blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Sérð þú um brekkusönginn i ár? „Ég hef alltaf terið með brekkusönginn, cn cgstartaði honum fyrir30 árum stðan. Það er þvt stórafmæli t ár. Boðið verður upp á einhver mj lög, ]ió að mcstmegnis verði sungin eldri lögscm allirkunna. Églilakka ntikið til." Arni Johitsen, Eyjamaður Þjóðhátíð íVestmannaeyjumfer fram um verslunarmannahelgina og er brekkusöngur á dagskrá á sunnudagskvöldinu.. Smáborgarinn Smáborgarinn flyt- ur af landi brott Smáborgarinn skilur sífellt betur þá sem ákveða að flýja land vegna skattbyrðar og vöruverðs. Ifyrstu skildi Smáborgarinn þetta ekki og var uppfullur af þjóðerniskennd. Vit- anlega á maður að sætta sig við landlð sitt. Þrátt fyrir að allt virðist betra á hinum Norð- urlöndunum, betra velferðarkerfi, lægri skattbyrði, hærri tekjurog svo framvegis, þá erlsland alltaf best í heimi. Smáborgarinn er ekki lengur á þeirri skoðun. Satt best að segja er hann orðinn hundleiður á því að um leið og hann stígur inn fyrir dyrnar á verslun er hann búinn að eyða 2000 krónum, bara fyrir nauðsynjar. Vlkuinnkaupin kosta hann að lágmarki 6000 krónur og það er bara fyrir tveggja manna fjölskyldu. Enda skilur Smáborgar- inn ekki hvernig stærri fjölskyldur hafa það af á Islandi í dag. Smáborgarinn er á ágætis launum en skuldar vitanlega námslán, Ibúða- lán og sitthvað sem safnast hefur saman í áranna rás. Ásfnum launum ætti Smáborgar- inn því að geta lifað ágætis Iffi en það er allt svo dýrt að Smáborgarinn veigrar sér við að láta eitthvað eftirsér. Steininn tók þó úr um daginn er Smáborg- arinn leit á álagningarseðil sinn á Netinu og í Ijós kom að hann þarf að borga hátt í fimmtíu þúsund krónur í skatta fram að ára- mótum. Smáborgarinn skilur ekkert í þessu. Hann borgar sfna skatta samviskusamlega, á frekar ódýra íbúð og skuldar álíka og með- almaðurinn, ef ekki meira. Venjulega hefur hann fengið lágmark 100 þúsund krónur í ág- úst og oft mikið meira. En ekki í ár, einmitt þegar vöruverð og bensínverð er f hæstu hæðum. Maki Smáborgarans þarf líka að borga tæp- lega fimmtíu þúsund. Það eru því um 20 þús- und krónursem Smáborgarinn og maki hans þurfa að borga skattinum á mánuði næstu mánuði og fyrir hvað? Fyrir að þræla og púla 8-10 klukkustundir á dag hið minnsta? Fyrir að borga okurverð í bensfn til þess eins að geta mætt f vinnuna? Fyrirað þurfa að borga tugi þúsunda í hverjum mánuði til þess eins að geta borðað? Þetta er svo sannarlega ekki þess virði. Næsta skref Smáborgarans er að velja hvert hann flytur og Noregur fær mörg góð meðmæli. Hver veit nema pistill Smáborgarans fari að birtast í Nettavisen í Noregiá næstuvikum? Sígaunar vestursins „Það er afskaplega góð tilfinning að keyra út í frelsið," segir Anna Guðrún Jóhannsdóttir, ritari félags húsbílaeig- enda. Á venjulegum degi er Anna Guð- rún leikskólakennari en þegar sumarið kemur breytist hún í húsbílaflakkara. Þá keyrir hún út um allt land á bílnum sem ber nafnið Farsæll. Helgarnar hjá önnu eru yfirleitt þannig að hún og maðurinn hennar, Magnús Árnason, setjast upp í húsbíl- inn og keyra út á land. Hún segir það einstaklega skemmtilegt og ekki skemmi fyrir þegar þau hitta fleiri húsbílaeig- endur og eyða með þeim kvöldinu. „Ef við komumst í hús þá spilum við eða ein- hver grípur í harmonikk- una og tekur lagið,“ segir Anna Guðrún um þennan skemmtilega lífsstíl. Hún ásamt manni sínum eru búin að ferðast í viku núna og ætla sér að gista í Búðardal um helgina. Þar munu fleiri húsbílaeigendur hitta þau og verður félagsvist spiluð um kvöld- ið. Að sögn Önnu verður húsbíllinn að nokkurs konar heimili þegar þau flakka svona um. I bílnum er allt sem til þarf, allt frá klósetti upp í eldhús. „Það mætti segja við séum einhvers konar sígaunafjölskylda," segir Anna Guðrún hlæjandi. Hún og maðurinn hennar eru búin að fara meira eða minna út um allt Island. Hún segist skoða það sem vert er að skoða þegar þau vilja skoða það. Engar kvaðir, eng- in dagskrá sem þarf að fylgja. Hún segir þetta yndislegan lífsstíl og það sé gott að vera sinn eigin herra á ferðalögum. Þau hjónin ætla að enda reisu sína um helgina og fara heim frá Búðardal ólíkt laginu sem söng um komuna til dalsins. HEYRST HEFUR... \ hugamenn um stjórnmál Zxættu ekki að láta Press- una á NFS fram hjá sér fara á morgun kl. 12.30. Þar verður meðal annars langt viðtal Helga Seljan við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formann Samfylkingar- innar, þar sem farið er vítt yfir sviðið. Athygli vekur að þegar grein Margrétar S. Björnsdóttur um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn er tekin til umræðu er for- maðurinn frekar fráhverfur þeim hugmyndum og tekur í svipaðan streng og Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi, sem telur allt betra en íhaldið. Eins vekur athygli að hún tekur umhverfismálin og stóriðjuna sérstaklega upp sem baráttumál þó Samfylk- ingin hafi á sínum tíma stutt álversframkvæmdirnar eystra. Méð þessu þykir formaðurinn gefa mjög ákveðið til kynna að áfram skuli herjað til vinstri... Greint var frá því í Frétta- blaðinu á dögunum að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, hefðu frestast vegna sumar- leyfa. Ekki kom hins vegar fram vegna sumar- leyfa hverra. Það er þó ekki þannig að starfsemi Rikislög- reglustjóra hafi lagst af yfir sumarið, heldur var Jón Ásgeir sjálfur í önnum og fríum erlendis lengi vel, en þegar hann kom heim fór Gestur Jónsson, lögmaður hans, í frí og þótti enginn annar, af hinu fjölmenna lögmannaliði Baugsmanna, nógu góður til þess að fylgja Jóni Ásgeiri á Skúlagötuna... andres.magnusson@bladid.net Flottur í formi Leikarinn Matthew McConaughey sást fyrir skemmstu á gera æfingarnar sína ströndinni. Matthew sem er rómaður fyrir kynþokka sinn er greinilega í góðu formi og það er ekkert skrítið að stúlkurnar kolfalli fyrir honum. hém? <sr lám% „Þetta er fyrrverandi kærastinn minn." by Jim Unger 9-28 © Jlm Ungar/dlst. by Unlted Modio, 2001

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.