann færði 13 ára dreng, sem
heitir Niko Apostolakis, flatbökuna.
Ferðalagið tók þrjá daga.
Ástæðan fyrir að Fenech fór alla
leið til Spánar til þess að ná í pítsuna
er sú að hann vildi vekja athygli á mál-
efnum krabbameinssjúkra barna en
Niko litli sem fékk hina köldu pitsu
þjáist af sjúkdómnum.
Heimsmetabók Guinness hefur
ekki enn staðfest metið en samkvæmt
bókinni var núverandi heimsmet sett
þegar nokkrir leikarar í áströlsku
sápuóperunni Grannar pöntuðu sér
pitsu sem var send frá Lundúnum.