blaðið - 04.07.2006, Side 8
8IFRÉTTXR
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 MaAÍð
Obrador og Calderon
lýsa báðir yfir sigri
Leiðtogar vinstrimanna og íhaldsmanna í kosningunum í Mexíkó hafa
báðir lýst yfir sigri þrátt fyrir að opinber úrslit liggi ekki fyrir.
Felipe Calderon lýsir yfir sigri í kosningahöfuðstöðvum sínum.
Þrátt fyrir að stjórnvöld í Mexíkó
hafi lýst því yfir að ekki verði
tilkynnt hver er sigurvegari for-
setakosninganna í landinu fyrr en
á miðvikudag hafa bæði Andres
Manuel Lopez Obrador og Felipe
Calderon lýst yfir sigri. Þegar
búið var að telja 8o% atkvæða
hafði íhaldsmaðurinn Calderon
fengið um 37% atkvæða á meðan
vinstrimaðurinn Lopez Obrador
hafði fengið tæp 36% atkvæða.
Þessar tölur eru byggðar á út-
gönguspám en opinber talning at-
kvæða mun hefjast á miðvikudag.
Munu virða opinberar niðurstöður
Báðir frambjóðendurnir hafa lýst
því yfir að þeir muni virða opin-
bera niðurstöðu kosninganna. En
þeir ákváðu hins vegar að bíða ekki
boðanna og lýstu því yfir í kosninga-
höfuðstöðvum sínum að þeir hefðu
borið sigur úr býtum. í kjölfarið þutu
stuðningsmenn þeirra út á götur í
gærmorgun og fögnuðu ákaft. Þrátt
fyrir að útgönguspár gefi til kynna
að Calderon hafi sigrað lýsti Obra-
dor því yfir á fundi með stuðnings-
mönnum sínum að hann hafi sigrað
með um 500 þúsund atkvæða mun.
Eftir að stjórnvöld lýstu því yfir að
ekki yrði tilkynnt um sigurvegara
fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag
breyttist fögnuður stuðningsmanna
Obrador í mótmæli. Fjöldi þeirra
mótmælti í miðborg Mexíkóborgar
og sökuðu embættismenn um að
ætla að standa að kosningasvindli.
Óvissutímabilið sem fylgir í kjöl-
far hnífjafnra kosninga er talið geta
haft alvarlegar afleiðingar á fjár-
málamörkuðum Mexíkó og jafnvel
haft áhrif á lýðræðisþróun í landinu.
Spennan á milli frambjóðandanna
tveggja og stuðningsmanna þeirra
hefur verið mikil undanfarin tvö ár
og kosningabaráttan hefur þótt ein-
kennást af hörðum persónulegum
árásum. Kosningasvindl hefur verið
landlægt í Mexíkó og vafasamar
kosningar áttu sinn þátt að stofn-
anavæddi byltingaflokkurinn PRI
hélt völdum í landinu í 71 ár. Fyrstu
raunverulega lýðræðislegu forseta-
kosningarnar í landinu voru haldnar
fyrir sex árum en þá komst Vicente
Foxtil valda. Talið er að opinber nið-
urstaða kosninganna geti vakið upp
drauga fortíðar og leitt til óeirða og
mótmæla meðal stuðningsmanna
þess frambjóðanda sem kemur til
með að tapa.
Ólíkir frambjóðendur
Frambjóðendurnir tveir eru ákaf-
lega ólíkir og stefnumál þeirra and-
stæð. Calderon er íhaldsmaður sem
hefur prófgráðu frá Harvard háskóla
Stuðningsmenn Andres Manuel Lopez
Obrador fagna„sigri" í Mexíkóborg á
sunnudag.
í Bandaríkjunum. Hann berst fyrir
áframhaldandi innleiðingu markaðs-
hagkerfis, aukinni erlendri fjárfest-
ingu og sterkari tengingu Mexíkó
við alþjóðahagkerfið. Lopez Obrador,
sem er fyrrum borgarstjóri Mexíkó-
borgar, staðsetur sig hins vegar kirfi-
lega á vinstri væng stjórnmálanna.
Hann leggur mikla áherslu á velferð-
armál og aðkomu ríkisvaldsins við
lausn á vandamálum fátækra í land-
inu. Andstæðingar hans segja hann
stjórnmálamann í anda pópulískra
stjórnmálamanna eins og Hugo Cha-
ves, forseta Venesúela, og segja að
ef hann komist til valda muni hann
slást í lið með öðrum leiðtogum
Rómönsku Ameríku sem gagnrýna
bandarísk stjórnmál og áhrif þeirra
í álfunni harkalega. Obrador hafnar
þessari gagnrýni og segir stefnumál
hans muni koma Bandaríkjunum
vel þar sem að þau muni draga úr
straumi mexíkóskra innflytjenda til
Bandaríkjanna.
Harður árekst-
ur á Kjalvegi
mbl.is | Engin slys urðu á fólki
er fólksbíll og jepplingur skullu
saman á Bláfellshálsi á Kjalvegi
um klukkan tvö f dag. Tölu-
verðar skemmdir urðu þó á
bílunum og þurfti að draga þá
báða á brott með dráttarbílum.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Selfossi varð árekstur-
inn á blindhæð og var annar bíll-
inn bílaleigubíll með erlendum
ferðamönnum.
Skúlason dæmt
til þess að borga
sex milljónir
Svarþjónustan Skúlason sem sér-
hæfir sig í úthringi- og svarþjón-
ustu var dæmt í Héraðsdómi
Reykjavíkur að endurgreiða
sex milljónir til Vestmanna-
eyjarbæjar. Fyrirtækið opnaði
útibú í Vestmannaeyjum árið
2001 og fékk þá lán upp á sex
milljónir frá þróunarsjóði Vest-
mannaeyjarbæjar. Fyrirtækið
hætti rekstri í bænum ári síðar
til þess að bjarga rekstrinum í
Reykjavík samkvæmt dóms-
orði. Leit Skúlason svo á að sex
milljónirnar hafi verið styrkur
til félagsins en bærinn hélt sig
vera kaupa hlut í fyrirtækinu.
Einnig er Skúlason ehf gert að
greiða hálfa milljón í máls-
kostnað. Eigandi fyrirtækisins
Jóhannes Skúlason segist vera
að fara yfir þetta með lögfræð-
ingi og býst sterklega við að
úrskurðinum verði áfrýjað.
Segir vigamenn Bin
Ladens vera í Sómalíu
Forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Sómalíu, Mohamed Gedi segir
Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin vera með þjálfunarbúðir í landinu.
Forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnar Sómalíu, Ali Mohamed
Gedi, lýsti því yfir um helgina að
Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin
rækju þjálfunarbúðir í landinu og
að Osama Bin Laden hafi einsett
sér að draga landið enn dýpra ofan
í fen borgarastyrjaldar og skálm-
aldar. Hann segir að vígamenn á
vegum Bin Ladens og Al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna séu í
landinu og að þeir berjist með her-
mönnum Samtaka íslamskra dóm-
stóla gegn bráðabirgðastjórninni.
Forsætisráðherrann ítrekaði þó að
bráðabirgðastjórninni myndi tak-
ast að flæma erlendu vígamennina
úr landinu.
Stjórnmálaskýrendur óttast að
Bin Laden og Al-Qaeda hryðju-
verkasamtökin ætli að notfæra
sér ringulreiðina í landinu til að
skjóta rótum þar, líkt og samtökin
gerðu í Súdan og Afganistan á
sínum tíma.
Neitar tengslum við Al-Qaeda
Gedi var með orðum sínum að
bregðast við ummælum Bin La-
dens á hljóðupptöku sem sett
var á Netið á dögunum. I upptök-
unni varar hryðjuverkaleiðtoginn
Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir
við því að senda hersveitir til Sóm-
alíu. Ennfremur hvetur Bin Laden
Sómala til þess að fylkja liði með
hreyfingu íslamista í landinu, sem
ber nafnið Samband íslamskra
dómstóla, í baráttunni gegn bráð-
birgðaríkisstjórninni. Sheikh
I
Osama Bin Laden
Hassan Dahir Aweys, leiðtogi Sam-
bands íslamskra dómstóla, gerði
lítið úr yfirlýsingu Bin Ladens
þegar hann ræddi við blaðamenn
í Mógadisjú, höfuðborg landsins.
Hann sagði að samtökin stæðu
ein og reiddu sig ekki á aðstoð er-
lendra samtaka og hefðu engin
tengsl við hryðjuverkahópa. Sam-
tökin hafa einnig lýst sig alfarið á
móti því að erlent friðargæslulið
komi til landsins.
Vestræn stjórnvöld hafa áhyggjur
Þrátt fyrir aðvaranir Bin Ladens
og andstöðu Samtaka íslamskra
dómstóla hefur Afríkubandalagið
samþykkt að senda friðargæslu-
lið til Sómalíu á sunnudag til að
styðja við bakið á bráðabirgða-
ríkisstjórn landsins. Lögleysa og
stjórnleysi hefur ríkt í landinu frá
1991 þegar stríðsherrar steyptu her-
foringjanum Mohamed Siad Barre
af valdastóli. Bráðabirgðastjórnin
í landinu hefur takmörkuð völd og
hefur styrkur Samtaka íslamskra
dómstóla farið vaxandi undan-
farin misseri. Samtökin náðu
höfuðborg landsins á sitt vald í
síðasta mánuði. Vald samtakanna
I landinu virðist styrkjast frá degi
til dags. Breska ríkisútvarpið, BBC,
greindi frá því í gær að Omar Fin-
ish, einn helsti stríðsherrann sem
var sigraður I bardaganum um
Mógadisjú, hafi gengið til liðs við
samtökin.
Óttast er að átök á milli Sam-
taka íslamskra dómstóla og bráða-
birgðastjórnarinnar og annarra
afla í landinu geti stigmagnast
enn frekar.
Vestræn stjórnvöld óttast að nái
samtökin völdum í landinu munu
þau koma á íslamskri stjórn í anda
þeirrar sem ríkti í Afganistan á
meðan talíbanar fóru með völd
í landinu. Sheikh Hassan Dahir
Aweys, sem er á lista bandarískra
stjórnvalda yfir þá menn sem eru
taldir til samstarfsmann Al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna, hefur
ítrekað að Samtök íslamskra dóm-
stóla hafi engin tengsl við alþjóð-
leg hryðjuverkasamtök og að þau
hafi engan áhuga á að koma á ríkis-
stjórn í anda talíbana í landinu.
Fyrstu skrefin stigin i
átt að réttarhöldum
Kambódískir Búddamunkar viröa fyrir sér gamalt fangelsi frá stjórnartið Pol Pots og
Rauðu Khmeranna i Pnom Penh, höfuðborg landsins, i gær. Búið er að breyta fangelsinu
f safn til minningar um þá sem létu Iffiö f þjóðarmorðum Pol Pots. I gær voru skipaðlr
dómarar sem eiga að stjórna réttarhöldum vegna þeirra glæpa sem framdir voru f
stjórnatíð Pots og Rauðu Khmeranna frá árinu 1975 til 1979, en talið er að hátt f tvær
milljónir manna hafi látið lífið vegna aðgerða stjórnvalda á þvf tfmabili. Gert er ráð fyrir
að réttarhöldin hefjist á næsta ári.