blaðið - 22.07.2006, Síða 23

blaðið - 22.07.2006, Síða 23
blaAÍð LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 SAMSKIPTI I 23 Eftir lát hennar varð hann verri maður. Stúlkan sem átti hjarta Hitlers Hitler hafði gaman afað taka Geii með í lautarferöir. Hér má sjá einkar afslappaðan for- ingjann, að rabba við sína ástkæm frænku ísllkri ferð. Angela Raubal, kölluð Geli, fæddist í Linz í Austurríki 4. júní 1908. Hún var elsta dóttir hálfsystur Adolfs Hitler, Angelu Raubal, og ástkona móðurbróður síns, Adolfs Hitler. Kynni með þeim hófust fyrir al- vöru í mars árið 1927, þegar móðir Geli flutti til Obersalzberg í Þýska- landi til þess að gerast húshjálp bróður síns. Hún hafði dætur sínar með sér og ekki leið á löngu þar til hinn fertugi Adolf Hitler tók að heill- ast meira og meira af nítján ára gam- alli frænku sinni, Geli Raubal. Á fundi með flokknum f Obersalzberg byrjuðu þau að njóta félagsskaps hvort annars en þegar hann, starfsins vegna, þurfti að vera meira i Munchen flutti hann Geli þangað. Hann skráði hana í læknanám við háskólann og lét útbúa fyrir hana her- bergi í íbúðinni sinni. Hann tókhana með sér hvert sem hann fór. Naut þess að sýna henni lífið og listirnar. Þau fóru í lautarferðir og leikhús og hann vílaði það ekki fyrir sér að fara með hana á fundi hjá nasistaflokknum. Opinn og blíður Adolf Þeir sem til hans þekktu sögðu að Hitler hafi vanalega yfirtekið öll sam- töl og allar umræður á mannamótum en hann gerði undantekningu á þessu þegar Geli átti í hlut. Þegar hún hafði eitthvað til málanna að leggja þagn- aði sjálfur foringinn og leyfði Geli að njóta sín. Hann var lokaður maður sem gaf aldrei persónulegt færi á sér en gagnvart Geli var hann opinn og blíður. Það mátti enginn gera grín að honum nema hún og Geli var ein af fáum manneskjum sem gat fengið hann til að hlæja. Vaktaði hana dag og nótt Eftir þvi sem Hitler komst meira til valda innan nasistaflokksins byrjaði hann að herða ólina sem hann hafði á frænku sinni. Hann leyfði henni ekki að umgangast vini eða kunningja án hans samþykkis og ef hann vaktaði ekki ferðir hennar sjálfur dag og nótt þá fékk hann einhvern sem hann treysti til þess að gera það fyrir sig. Þrátt fyrir þessa stjórnunartakta frændans var Geli frjálslynd ung kona sem lét illa að stjórn og gerði því vanalega það sem henni hentaði við hvert tækifæri sem bauðst. Hún átti meira að segja í ástarsambandi við Emil Maurice, en hann var einn af stofnendum SS sveitanna og um tíma einkabílstjóri foringjans. Tókeigið líf I september 1931 framdi hin tutt- ugu og þriggja ára gamla Geli Rau- bal sjálfsmorð. Þetta gerði hún, með byssu sem Hitler átti sjálfur, inni í herberginu sínu í íbúðinni. Hún skildi ekki eftir neitt sjálfsmorðs- bréf en við hlið hennar lá annað bréf sem hún skrifaði til vinar síns og í því voru engar vísbendingar sem gátu skýrt dauða hennar. Eftir að Geli dó fóru af stað margs konar sögusagnir. Marga grunaði að Hitler sjálfur hefði haft eitthvað með lát hennar að gera. Hitler hafði jú sterk ítök hjá lögreglunni í Munchen og hefði þar af leiðandi getað hagrætt sannleikanum að vild. Sumir héldu að hún hefði orðið barnshafandi eftir hann og ekki getað lifað með því og aðrar raddir töldu Himmler hafa drepið hana þar sem hún hótaði Hitler fjárkúgun. En þetta eru bara getgátur. Það eina sem er alveg vitað er að þau höfðu rifist mikið fram að deginum sem hún tók eigið líf. En raunverulega ástæðu þess að hún dó, hvernig eða út af hverju, veit enginn. Hann breyttist til hins verra Margir sagnfræðingar telja að Hitler hafi verið mjög ástfanginn af Geli. Eftir að hún dó hótaði hann að fremja sjálfsmorð en flokks- bræðrum hans tókst að telja hann af því. Reyndar hafði hann áður komið með slíkar yfirlýsingar án þess að láta verða af þeim en eitt er víst að hún var eina stóra ástin í lífi hans og eftir að hún lést varð hann allt annar maður. Hann breyttist til hins verra. Afbrýðisöm út í Evu Braun Allt frá upphafi var samband Hitl- ers og Geli mjög stormasamt og það er vitað að hann var ekki fær um að sýna sama trygglyndi og hann krafð- ist af frænku sinni. Þau ásökuðu hvort annað stöðugt um framhjáhald og sérstaklega hafði Geli áhyggjur af hinni sautján ára gömlu Evu Braun sem Hitler var duglegur að taka í bíltúra í Mercedes-Benz glæsikerru sinni. f dag er sú kona fyrst og fremst þekkt fyrir að hafa verið ástkona Hitl- ers en það mun samt alltaf hafa verið Geli sem átti hjarta hans. Frændi Geii, Willie Hitler, lýsti henni á eftirfarandi hátt „Geli minnti meira á bam en unga konu. Það var ekki beinlínis hægt að kalla hana fallega en hún var mjög heill- andi. Hún notaði vanalega ekki hatta eða annað skraut og klæddi sig mjög látlaust. Til dæmis i pliseruð pils og hvítar blússur. Enga skartgripi bar hún aðra en gylltan hakakross sem frændi hennar Adolf gaf henni en hann kallaði hún alltaf Alf frænda. Sálarangist Eva Braun upplifði, líkt og Geli Raubal, mikla sálarangist yfir sam- bandi sínu við foringjann og reyndi m.a. tvisvar sinnum að taka eigið líf á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún lést þó ekki fyrr en fjórtán árum síðar, eftir að hún hafði á einum sólarhring gifst ástmanni sínum og haldið svo með honum yfir móðuna miklu í brúðkaupsferð. Gat ekki hamið ást sína Flestir sem til málsins þekkja telja að Geli Raubal hafi fyrst og fremst liðið tilfinningalegar kvalir vegna þess að hún átti í sifjaspells sam- bandi við náfrænda sinn. Þrátt fyrir blóðböndin gat hún ekki hamið ástríðu sína til hans og í kjölfarið tók hún eigið líf. Nú liggur hún grafin í Zentralfriedhof kirkjugarðinum í Vínarborg. Harðjaxlinn Adolf Hitler átti erfitt með að opnahjarta sitt. Svo erfitt að aðeins ein ....................................... kona komstþarinn. Sú hét Geli Raubal og varsysturdóttirhans. margret@bladid.net Fallegar konur og efnaðir menn Aldrei hef ég hneykslast á því þegar fallegar konur ná sér í þybbna, kannski ófriða, en vel efnaða menn. Ég hneykslast ekki heldur þegar ungar og fallegar konur ná sér í SAMSKIPTI vel efnaða eldri menn. Hin svegar KYNJANNA skil ég lítið í því þegar ung og fal- leg kona birtist allt í einu með illa ofsalega fallegar. Bara fallegar. Þetta sést best á muninum á því hvernig kynin bregðast við fata- fellum. Þegar konur koma saman til að horfa á fagra karla fækka fötum þá öskra þær og skrækja. Klappa saman lófunum og láta öllum illum látum eins og glaðir simpansar. En þegar fatafella fer úr fyrir karla þá sitja þeir þöglir, op- inmynntir og dáleiddir og virðast varla geta hreyft legg né lið. Þeir verða bergnumdir af fegurð og kynþokka fatafellunnar og um leið valdalausir þar sem þeim hættir að vera sjálfrátt. Það er mikið minna af hormón- inu testósterón í konum en körlum. Karlar sem hafa mikið testóste- rón í sér eru meiri keppnismenn en hinir sem hafa minna af því. Konur hafa almennt lítið testóste- rón og eru að sama skapi ekki jafn mikið fyrir að keppa og karlar. Hvorki í fótbolta né á vinnumark- aði. Kannski er það þess vegna sem testósterón rýrum konum finnst það góð hugmynd að eignast efn- aða karla? joseph Campbell sagði líka að konum hefðu verið seld karllæg gildi í seinni heimsstyrj- öldinni þegar þær neyddust til að fara á vinnumarkaðinn. Þær áttu að varpa sínum gildum fyrir borð og breytast í karlkonur. Gera það sem karlar gera. Tímaritið Time, sjónvarpsþáttur- inn 60 Minutes og dagblaðið New York Times gerðu nýlega víðtækar rannsóknir í kringum þetta við- fangsefni og út úr henni fengust m.a. þær niðurstöður að 95% af körlum sem útskrifuðust úr Stan- ford Háskóla með MBA gráður voru í fullri vinnu en aðeins 38% kvennanna. Sömu útkomu má finna í bókinni What Women Really Want, eftir tölfræðingana Celindu Lake og Kellyanne Con- way, en þar kemur fram að sjö af hverjum tíu konum myndu frekar kjósa að vera heima með börn- unum, ef þær hefðu efni á því. Og það er þess vegna sem ég botna lítið í því þegar ég sé fagrar, valdamiklar konur með rolulega og lata karla sér við hlið. Þær gætu nefnilega verið heima að dúlla sér. margret@bladid.net gefinn, tuttugu árum eldri karl upp á arminn. Karl sem er með allt niðrum sig eins og amma hefði kallað það. Já. Það finnst mér erf- itt að skilja. Þetta virkar einhvern veginn andstætt þróunarkenningu Herberts Spencer um að þau sterk- ustu komist af. Ekki spyrja mig af hverju, en það er nú samt svo að karlar eru almennt vanmáttugari gagnvart fögrum konum, en konur gagn- vart fögrum körlum. Hinn lokkum prýddi Fabio hefur ekki öflug áhrif á flesta kvenmenn. Fagur karl er oft lítið annað en fagur í augum konu. Eins og fagur kaffibolli. En heillandi, fyndinn, skemmtilegur og vel gefinn karl er önnur saga. Giacomo Casanova var t.d. ekk- ert sérstaklega sætur. Hann var með alltof stútlegan munn, stutt enni og signa undirhöku en hann var óhemju heillandi, fyndinn, skemmtilegur og alltaf með smá penge i lommen. Ég hef stundum velt valdi kvenna fyrir mér. Hvar það raun- verulega liggur. Hvítur karlmaður ku víst vera valdamesta skepna jarðarinnar. Sumir þykjast sam- mála þessu en halda því um leið fram að þeir séu oft strengja- brúður kvenna sem gera allt á bak við tjöldin. Svona eins og þegar hin fagra Hallgerður kom Gunnari í tómt rugl út af húskörlum og osti. Ég hef engar kenningar um þetta baktjaldamakk kynsystra minna en hins vegar hefur mér sýnst að ofsafallegar konur hafi nánast und- antekningarlaust, raunverulegt vald yfir flestum karlmönnum. Og þær þurfa ekki einu sinni að vera

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.