blaðið - 04.07.2006, Síða 19

blaðið - 04.07.2006, Síða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2006 HEILSA I 19 Kraftmiklar íslenskar jurtir Villimeyjar-smyrsl eru gerð úr villtum tslenskum jurtum sem eru tíndar á Vestfjörðum þar sem náttúran er sérstaklega óspillt. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir hefur lengi trúað á töframátt jurtanna og hefur frá árinu 2002 framleidd smyrsl úr íslenskum jurtum undir nafninu Villimey. Smyrslin vekja sífellt meiri athygli enda áhrifamáttur villtra íslenskra jurta mikill. Villimeyjar-smyrslin eru einungis úr villtum íslenskum jurtum og Aðalbjörg tínir þær á Vestfjörðum. „Ég hef lengi nýtt íslenskar jurtir en þá aðallega fyrir fjölskyldu og vini. Ég bjó til krem og seyði til að troða upp á fólk,“ segir Aðalbjörg og hlær. „Mér sjálfri fannst kremið svo frá- bært. Ég er mjög heppin því það er ekki stóriðja á Vestfjörðum og hér er ekki mikið um þungaflutninga. Náttúran er því mjög hrein sem er yndislegt. Við gerð smyrslanna hef ég stuðst við gamlar og nýlegar upp- skriftir sem ég hef þróað enn frekar. Jurtir voru mikið notaðar í gamla daga, bæði til lækninga, sem smyrsl, sem salat og allt þar á milli.“ Lífsseigar og kröftugar Þær eru svo kraftmiklar,“ segir Að- albjörg þegar hún er spurð um hvað sé sérstakt við íslenskar jurtir. „Þar sem íslenskt sumar er stutt hafa Hér má sjá úrvalið af Villimeyjar-smyrslum jurtirnar stuttan líftíma vegna veðurskilyrða, það er kaldara hér en á mörgum öðrum stöðum. íslenskar jurtir eru því kraftmeiri því þær þurfa að vera harðar til að lifa af. Er- lendis er líftími þeirra miklu lengri og þær vaxa í marga mánuði. Ég tini heilmikið af jurtum á sumrin og það þarf að passa sig á því að tina jurtirnar á réttum tíma. Það er nauð- synlegt að huga að veðri og tíma dagsins. Þetta er heilmikið álag og ég renn blint í sjóinn með hvað ég tíni mikið af hverju. En siðan þarf að vinna jurtirnar og ég vinn oft fram að miðnætti og stundum lengur.“ Tíni ekki í rigningu Aðalbjörg segir að það skipti mjög miklu máli hvort hið íslenska sumar sé blautt eða þurrt. „Það þarf að vera jafnvægi í þessu og til dæmis tíni ég ekki jurtir í rigningu, nema fjallagrösin. Jurtir þurfa samt sem áður sína næringu og það er mjög slæmt ef það rignir ekkert því þá eru þær mjög þurrar.“ Aðalbjörg á erfitt með að gera upp á milli smyrslanna þegar hún er innt eftir því hvaða vara sé vinsælust enda segir hún að þau séu öll álíka vinsæl. „Margir þjást af verkjum og bólgum og því er vöðva- og liða-Galdur mjög vin- sæll en smyrslið virkar á alía verki og bólgur. Húð-Galdur er notað við exem og er nokkuð vinsæll. Sára- Galdur er græðandi áburður á sár og brunasár. Fóta-Galdur er álíka vinsæll en hann eyðir sveppum. Það er rosalega gott krem og virkar bæði á tá- og kynfærasveppi. Síðan er ég með Bumbu-Galdur fyrir óléttar konur en það hefur mýkjandi og græðandi áhrif. Bossa-Galdur er líka græðandi og sérstaklega góður fyrir börnin. Vara-Galdur er sjöunda af- urðin en hann er mjög góður, það Aðalbjörg Þorsteinsdóttir: „Ég er mjög heppin því Vestfirðir eru stóriðjulausir og ekki mikið um þungaflutninga. Náttúran er því mjög hrein sem er yndislegt. 99............................................................. „ Margir þjást afverkjum og bólgum og því er vöðva- og liða-Galdur mjög vinsæll en smyrslið virkar á alla verki. Húð-Galdur er notað við exem og er nokkuð vinsæll. Fóta-Galdur er álíka vinsæll en hann eyðir sveppum. Það er rosalega gott krem og virkar bæði á tá- og kynfærasveppi." er ekkert annað að segja um hann,“ segir Aðalbjörg og bætir við að það séu engin rotvarnarefni, litarefni eða ilmefni í smyrslunum. „Flestir eru hissa hvað er lítil lykt af smyrsl- unum en það er ekki römm jurtalykt eins og vill oft loða við jurtakrem.“ svanhvit@bladid.net Léttar sígarettur eru ekki hollari Það hefur löngum verið talið að „léttar“ sígarettur eða sígarettur sem bera nafnið „light“ séu ekki eins ávanabindandi og aðrar sígarettur og því sé auðveldara að hætta að reykja ef léttar sígar- ettur eru notaðar. Nýleg rann- sókn á reykingarmönnum sýnir að sú er ekki raunin. Rannsakendur spurðu rúmlega 12.000 reykingamenn og fyrrum reykingamenn um reykingavenjur sínar. 1 ljós kom að það voru 54% líkur á að þeir sem reyktu léttar síg- arettur væru ekki í hópi þeirra sem höfðu hætt að reykja. f niðurstöðum rannsóknarinnar kemur ekki fram af hverju þeir sem reyktu léttar síg- arettur væru ólíklegri til að hætta að reykja en þó er gefið til kynna að ástæðan gæti verið sú að þeir reyk- ingamenn telji að léttar sígarettur séu hollari. Samkvæmt Dr. Hilary Tindle, aðstoðarprófessor við lækna- háskólann í Pittsburgh, er þetta mik- ill misskilningur. „Margir telja að léttar merki að þær séu hollari.“ Svipað níkótínmagn Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að léttar sígarettur eru á engan hátt hollari en aðrar sígarettur en þetta er fyrsta rannsóknin sem gefur til kynna að notkun léttari sígarettna geti haft áhrif á hegðun. Á áttunda áratug síðustu aldar var fólki meira að segja ráðlagt af læknum að reykja frekar léttar sígarettur ef það vildi hætta. Tindle segir að léttar sígar- ettur hafi komið á markaðinn upp úr 1960 til að róa reykingamenn Nýleg rannsókn á reykingamönnum sýnir aö þaö eru minni líkur á aö þeir sem reyki létt- ar sígarettur hætti samanborið við þá sem reykja venjulegar sígarettur. og þeim var jafnvel beint að þeim sem voru að hugsa um að hætta að reykja. Hins vegar eru nöfnin léttar, grannar eða tjöruminni rangefni. Léttar sígarettur eru vafnar í öðru- vísi pappír en venjulegar sígarettur en níkótín-og tjörumagn þeirra er svipað og í venjulegum sígarettum. Þrátt fyrir að sá misskilningur sé uppi að léttar sígarettur séu hollar þá ýta sígarettuframleiðendur ekki undir þann orðróm. 99....................................... í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur ekki fram af hverju þeir sem reyktu léttar sígarettur væru ólíklegri til að hætta að reykja en þó er gefið til kynna að ástæðan gæti verið sú að þeir reyk- ingamenn telji að léttar sígarettur séu hollari. Vatnslosandi birkisafi Birkisafi frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sér- staklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkam- ans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan. Losar bjúg Birkisafinn er unnin úr birki- blöðum og lífrænt ræktuðum sí- trónum. Hægt er að fá birkisafa með og án náttúrlegs hunangs. Það er óhætt að segja að birkisaf- inn létti á líkamanum, losi bjúg og byggi hann upp. Birki hefur enn- fremur löngum þótt hafa góð áhrif á húð, hár og neglur. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn inni 1 kæliskáp. Birkisafi frá Weleda fæst meðal annars í Heilsuhúsinu. Birkisafi örvar vatnslosun og er því hentug lausn fyrir þá sem vilja missa nokkurkdó.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.