blaðið

Ulloq

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 10

blaðið - 22.07.2006, Qupperneq 10
10 I ÁUT LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðið Ur dagbókinni Dagurinn hófst á því að ég undirritaði þrjár reglugerðir vegna samkomu- lags stjorn- valda vð eldri um bættan hag aldraðra. Kl. íi var blaðamanna- fundur í Hinu húsinu þar sem Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, skrifuðum undir samning við fyrirtækið Nýja leið um ný úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára sem eiga við áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir að stríða Siv Friðleifsdóttir föstudaginn ii.júlí. Grímþór hugsar upphátt: ...ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna allt er eins og það er. Fyrir ekki svo langa löngu voru allir í stuði, bankar og ráðherrar. Peningar hrundu út um alla glugga, opinbera og ekki opinbera. Bankar og ríkið kepptust af hörku við að lána peninga. Fólk geyst- ist um, byggði, breytti og bætti. Svo fór Davíð úr ríkisstjórninni í Seðlabankann og óveðurskýin komu hvert af öðru. Bankarnir eru hættir að lána og allir eru varaðir við af sömu mönnum og fyrir ekki svo löngu hvöttu alla til að gera allt og allt. Hvernig er þetta eiginlega? Ekki er hægt að rífa húsin, sólpallana, bílana, sumarbú- staðina með gestahúsunum, rífa upp heitu pottana, slíta veggsjón- vörpin niður. Skuldirnar standa eftir. Þess vegna langar mig að spyrja. Er hægt að fá, þó ekki væri nema örlítið skýrari skilaboð! SMÁAUGLÝSINGAR blaðiða SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET „Rausnarskapur" ríkisstjórnarinnar Svo illa hefur verið farið með aldraða hér á landi að þeir gera sér að góðu molana sem ráðherrar ríkisstjórnar- innar stífa þeim úr hnefa. Á þessu kjörtímabili fá þeir i samkomulaginu við stjórnvöld lítið annað en það sem ASÍ samdi um fyrir launþega þessa lands, 15 þúsund krónurnar, fyrir þá allra verst settu, sem eru 400 aldraðir. Hingað til hefur ekki þurft handsal og húllumhæ til að slíkir kjarasamn- ingar gangi til lífeyrisþega. Aldraðir hafa setið eftir í ellefu ára tíð ríkis- stjórnarinnar og nú er mikið gert með að þeir fái sjálfsagða kjarabót launþega á vinnumarkaði. Allt sem haft hefur verið af þeim í ellefu ár stendur óbætt. Þegar ég heyrði af þessu „mikla“ átaki sem ríkisstjórn Guðna og Geirs handsalaði við eldri borgara nú í vikunni, rifjaðist upp fyrir mér sam- komulagið sem gert var við aldraða korteri fyrir síðustu alþingiskosn- ingar: Alltaf er verið að leika sama leikinn aftur og lofað upp í ermina á næstu ríkisstjórn. Rumskað rétt fyrir kosningar Það er dæmigert fyrir stjórnvöld að rumska nú tíu mánuðum fyrir kosn- ingar og vilja þá rétta öldruðum kjara- bætur, sem þó ná ekki að bæta þeim upp það sem lífeyrisþegar ættu að hafa í greiðslur ef grunnlífeyrir og tekjutrygging hefðu haldið raungildi sínu frá árinu 1995, þegar þessir flokk- ar hófu ríkisstjórnarsamstarf sitt. Það á greinilega ekki að skila öldruð- um til baka því sem af þeim var haft á valdatímanum undanfarin ellefu ár, sem eru um 170 þúsund krónur á ári ef almannatryggingabæturnar hefðu haldið raungildi sínu. Þetta á heldur ekki að bæta á næstu fjórum árum ef marka má orð Geirs, ef þeir ráða áfram. Samfelld bið hjá öldruðum Þetta loforð nær yfir næstu fjögur ár, en umboð stjórnarinnar varir aðeins í tíu mánuði í viðbót. Þetta mikla sam- komulag á auðvitað að verða til þess að aldraðir verði svo glaðir að þeir kjósi þessa flokka áfram til valda. Flokkana sem hafa hundsað aldraða og málefni þeirra alla sína stjórnar- tíð nema ef vera skyldi þegar kosn- ingavíxlarnir hafa verið handsalaðir. En það er eins gott að lífeyrisþegar átti sig á því að það á ekki að leiðrétta kjör þeirra að fullu heldur næstu fjög- með ókunnugum á hjúkrunarheim- ilum. Nú á áfram að bíða eftir úrbót- um sem vísað er til næstu ríkisstjórn- ar að efna. Hjúkrunarsjúklingarnir fá 5000 krónur um áramót. Þetta eru sjúk- lingar á stofnunum sem hafa rúmar 20 þúsund krónur til ráðstöfunar - gamla fólkið sem ekki hefur getað vikið smáræði að börnum sínum og barnabörnum um jól vegna hins öm- urlega vasapeningakerfis á nú að fá fimm þúsund krónur um áramótin! Mikil rausn þar eða hitt þó heldur. Var það þetta sem gladdi Guðna svo mjög? Einu sinni var ríkisstjórn sem kölluð var Stefanía eftir forsætisráð- herra hennar. Nú hvarflar að manni að framundan sé ríkisstjórnin „Geir- jón“ og að ríkisstjórnarflokkarnir í blágræna bandalaginu hafi ákveðið að starfa saman á næsta kjörtímabili nái þeir fylgi til þess. Vonandi láta aldraðir ekki plata sig með þessu svo- kallaða „átaki“ til að styðja þá til þess, eftir allt sem á undan er gengið í mál- efnum þeirra. Staðan í málefnum aldraðra er áfellisdómur fyrir stjórn- völd. Samfylkingin mun gera betur við þennan hóp fái hún stuðning til þess í næstu kosningum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Þetta loforð nær yfir næstu fjögur ár, en umboð stjórn- arinnar varir aðeins í tíu mánuði í viðbót. Þetta mikla samkomulag á auð- vitað að verða til þess að aldraðir verði svo glaðir að þeir kjósi þessa flokka áfram til valda. Flokkana sem hafa hundsað aldraða og málefni þeirra alla sína stjórnartíð. ur árin. Þetta eru mun lakari kjör fyrir aldraða en Samfylkingin hefur barist fyrir á Alþingi undanfarin ár. Saga ríkisstjórnarinnar í málefnum aldraðra hefur verið samfelld bið, 100 bíða á LSH, 1000 bíða eftir hjúkrunar- rýmum, enn aðrir 100 bíða eftir að fá að vera með sínum nánustu síðustu æviárin, eru aðskildir nú og svo eru tæplega 1000 aldraðir í herbergjum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.