blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 blaöið Tekið á málunum George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Nouri Maliki, forsætisráðherra Iraks, í Washington í gær. írak: Fjölga dátum Eftir fund með Nouri Maliki, forsætisráðherra íraks, í Washing- ton gær, lýsti George Bush, forseti Bandaríkjanna, því yfir að fleiri bandarisícar hersveitir yrðu fluttar til Bagdad, höfuðborgar Iraks. For- setinn sagði að Bandarikjamenn myndu ásamt íröskum öryggis- sveitum vinna að þvi að tryggja út- hverfi borgarinnar, en flestir víga- og ofbeldismennirnir í borginni komi þaðan. Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond VSTRÖND Mið-Austurlönd: Umleitanir í skugga átaka Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fundaði með Mahmoud Abbas, forseta palest- ínsku heimastjórnarinnar, og Ehud Olmert, forsætisráðherra ísraels, í gær á meðan harðir bardagar geis- uðu á milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah í Líbanon. Eftir fund sinn með Olmert lýsti Rice því yfir að finna þyrfti varan- lega lausn á deilunum við botn Mið- jarðarhafs. Hún sagði einnig að nýr tími væri að renna upp fyrir Mið- Austurlönd og að lýðræðis- og frels- isunnendur ættu að senda þeim sem vildu standa vörð um ríkjandi ástand sterk skilaboð. Utanríkis- ráðherrann ítrekaði ennfremur þá afstöðu Bandaríkjanna að tilgangs- laust væri að knýja fram umsvifa- laust vopnahlé í átökum Israela og Hizbollah án þess að tekið yrði á þeim vandamálum sem vera þeirra síðarnefndu í suðurhluta Líbanons skapar. Olmert lýsti því yfir við Rice að ísraelar myndu tryggja flutningsleiðir svo hægt væri að koma neyðaraðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna átak- anna í Líbanon. Á fundinum með Abbas lagði Rice áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu ekki gleymt vandamáíum Pal- estínumanna. Hún kom þeim skila- boðum áleiðis til Abbas að banda- rísk stjórnvöld myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til þess að knýja tveggja-ríkja lausn i deilum Palest- ínumanna og ísraela. I dag mun Rice svo funda með fulltrúum aðildarríkja Evrópusam- bandsins og Arabaríkja í Róm, á Italíu, um átökin á milli Israels og Hizbollah. Stjórnmálaskýrendur telja að bandarísk stjórnvöld séu hlynnt því að leysa deiluna með því að alþjóðlegt friðargæslulið taki að sér að vernda svæði í kringum ísraelsku landamærin í suðurhluta Líbanons í einn eða tvo mánuði. Á meðan á því stæði yrði unnið að því að uppræta vígstöðvar Hizbollah á svæðinu. Bandarísk stjórnvöld eru undir miklum þrýstingi frá Evrópu- ríkjunum og bandamönnum sínum í Mið-Austurlöndum um að beita sér fyrir umsvifalausu vopnahléi og eru sökuð af mörgum um að veita ísraelum of mikið svigrúm til þess að ganga á milli bols og höfuðs á skæruliðum Hizbollah. Hart var barist á landamærunum í gær og sögðust talsmenn ísraelshers hafa náð mikilvægum vígstöðvum Hizbollah í suðurhluta Líbanon á sitt vald. Ehud Olmert lýsti því yfir í gær að ísraelsmenn myndu halda áfram að ráðast á vígstöðvar Hiz- bollah og útilokaði nánast að þeir myndu sættast á vopnahlé í bráð. Um fjögurhundrað manns hafa fallið í Líbanon frá því að átökin hóf- ust fyrir tveimur vikum. Á fjórða tug hafa fallið í Israel. Sigursteinn Másson Fram- kvæmdastjórn ÖBÍ stendur að baki formanni sínum. Öryrkiabandalagið Styðja Sigurstein SigursteinnMásson.formaðurÖr- yrkjabandalags Islands, nýtur fulls stuðnings framkvæmdastjórnar félagsins. Sigursteinn hefur legið undir ámælum fyrir að vilja ekki greina frá ráðningasamningi sem gerður var við framkvæmdastjóra bandalagsins í janúar í kjölfar þess að fyrrverandi framkvæmda- stjóra, Arnþóri Helgasyni, var sagt upp. I yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórninni segir að hörmuð sé sú persónugerða gagnrýni sem fram hafi komið í fjölmiðlum undan- farið „frá hendi tveggja af þrjátíu fulltrúum aðalstjórnar“ á störf Sig- ursteins og framkvæmdastjórnar- innar, „Við bendum á að fullur vilji hefur verið frá upphafi að semja við Arnþór Helgason um starfs- lok hans í anda samþykktar aðal- stjórnar, og viljum við hvetja hann tií að ganga til samninga,“ segir í tilkynningunni. Alvoru fjallahjol 1111531311 tiafin Full búð af góðum tilboðum Rockadile AL 26 Frábært Alvöru fjallahjól, Flugumferðarstjórar: Segjast ekki eiga í mótmælaaðgerðum ■ Kenna ósveigjanlegu vaktakerfi um Vilja síður bjarga málum fyrir Flugmálastjórn. Flugumferðarstjóri að störfum Segja mikil forföll að undanförnu ekki í neinu samhengi við deilur þeirra við Flugmálastjórn. Eftir Höskuld Kára Schram Mikil forföll flugumferðarstjóra að undanförnu eru ekki hluti af skipulögðum mótmælum að sögn formanns Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra. Hann segir rót vand- ans liggja í ósveigjanlegu vaktakerfi sem hvetji menn ekki til að taka aukavaktir. Skyndiforföll flugum- ferðarstjóra jukust um 65 prósent i júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Dæmi eru um að mannekla hjá flugstjórnarmiðstöð hafi valdið töfum á millilandaflugi. Mikil forföll „Mér er ekki kunnugt um neinar mótmælaaðgerðir né að menn séu að boða sig veika vegna þeirra deilna sem við stöndum í,“ segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. Félagið hefur nú um árabil staðið í deilum vegna vaktafyrirkomulags við Flug- málastjórn. 1 mars á þessu ári ákvað Flugmálastjórn einhliða að taka upp nýtt vaktakerfi þrátt fyrir mikil mót- mæli flugumferðarstjóra. I Blaðinu í gær kom fram að mikil aukning hefur verið á skyndifor- föllum flugumferðarstjóra að und- anförnu. Þannig jukust forföll um 65% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þá urðu miklar tafir á milli- landaflugi síðastliðinn sunnudag þegar sex af þeim þrettán flugum- ferðarstjórum sem áttu að vera á vakt þann dag boðuðu veikindi. Loftur segir hið nýja kerfi vera ósveigjanlegt og hvetji menn ekki til að taka aukavaktir þegar um veik- indi er að ræða. „Menn hafa orðið veikir áður án þess að það hafi vakið athygli. Væntanlega vegna þess að þá var ekkert mál að fá aðra til að koma og fylla í skarðið. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er ekki vilji lengur til að bjarga málum fyrir Flugmálastjórn eins og áður var.“ Að sögn Lofts felur hið nýja vaktakerfi það í sér að þrjátíu vinnu- dögum á ári er bætt við flugumferð- arstjóra. Þetta olli því að menn eru síður tilbúnir til að sleppa frídögum. „Þetta kemur niður á sveigjanleika kerfisins. Áður fyrr voru menn á bakvöktum og hægt að kalla þá til þegar eitthvað kom upp á. Þetta er ekki lengur hægt. Menn gátu orðið veikir í gamla vaktakerfinu án þess að það kæmi niður á flugumferð." hoskuldur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.