blaðið - 22.07.2006, Síða 20

blaðið - 22.07.2006, Síða 20
20 I VIÐTAL 4 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaöiö fyrir mínu ** Vílhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið borgarstjóri Reykvtkinga í rúman mánuð. „Mér finnst ég hafa verið borgarstjóri miklu lengur, það hefur svo margt gerst á þessum stutta tíma," segir hann. Vil- hjálmur hefur langa reynslu í stjórnmálum, varð borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks árið 1982 og nú, tuttugu og fjórum árum seinna, eftir að hafa setið tólfár í minnihluta, er hann orðinn borgarstjóri. Hann er spurður að því hvort þetta hafi ekki verið löng bið. „Mér leið aldrei sérstaklega illa í minnihlutanum i borgarstjórn vegna þess að ég var for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sem er mikið og gjöfult starf. Ég læt af því starfi í haust eftir sextán ára formennsku," segir hann. „Ef ég hefði ekki haft það starf þessi ár sem ég sat í minnihlutanum þá hefði ég sennilega hætt í stjórnmálum og snúið mér að öðrum störfum.“ Erengumháður Erþað ekki rétt að við val á borgar- stjóraefni hafi Sjálfstœðisflokkurinn ítrekað gengiðframhjá þér? „Nei, ég hef aðeins einu sinni áður sóst eftir því að verða borgarstjóri og það var þegar Davíð Oddsson lét af embætti. Það fór eins og það fór. Eftir það voru ýmsir sem fóru fram úr mér og vildu verða borgarstjóra- efni: Markús Örn Antonsson, Árni Sigfússon, Inga Jóna Þórðardóttir, Björn Bjarnason og fleiri. Það trufl- aði mig ekki. Þegar menn segja að ít- rekað hafi verið gengið framhjá mér þá er það ekki rétt. Eg ákvað sjálfur að gefa ekki kost á mér. Á hinn bóg- inn hef ég gert mér grein fyrir því að ákveðin öfl í Sjálfstæðisflokknum höfðu ekki sérstakan áhuga á því að ég yrði borgarstjóraefni flokksins og hugsanlega borgarstjóri. Ugglaust hafa þessir aðilar einhverjar ástæður fyrir því en ég er bara ekki þannig gerður að ég sé að velta því mikið fyrir mér.“ Þykirðu kannski ekki nœgilega hollur ákveðnum armi innan flokksins? „Það stjórnar mér enginn. Enginn nema ég sjálfur. Ég er engum háður. Ég hef ekki leitast eftir því að tengjast hópum sem ég hef síðan ætlast til að styddu mig þegar ég teldi mig þurfa á því að halda. Ég hef þurft að hafa fyrir mínu. I prófkjörinu voru ýmsir kunnir forystumenn í Sjálfstæðis- flokknum sem studdu mig ekki. Það fór ekkert sérstaklega í taugarnar á mér. Það fór meira í taugarnar á stuðningsmönnum mínum. Mér var nokk sama.“ „Ég veit að ég get virkað þungur en innra með mér er ég mjög glað- lyndur og hef gaman af góðum húmor og saklausri stríðni Kominn með forgjöf Maður hefur séð stjórnmálamenn einangrast þegar þeir komast í góðar stöður. Hefurðu engar áhyggjur afþví að það hendi þig? „Veistu, ég held að úr þessu sé úti- lokað að ég geti breyst. Eg er orðinn sextugur og er bara sá sem ég er. Ég hef alltaf verið í miklu sambandi við fólk og rækta þau tengsl. Ég reyni að aðstoða fólk eins og ég hef krafta til. Á þessum eina mánuði sem liðinn er síðan ég tók við embætti hafa um 260 einstaklingar beðið um viðtal og ég hef því fjölgað viðtalstímum borgar- stjóra úr tveimur klukkustundum í viku í sex klukkutíma. Þegar ein- hver fer frá mér þá skilur hann eftir viðfangsefni fyrir mig, verkefni sem ég afgreiði sjálfur eða útdeih til ann- arra. Það fer mikill tími í þetta en ég hef líka mikla reynslu í mannlegum samskiptum.“ Þú átt örugglega ekki margar frí- stundir, hvaðgerirðu íþeim? „Við Guðrún sambýliskona mín höfum gaman af því að ferðast, inn- anlands og utan. Svo hefur golfið líka fangað hug okkar. Ég fór að æfa golf fyrir tveimur árum og finnst það gríðarlega skemmtilegt. Ég er kom- inn með forgjöf 30.9“ Erþaðgott? „Ég er dálítið montinn yfir því. Ég er allavega kominn með forgjöf.“ Þú ert t' sambúð en verður borgar- stjórinn í Reykjavík ekki að vera ( hjónabandi?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.