blaðið - 04.07.2006, Page 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
FORYSTUVANDI HEIMSINS
Alþjóðamál samtímans mótast af yfirburðastöðu Bandaríkjanna.
Hernaðar- og efnahagsmáttur eina risaveldis samtímans er slíkur,
að jafna verður til dýrðar Rómarveldis. Það blasir við að utanríki-
stefna ríkis, sem hefur slíka yfirburðastöðu, verður ávallt umdeild. Og
langt er síðan að utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur verið jafnumdeild
og um þessar mundir. Ekki er ofmælt að ræða um djúpstæða andúð meðal
almennings og sumra ráðamanna í höfuðborgum Evrópu á valdhöfum í
Washington.
Utanríkisstefnu Bandaríkjanna er vissulega gagnrýnisverð á margan
hátt og fullyrða má að með framgangi sínum í einstökum málum hafi rík-
isstjórn George W. Bush skaðað hagsmuni Bandaríkjanna til frambúðar.
Jafnvel dregið úr getu þeirra til þess að axla forystuhlutverk meðal Vestur-
landa. Hins vegar verða Bandaríkjamenn að fá að njóta sannmælis - hvað
sem mönnum kann að þykja um núverandi ábúanda í Hvíta húsinu.
Forystuhlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna er ekki öfunds-
vert. Hinn gríðarlegi hernaðarmáttur Bandaríkjanna og geta þeirra til
þess að grípa til aðgerða í öllum heimshornum með litlum fyrirvara hefur
fyrirbyggjandi áhrif á mörgum af hættulegustu stöðum heimsins.
Ljóst er að viðbúnaðar Bandaríkjamanna í Suður- og Suðaustur-Asíu
gerir það að verkum að valdajafnvægi þar um slóðir helst stöðugt. Þrátt
fyrir uppgang Kínverja og þá staðreynd, að valdhafar Norður-Kóreu hafa
yfir kjarnorkuvopnum að ráða, hafa Japanir og Suður-Kóreumenn, svo
augljós dæmi séu tekin, ekki brugðist við með vígvæðingu.
Að sama skapi má benda á að hervernd Bandaríkjamanna yfir Vestur-
Evrópu á dögum Kalda stríðsins skapaði langþráðan stöðugleika í álfunni,
sem meðal annars ruddi brautina fyrir Evrópusamrunann. Bandaríkin
hafa einnig staðið vörð um framgang frjálsra viðskipta og lýðræðis í
heiminum. Margvísleg jákvæð áhrif hins vopnaða, bandaríska friðar eru
óumdeild.
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi síðastliðin ár tekið umdeildar
ákvarðanir í utanríkismálum, svo ekki sé fastar að orði kveðið, blasir
við að óraunhæft er að leysa úr helstu vandamálum alþjóðakerfisins án
forystu Bandaríkjanna. Alþjóðasamstarf án virkrar þátttöku Bandaríkja-
manna er einskis virði og ólíklegt til afreka.
Að sama skapi blasir það við að valdhafar í Bandaríkjunum verða átta
sig á því, að þrátt fyrir gríðarlegan hernaðar- og efnahagsmátt eru valdi
þeirra takmörk sett. Utanríkisstefnan verður að njóta lögmætis og viður-
kenningar og slíkt fæst ekki nema með nánu samráði við aðrar þjóðir sem
deila sömu áhyggjum og hagsmunum en kunna að hafa aðrar hugmyndir
um lausn mála.
Örn Arnarson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 biaöiö
'o
■HVA-PA, 'HVAVA...flU-PViT4í’ ERÍ LftGi fl-C>
Hann umgangíst bíum Eíhs í-eíkfaNG.
-Vi{> VÁUM JÖ ENN GR-ErOPAR 'PARNflBÆTUR
MrtJ fTSSflRi EL5KU.
1
tlUÚTÚ,'7^
rl
£
U
Góð hugmynd
Bandaríkin fagna 230 ára sjálfstæði-
safmæli sínu í dag og það er svo sem
ástæða fyrir fleiri til þess að fagna af-
mæli þessa skilgetna afkvæmis Upp-
lýsingarinnar. Enn þann dag í dag
geta þeir, sem unna frelsi mannsins,
lesið Sjálfstæðisyfirlýsingu Banda-
ríkjanna frá 1776 sér til gagns. í sögu-
bókum er oft látið meira með stjórn-
arbyltinguna í Frakklandi 1789, en
þá er eins og menn leiði hjá sér blóð-
baðið og alræðið, sem sigldi nánast
óhjákvæmilega í kjölfarið.
Margt hefur gerst síðan nýlend-
urnar 13 á austurströnd Norður-
Ameríku lýstu yfir sjálfstæði sínu.
Bandaríkin uxu og döfnuðu, gengu
í gegnum harðvítuga borgarastyrj-
öld, urðu að stórveldi og loks að eina
eftirstandandi risaveldinu, miklum
mun auðugra og öflugra en önnur
ríki heims.
Aukin tortryggni
Eins og gefur að skilja hefur
mönnum litist misvel á það forystu-
hlutverk, ekki síst hin síðustu ár. Tor-
tryggni í garð Bandaríkjanna er hins
vegar engan veginn ný af nálinni og
má sjálfsagt rekja allt til þess að stór-
veldi Evrópu liðu undir lok eitt af
öðru og yfirburðir Bandarikjanna
á hverju sviðinu á fætur öðru urðu
augljósari. Hvort heldur litið var til
efnahags, hernaðarmáttar, tækni-
kunnáttu eða menningar, á öllum
sviðum sóttu Bandaríkin fram.
Þrátt fyrir að íslendingar hafi
allt frá fyrri heimsstyrjöld litið á
Bandaríkjamenn sem góða granna,
og tengslin orðið mjög náin, hafa
alla tíð margir haft áhyggjur af
bandariskum áhrifum hér á landi,
bæði menningarlegum og heims-
póliflskum. Þó hygg ég að engum
blöðum sé um það að fletta að fs-
lendingar hafa hagnast mjög á þeim
nánu samskiptum og má raun segja
að hér á miðju Norður-Atlantshafi
höfum við íslendingar notið hins
besta beggja heima, hins gamla og
hins nýja.
En að undanförnu hefur slegið
nokkuð f bakseglin hvað þau varðar.
Andrés Magnússon
Þrátt fyrir gagnkvæma vináttu þjóð-
anna hefur þeim fjölgað verulega á
síðustu árum, sem hafa miklar efa-
semdir um hug bandarískra stjórn-
valda til íslendinga og stefnu þeirra
í alþjóðamálum yfirleitt. Framkoma
þeirra í varnarviðræðum þjóðanna
var til að mynda ekki drengileg.
Að sumu leyti er þessi gagnrýni
ósanngjörn í meira lagi. I upphafi
valdatíðar George W. Bush var hann
ákaflega gagnrýndur fyrir heimótt-
arskap og einangrunarhyggju en nú
skilst manni að heimsvaldastefnan
ráði ferðinni.
Klippt & skorið
jöm Ingi Hrafnsson, formaðurborg-
arráðs, minnist
á það á vef
sínum (www.bjorningi.is)
hversu mjög Ingibjörg
Sólrúnu Gfsladóttur,
formanni Samfylkingar-
innar, sé í nöp við sig og
Framsóknarflokkinn. Tekur hann sem dæmi
hvernig hún hafi varið miklu máli f viðtali við
Morgunblaðið síðasta laugardag í að gagnrýna
athafnastjórnmálin, sem hann hefði boðað.
Eins tínir hann til sneiðina, sem hún sendi
honum á flokksstjórnarfundi Samfylkingar-
innar hinn 10. júní, en þar hæddist hún að Birni
sem „sex prósenta manninum í borginni". En í
Ijósi þess að Ingibjörg Sólrún sjálf nýtur - sam-
kvæmt könnun Fréttablaðsins - aðeins fyllsta
trausts 8,4% kjósenda, meðan flokkur hennar
hefur stuðning 24,2% þeirra, myndi klippari
ætla að þau Björn og Ingibjörg hefðu ríkari
skilning hvort á hlutskipti hins.
Uppstokkun hefur verið f gangi innan
Fróða að undanförnu og í dag tekur
Kristján Þorvaldsson, fyrrverandi
ritstjóri Séðs og heyrðs, við
ritstjórn Vikunnar. Kristján er
hokinn af reynslu í þessum
geira blaðamennsku, en áður
en hann varð ritstjóri S&H
hafði hann meðal annars rit-
stýrt Pressunni og Mannlffi. Fyrir áhugamenn
um samtímasögu er svo athyglisvert að það
er Mikael Torfason, lærisveinn Gunnars
Smára Egilssonar, sem leiðir Kristján til
Á góðum grunni
En þá ættu menn kannski að hugsa
aftur til 1776 og minnast þess að þar
reis hin nýja þjóð gegn nýlenduoki
og stofnaði ríki með sjálfstæði, per-
sónufrelsi og fulltrúalýðræði að
leiðarljósi. Hugsjónir Thomas Jef-
ferson og annarra landsfeðra Banda-
ríkjanna um valddreifingu og hvert
valdið er sótt eru þar enn í fullu
gildi, sem er ekki síst athyglisvert
þegar horft er til þveröfugrar stefnu
Evrópusambandsins um æ samofn-
ara samband, þar sem valdið kemur
allt að ofan. Kannski hefur minna
breyst á þessum 230 árum en maður
hugði.
Þá er sjálfsagt hollt að minnast
þess að Bandaríkjamenn björguðu
Evrópu þrisvar sinnum á liðinni öld
og það án þess að helga sér meira
land en þurfti til þess að grafa hina
föllnu syni sína. Eins hvernig Banda-
ríkin hafa hvað eftir annað staðist
heimsveldisfreistingar, höfðingskap
í garð sigraðra óvina og þolinmæði
gagnvart hvikulum bandamönnum.
Ekki má heldur gleyma einstöku ör-
læti Bandaríkjamanna og hvernig
þeir hafa auðgað mannkyn allt
með ótrúlegri framfarasókn á sviði
tækni, vísinda og menningar.
Það má fyrst og fremst rekja til
þess að þeir hafa haldið trúnað við
þær hugsjónir, sem lögðu grunninn
að Bandaríkjunum fyrir 230 árum.
Bandaríkin eru vissulega merki-
legt land en sem hugmynd eru þau
enn merkilegri.
Höfundur er blaðamaður
ábyrgðar á ný. Á sfnum tíma bolaði Smári hins
vegar Kristjáni úr ritstjórastóli Pressunnar.
Klippari les á Vfsi
(www.visir.is) um
undirbúning Pauls
Fontaine Nikolovs, kollega
sfns á Grapevine, að stofnun
stjórnmálaflokks, sem mun
hafa það að meginmarkmlði að
láta raddir innflytjenda heyrast. (fréttinni eru
ýmis stefnumál þessa Babelsflokks tíunduð og
er m.a. haft eftir Paul að áhersla verði lögð á
byggingu „moskvu [svol] og réttrúnaðarkirkju
á Islandi." Segið svo að brottför varnarliðsins
hafi ekki geigvænleg áhrif.
andres.magnusson@bladid.net