blaðið - 22.07.2006, Side 26
26
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðið
tíska
tiska@bladid.net
Stóra þakkarskuldin
„Ég veit ekki hver hannaði háa hæla en
allar konur skulda honum mikið,“ sagði
ein allra frægasta kona síðustu alda,
leikkonan Marilyn Monroe, sem hafði
griðarleg áhrif á útlit fjölmargra kvenna.
V. A,
Tískudómar
Þegar ég settist niður til að skrifa
þessa grein var bara ekkert sem
mér datt í hug að skrifa um, það er
bara ekkert búið að koma upp í hug-
ann alla vikuna - engin hugmynd
að grein.
Eg settist samt niður til að reyna
að skrifa eitthvað en ekkert gerð-
ist. Svo fór ég að hugsa um allar
þessar týpur sem við íslendingar
þekkjum, um vini mína og þá sem
ég er að vinna með. Ég fór að velta
því fyrir mér af hverju þurfum
við alltaf að setja okkur inn í ein-
hvern ramma og tilheyra honum?
Ég nefni til dæmis, og nú nefni ég
þekktustu týpur landsins; hnakka,
fegurðardrottningar, Verslótýpur,
lista-fólkið ,retró-fólkið, 17-liðið,
allt í bland-fólkið, gotharar ,busi-
ness-týpur ,klassíska fólkið, bar-
bie-hommarnir, trukkalessurnar,
verkamennirnir, silíkon-tútturnar,
íþrótta-gellurnar og -gaurar, rokk-
arar, pönkarar, heldra fólkið, mód-
elin, flíspeysurnar, þeir sem vilja
ekki fitta inn, gamla fólkið, skrýtna
liðið, rónarnir, spútnik-týpurnar,
merkja-fríkin, puma-týpurnar,
útsölu-drottningar og svo mætti
lengi telja.
Af hverju verslum við föt eins
og við gerum? Er það ekki fram-
lenging á því hver við erum, hvað
við höfum að segja um okkur og
við þjóðfélagið? Af hverju þurfum
við að klæða okkur upp í búninga
til að koma skilaboðum áfram um
okkur? Erum við hrædd við að ef
við höfum ekki þessa búninga þá
sjái fólk í gegnum gervið eða er ein-
hver önnur ástæða fyrir því að við
veljum okkur stíl?
Hvernig væri heimurinn ef allir
væru bara, segjum í alveg eins
kirtlum. Enginn væri neitt frá-
brugðinn hinum og fólk gæti ekki
dæmt eftir því hvernig fólk er klætt.
Myndum við gefa fólki meiri „sjens“
eða erum við alltaf með fyrirfram
mótaðar skoðanir um fólk?
Ég er svo heppinn að ég á vini í
að ég held öllum þessum hópum
sem ég taldi upp hér að ofan og veit
þannig með vissu að þessir hópar
hafa alltaf eitthvað á móti hinum.
Hnakkar fatta til dæmis ekki af
hverju fólk vill ekki vera snyrtilegt
til fara, listatýpur fatta ekki þessa
áráttu með útlitið, hefðar-liðið
fattar ekki hvernig er hægt að vera
flippaður í fatavali og litum, barbie-
hommarnir eiga erfitt með trukka-
lessurnar og öfugt og þannig gæti
ég talið endalaust áfram.
Með því að velja okkur dress
erum við að velja okkur skoðanir
og fataval okkar endurspeglar skoð-
anir okkar og viðhorf okkar til lífs-
ins. Þannig eru þetta í raun einkenn-
isbúningar okkar sem einstaklinga
og segja til um hvað okkur finnst
um okkur, hina og heiminn.
Fötin eru tákn um allt það sem
við stöndum fyrir.
Skjöldur
Gillzenegger Egill Einarsson erþessi týpiski hnakki
SMÁAUGLÝSINGAR
blaðiða
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
Efþaö væri ekki fyrir útsauminn meö
austur-evrópsku áhrifunum á efri
hluta þessa fallega Chrisitan Dior
kjóls væri nánast erfitt að greina af-
ganginn af kjólnum og gildirþá einu
um þirtuskilyröin!
Á skuggsælu kveldi gæti áhorfandi
freistast til aö horfa algerlega fram
hjá þessum kjól frá Aslessandro
DellAcqua og séð ekkert nema
stúlkuna.
Þessi kvenlegi og mjúki kjóll eftir
Calvin Klein færir hverja konu beint
aftur í fang náttúrunnar en hann ýtir
undir hugmyndir um gamlar gyðjur
eins og Afródítu....
Nánast á
Evuklæðunum
Það er greinilegt að húðlitar flíkur eru hluti af
næstu tískubylgju enda má sjá þær í öllum gerðum
og útfærslum á tískupöllunum um þessar mundir.
Húðlitar flíkur geta verið sérlega glæsilegar á vel
til hafðri konu og við fyrstu sýn virðist hún jafnvel
ekki vera í neinu, nokkurs konar tilbrigði við nýju
föt keisarans. Ólíkt keisaranum forðum þurfa
þessar huggulegu snótir ekki að hafa áhyggjur af
flæðandi fitufellingum valdníðslu og hégóma en
þær bera „klæðaleysið" óvenjuvel.
Hönnuðurinn Coswllo
Tagliapietra tekur hér
gyöjustefið skrefin
lengra i sköpunarvérki
innar hafi litið öðruvisi ut
en þessi gyðja í upphaf-
Góð ráð
Að grenna sig
með fötum
Til að líta út fyrir að vera grennri
en maður raunverulega er er mikil-
vægt að vera í sama litnum að of-
anverðu og neðanverðu. Við það
skapast samræmd heild sem ýtir
undir „hávaxna og granna" útlitið,
jafnvel þó sentimetrafjöldinn nái
ekki mikið yfir einn og sextíu.
Lengri leggir
Fótleggirnir líta út fyrir að vera
lengri og grennri ef þú gætir þess
að sokkabuxurnar þínar passi
við pilsið og skóna. Ef pilsið er
mynstrað borgar sig að finna
sokkabuxur í sama.lit og er í
grunninn í pilsinu.
Ef skórnir eru í tveimur litum
getur verið erfitt að velja skokka-
buxur. Það borgar sig þó að velja
hlutlausan lit eða Ijósari litinn í
skónum. Það borgar sig að nota
aldrei sokkabuxur sem eru dekkri
en Ijósasti liturinn í skónum.
Heimatilbúiö
skrúbb
Ertu á leið í sturtuna og áttar
þið þá á því að skrúbbið þitt er
búið? Það er ekki svo stórkost-
legt mál því það má auðveldlega
hræra saman góða jurtaolíu úr
eldhússkápunum saman við gott
sjávarsalt. Svo er bara að bera
það á húðina og nudda með
léttum hringlaga hreyfingum yfir
llkamann. Munið að sneiða hjá
brjóstasvæðinu. Svo er bara að
skola allt saman af í sturtunni.
Hreinsikremið í
ísskápnum
Annað gott ráð úr eldhúsinu er að
nota farðahreinsi úr ísskápnum ef
sá úr baðskápnum klárast. Undan-
renna, jógúrt og jafnvel rjómi eru
Ijómandi góðir og mildir náttúru-
legir farðahreinsar.
Olía í húðina
Svo er ekki úr vegi, svona til að
skapa tilbreytingu fyrir húðina, að
nota nokkra dropa af möndluolíu
á andlitið eftir heitt og gott bað.
Það má blanda henni saman við
aðra olíu, svo sem eins og lavand-
erolíu eða myntuolíu og húðin
verður mjúk og geislandi. Þetta
má gera nokkrum sinnum í mán-
uði í stað þess að nota rakakrem.
Leggjanæring
Það ma auðveldlega koma í veg
fyrir rakabruna á leggjunum með
þvi að rakanæra þá fyrir rakst-
urinn. Ein leið er að bera á þá
hárnæringu og láta hana liggja
á leggjunum í nokkrar mínútur.
Svo er bara að raka en raksturinn
verður sérlega mjúkur og leggirnir
lengri mjúkir.