blaðið - 04.07.2006, Síða 10
10 ISKOÐUN
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 blaöiö
Um vitrun
Alfreðs
Eftir Björn Sigurðsson
í Blaðinu þriðjudaginn 16. mai
síðastliðinn birtist grein á 15. síðu
undir fyrirsögninni „Hátækni-
sjúkrahús er framundan".
Undir greininni er nafn Jónasar
Bjarnasonar efnaverkfræðings,
sem lagt hefur margt gott og skyn-
samlegt til þjóð-
málaumræðunnar,
en með greininni
fylgir mynd Jóns
Bjarnasonar alþing-
ismanns vinstri
grænna. Ekki er
því alveg ljóst hvor
þeirra er höfundur-
inn. Ljóst er þó við
lestur greinarinnar
að höfundur er mik-
ill húmoristi og fer
á kostum að skrifa um vitrun Al-
freðs Þorsteinssonar um lausn
á öllum vanda við skipulag „há-
tæknisjúkrahúss" sem flestir skilja
sem nýja rúmgóða og vel hannaða
byggingu utan um þá starfsemi
sem nú fer fram í þrengslum á
Landspítala við Hringbraut og í
Fossvogi. Það er greinilega mikil
gæfa að hljótt hefur verið um störf
hinna 15 nefnda sem „flétta saman
allar helstu þarfir og nauðsynlega
aðstöðu fyrir allar sérfræðideildir
lækninga, hjúkrunar og umönn-
unar“. Það er líka einstakt lán
að tortryggnir sérfræðingar vita
ekkert hvernig vinnu þeirra á sér-
hæfðum deildum verður endan-
lega fyrir komið, eða um „mat á
innbyrðis mikilvægi hvers sviðs
fyrir sig“ en þessi litla grein á að
færa þeim heim sanninn um það
hvað hátæknisjúkrahús er, enda
vissu fæstir þeirra
það fyrir. Skurð-
gröftur Alfreðs
fýrir Orkuveituna
og færibandatækni
Henrys Fords eru
lausnarorðin. Það
er gott að sjúkling-
arnir verða fluttir
til segulómtækisins
en ekki öfugt og svo
skrúbbaðir í lokin!
Það er vonandi
að Alfreð haldi sem lengst góðri
heilsu því sjá má fyrir sér að verði
honum eitthvað misdægurt komi
tölvustýrður gaffallyftari brun-
andi eftir ganginum með hann og
smelli honum í ótal rannsóknir
samkvæmt samskurðaáætlun-
inni. Við þessi venjulegu dauðlegu
bíðum í ofvæni eftir boðuðum
fréttamannafundi með Alfreð.
Bréfritari er lœknir álágtœkni-
sjúkrahúsi á landsbyggðinn.i
99............
Það er greinilega
mikiigæfaað
hljótt hefur verið
um störfhinna
15 nefnda.
^MNARHÓLL
Glercmgnavers
fyrir konur
Líklega hlýlegas
gleraugnaversluni
norðan Alpafjall
Reykavíkurvegi 22
220 Hafnarfij
565-5970
Þar sem gæðagle
....kosta minna
Eiríkur Bergmann um
mig og hnattvæðinguna
Eftir Stefán Snævarr
Blaðið birti ný-
lega hressilega
ádrepu eftir Eirík
Bergmann Einars-
son þar sem hann
svarar gagnrýni
minni á hnatt-
væðingarskrif sín
(„Þegar heimurinn
kom í heimsókn”,
24/6). Þrátt fýrir
ýmsa góða kosti hefur pistill Eiriks
talsverða galla og eru þeir helstir: í
fyrsta lagi gerir hann mér upp skoð-
anir, í öðru lagi svarar hann ekki
nema brotabroti af gagnrýni minni
á hnattvæðingarboðskap hans, í
þriðja lagi er hann ógagnrýninn á
íslenska útrásarauðherra.
Hnattvæðing getur leitt
til umhverfisslysa
Hann talar eins og ég sé alfarið á
móti hnattvæðingu, telji hana dauða-
dæmda og sé að auki fylgjandi þjóð-
legri íhaldsstefnu en það er sum part
rangt, sum part villandi. I grein
minni á Kistunni.is („Eirikur, al-
þjóðaremban og glóbaltítisinn") segi
ég beinum orðum: „Ekki má skilja
orð mín svo að ég telji hnattvæðing-
una alilla. Öðru nær, flest bendir til
þess að hún hafi heldur fleiri kosti
en ókosti". Ég segi hvergi að hnatt-
væðingin sé dauðadæmd heldur að
sá möguleiki sé fyrir hendi að hún
geri út af við sjálfa sig. Ég bendi á
athyglisverð rök George Soros fyrir
því að hið stjórnlausa, hnattvædda
fjármálabrask geti leitt til stórfelldra
efnahagskreppu. Þessi rök rek ég
nánar í bók minni Ástarspekt (Bls.
53). Þar ræði ég líka kenningar um
að hnattvæðingin geti leitt til um-
hverfisslysa sem aftur gætu lógað
hnattvæðingunni. Við þau skrif má
bæta að umhverfisverndarsinnar
segja eitthvað bogið við hnattrænt
hagkerfi þar sem tré er fellt í Minnes-
ota, flutt til Asíu, bútað niður í tann-
stöngla sem svo eru fluttir aftur til
Minnesota. Markaðslega séð er
þetta hagkvæmt en heilbrigð skyn-
semi segir að eitthvað sé bogið við
þá hugmynd. Þetta gæti bent til þess
að markaðsverð sé ekki alltaf góður
mælikvarði á hagkvæmni hvað
sem líður væli kredduhagfræðinga.
Flutningur téðs trés er alla vega skað-
legur umhverfinu, fátt er eins meng-
andi og stórflutningar heimsálfa á
milli. Þar á móti kemur að ekki er
hægt að verjast umhverfisslysum
nema þjóðir heimsins taki höndum
saman ogleysivandann áhnattræna
vísu. „Drottinn gaf og Drottinn tók“,
hnattvæðingin hefur bæði góðar og
slæmar hliðar. Hvað efnahagslífið
áhrærir sýnist mér hættan helst sú
að við höfum tvo kosti og hvorugan
nógu góðan. Annars vegar verði
alþjóðakerfið algerlega stjórnlaust,
án lagasetninga og réttarkerfis en
slík skrípamynd af frjálsum mark-
aði getur aðeins leitt til ófarnaðar
eins og Adam gamli Smith benti á.
Hinn kosturinn er sá að hagkerfi
heimsins verði njörvað niður í laga-
setningar sem byggja á meira eða
minna óprófanlegum kreddum
,frjáls“-hyggjunnar. Við sjáum vísi
að þessu í ofurveldi kreddutrúar-
manna i Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
sem troða allra handa „frjáls“-
hyggju-vitleysu upp á þjóðir heims
án tillits til sérstakra aðstæðna sem
hinar ýmsu þjóðir búa við. Á þetta
bendir hagfræðingurinn og Nóbels-
hafinn Joseph Stiglitz. Hann segir
að sjóðsmenn hafi troðið kreddum
sínum upp á Rússa með þeim afleið-
ingum að rússneskt hagkerfi hrundi
(Stiglitz: ”What I Learned at the
World Economic Crisis”, New Repu-
blic, apríl 2000, á Netinu). Reyndar
ætti að skylda islenska frjálshyggju-
menn að lesa skrif manna á borð við
Stiglitz, Paul Krugman og Amyarta
Sen; þeir tæta frjálshyggjuna í sig.
Nóg um það nú, ræðum áfram „díl-
emmu“ hnttvæðingarinnar. Jafnvel
þótt alþjóðalagasetningarnar væru
ekki eins kreddukenndar og þær
sem nú þjaka mannkynið þá er erf-
itt að finna góð lög sem hæfa öllum
hugsanlegum aðstæðum á því risa-
væði sem við nefnum „hnöttinn".
ATTAC-hreyfingin berst fyrir hnatt-
væddri lagasetningu sem gengur
þvert á hina helgu frjálshyggju en
þarf ekki að vera hótinu betri. Þeir
vilja skattleggja hnattvætt fjármála-
brask þriðja heiminum til ábata. En
erfitt er að sjá fyrir hvaða afleiðingar
svo stórfelldar aðgerðir munu hafa.
Kannski leiða þær til ófarnaðar.
Standa frammi fyrir vanda
Af þessu má sjá að hvorki vinstri-
menn né hægri hafa pottþétt svör
við vanda samtímans. Og það hafa
þjóðlegir íhaldsmenn ekki heldur.
Af einhverjum ástæðum kennir Ei-
ríkur mig við þjóðlegt íhald en það
er villandi. Reyndar vil ég varðveita
skástu þættina úr þjóðlegri íhalds-
stefnu. Mannskepnan var ekki
forrituð fyrir stórfelldar, hraðar
byltingar heldur hæga framþróun,
hóflega íhaldssemi. Hefðir eru eins
og lýsi, bráðhollar þegar best lætur
en lífshættulegar í óhófi (menn
geta fengið lifrarsjúkdóma af lýsis-
ofskammti!). Hvað sem því líður
vorum við ekki forrituð fyrir abst-
rakt ást á mannkyninu öllu heldur
nánum ættingjum, ættbálki, jafnvel
þjóð. Hinn fjölskyldu- og ættbálka-
snauði maður er rótlaus, honum
líður illa því hann á hvergi heima.
Um leið getum við notað skynsemis-
glætuna til sjá út fyrir þröng mörk
ættbálksins, reynt að hugsa hnatt-
rænt þegar það á við. Fjölþjóðasam-
félag getur verið af hinu góða ef
þjóðarbrotin læra eitthvað af viti
af hvert öðru. En samlíf fólks með
ólíkan menningarbakgrunn er ekki
alltaf gott, greiða þarf mikinn skipta-
kostnað (transaction cost) í fjöl-
þjóðasamfélögum því samhæfing
mismunandi menningarsjónarmiða
er mjög orkufrekt. Israelsk-Rúss-
neskur læknir tjáði mér að mikill
hluti af sínum tíma færi í að taka til-
lit til mismunandi siða hinna mörgu
menningarsamfélaga sem ísrael
byggja. Svipað er uppi á teningnum
víða um lönd. Vestur-Evrópubúar
standa nú fyrir framan miklum
vanda, erfiðleikum í samskiptum
múslima og innfæddra. Erfiðleik-
arnir eru beggja sök. Fjöldi Evrópu-
búa er innflytjendafælinn, jafnvel
rasískur, en múslimar margir heit-
trúarmenn sem þola lýðfrelsi illa.
íranskur flóttamaður, Mehdi Mous-
fari að nafni, varar Vestur-Evrópu-
búa við hættuna af fjölgun múslima.
Innan skamms verði 25 miljónir
ungra múslima í Vestur-Evrópu og
stór hluti þeirra er fjandsamlegur
lýðræði og mannréttindum, segir
Mousfari.
Öðruvísi en módelin
Fari svo að múslimskir strangtrú-
armenn taki völdin í evrópskum
ríkjum og stúti lýðræðinu þá mun
sú valdataka vera bein afleiðing
hnattvæðingarinnar. Guði sé lof
að líkurnar eru hverfandi en fram-
undan eru samt miklar róstur og
þær má skrifa á reikning hinnar
guðdómlegu hnattvæðingar. En í
heimi hinna hagfræðilegu líkana
eru heittrúarmenn og rasistar ekki
til, bara skynsamir, marksæknir eg-
óistar. Eiríkur skrifar eins og líkön
af eigingjörnum en upplýstum og
heiðarlegum kaupsýslumönnum sé í
samræmi við veruleikann. Islenskir
útrásar-auðherrar eru eins og lík-
önin, þeir eru flottir og framsæknir
náungar. En veröldin er öðruvísi en
módelin. Ef aðeins helmingurinn af
því sem ég hef heyrt um útrásarliðið
er satt þá eru sumir útrásarmanna
hreinræktaðir bófar. Mér eru líka
sagðar skuggalegar sögur úr banka-
kerfinu sem gætu bent til þess að út-
rásin byggist á sandi. Eiríkur nefnir
ekki þennan möguleika enda fyrir-
finnst hann ekki í hátimbruðum lik-
önum hagfræðinnar.
Lag Eiríks gegn mér geigar enda
hefur hann engin frambærileg rök
gegn gagnrýni minni. I stað þess
að gera mér upp skoðanir ætti hann
að setjast niður og kynna sér mál-
efnalega gagnrýni á frjálshyggju og
hnattvæðingarmennsku.
Höfundur erprófessor í heimspeki
Millifyrirsagnir eru Blaðsins
Stefán
Snævar
Nú brettum viö upp ermar
Lára Stefánsdóttir skrifar
Nýjasta skoðana-
könnun Frétta-
blaðsins sem
birt [var nýver-
iðjhlýtur að vera
okkur Samfylking-
armönnum mikil
vonbrigði. Fylgið
hefur ekki mælst
lægra frá síðustu
þingkosningum.
Menn leita einfaldra skýringa eins
og að allt sé þetta nýjum formanni
að kenna. Slíkt er ótrúleg einföldun
en hitt má til sanns vegar færa að Iík-
lega hafa sumir talið að með nýjum
formanni væri óhætt að halla sér og
reikna með að hún ein myndi sjá um
fylgið hér eftir. Hinsvegar er nauð-
synlegt að menn bretti upp ermar
hver sem einn Samfylkingarmaður
vinni vasklega og ljóslega í pólitík
en reikni ekki með að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir beri nánast ein það
hlutverk.
Andstæðingar okkar tyggja í sí-
fellu að stefna okkar sé “óljós” eða
“óskýr” slíkt er auðvitað spuninn
einn enda stefnan skýr og birtist
skýrt í þeim skjölum sem Framtíð-
arhópur flokksins hefur unnið og
skilað af sér. Fyrir þá sem ekki hafa
þetta á hreinu þá eru stefnumálin
listuð upp á [vefsetri Samfylkingar-
innar]. Sú gamla lumma andstæð-
inga okkar að stefnan sé óskýr á auð-
vitað ekki við nein rök að styðjast.
En það þýðir ekki að vera væru-
kær 1 pólitík fyrir okkur er verk að
vinna fram að næstu kosningum og
um að gera að bretta upp ermar.
Af www.lara.is
Lára
Stefánsdóttír