blaðið - 22.07.2006, Síða 35
blaðið LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006
35
Þjóðhátíðarlagið frumflutt i dag:
Mynd/Jim Smart
Ástfangin í þér
Fyrst kom vetur svo kom vor
Örstutt sumar, aftur haust
Mér fannst ég alltaf vera að stíga í
sömu spor
Þegar þú komst inn í líf mitt
sólin gegnum skýin braust
Til að breyta mínu lífi þurfti þor
Margir arka æviveginn
eins og lest fer um sitt spor
Aðra hristir lífið eins og lítið strá
Sumar yfirgefa alitof snemma æsku
sinnar vor
Aðrar aldrei sína draumaprinsa fá
Þegar allt á verri veginn fer
Vindur stendur beint í fang á mér
Get ég alltaf fundið skjól hjá þér
Bros þitt leiðarljós til mín
Við öll leiðindi er ég laus
Ástfangin í þér upp fyrir haus
Þetta sumar bráðum liðið
Aftur kemur haustið svalt
Sumarylurinn er enn í hjarta mér
Og hann hitar mig í vetur
Sama hvað það verður kalt
Hamingjan er stundum þar sem ást-
in er
Höfundur Magnús Eiríksson ^
Nýja Þjóðhátíð-
arlagið verður
frumflutt í dag á
Bylgjunni á milli
klukkan n og
12. „Þetta er róleg ballaða sem
er undir keltneskum, svolítið
kántrí-skotnum áhrifum og
heitir Ástfangin í þér,“ segir
Magnús Eiríksson sem er höf-
undur lagsins. „Þjóðhátíðar-
nefndin kom að máli við mig
og bað mig um að semja þetta
lagið fyrir Þjóðhátíð í Eyjum
2006 og ég tók það að mér
með glöðu geði. Þetta er mjög
skemmtileg hefð og frábær há-
tíð en það er ekki auðvelt verk
að feta í fótspor heiðursmanna
eins og Ása í Bæ og Oddgeirs
Kristjánssonar enda er ég ekk-
ert að reyna það. Ég sem þetta
það algjörlega eftir mínu höfði.
Lagið kom fyrst og ég var bú-
inn að vera að velta því fyrir
mér í svolítinn tíma. Maður
þarf nú að gera það, velta þessu
svolítið fyrir sér svo að útkom-
an verði góð. Síðan samdi ég
textann sem fjallar um það ei-
lífa viðfangsefni ástina," segir
Magnús.
Engin samkeppni
Það er áralöng hefð fyrir
því að samin eru sérstök lög
sem tileinkuð eru Þjóðhátíð-
inni. Fyrsta Þjóðhátiðarlagið
er af mörgum talið Setjumst
að sumbli sem samið var fyr-
ir hátíðina árið 1933 en það er
eftir Oddgeir Kristjánsson og
textinn eftir Árna úr Eyjum. „I
fyrra var samkeppni um Þjóð-
hátíðarlagið en það var ekkert
af þeim lögum sem komu inn í
samkeppninni nógu góð að okk-
ar mati. Þá gripum við til þess
ráðs að biðja Hreim úr Landi
og sonum og Vigni úr írafári
að búa til lag. Þeir gerðu það
og var það mjög vel heppnað .
í ár ákváðum við því að hvíla
keppnina aðeins og fengum
Magga Eiriks til þess að semja
lagið og hann var til í það,“ seg-
ir Tryggvi Már en hann situr
í Þjóðhátiðarnefndinni sem
vinnur nú hörðum höndum að
þvi að gera Þjóðhátíðina sem
flottasta.
Lagið eríCogallir
geta sungi með
„Lagið er undir keltnesk-
um áhrifum og það er ekkert
minnst á Heimaklett eða svona
það helsta sem hefur verið f
öllum Þjóðhátiðarlögum und-
anfarið. Þetta er allt öðruvísi,
mjög ferskt og skemmtilegt.
Ég er ekki i nokkrum vafa um
að fólk á eftir að glamra þetta
á kassagítarinn sinn í dalnum.
Lagið er smekklega útsett, ein-
falt en samt fallegt. Það byrjar
í C og ég bara skora á að fólk
„pikka það upp“ og byrja að æfa
sig,“ segir Tómas Hermanns-
son sem gefur lagið út.
kristin@bladid.net
NÝTT Á DVD
matthew
mcconaugney
komin í verslanir og á leigur á DVD
SAM^MYNDIR
V