blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 11
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 FRÉTTIR I 11 Bandaríkin og Indland: Blendin viðbrögð Stjórnvöld í Wash- ington viður- kenndu á mánu- dag að þau vissu um áform Pakist- ana um byggingu nýs kjarnakljúfs en sögðu að þau hafi leynt og ljóst reynt að fá þá til þess að láta af áformum sínum. Fréttirnar berast á sama tíma og Bandaríkja- þing er að hefja umræður um hvort að það eigi að staðfesta samning Banda- ríkjanna og Indlands á sviði kjarnorkumála. Talið er að fréttirnar kunni að hafa nokkur áhrif á þær umræður enda hefur samningurinn verið gagnrýndur á þeirri for- sendu að hann auki líkurnar á vígbúnaðarkapphlaupi í Asíu. Auk þess er óttast að aukin framleiðsla á kjarna- kleyfu efni í Asíu kunni að auka líkurnar á því að slík efni komist í hendurnar á hryðjuverkamönnum. Viðbrögð Indverja við fréttunum • hafaverið blendin. Að öllum líkindum vissu stjórn- völd í landinu af uppbyggingunni en Indverjar og Pakistanar hafa gert með sér samning um gagnsæi í uppbyggingu á kjarnorkugetu. Háttsettur embættismaður innan ind- versku stjórnarinnar gerir lítið úr skýrslu ISIS og segir hana gefna út til þess að hafa áhrif á pólitíska umræðu um samstarfssamning Indverja og Bandaríkjamanna á sviði kjarnorkumála. Hann bendir á að einn skýrsluhöf- unda, David Albright, sé yfirlýstur andstæðingur samningsins og hann sé að reyna að hafa áhrif á gang mála. Stjórnmálaskýrendur telja að vinstri flokkar á Ind- landi muni nota fréttirnar til þess að berjast á móti sitjandi ríkisstjórn enda eru þeir andvígir nánu samstarfi við Bandaríkin. undanfarin misseri. Deilan um kjarnorkuáætlun klerka- stjórnarinnar í Iran, tilraunir Norður-Kóreumanna, sem ráða yfir kjarnavopnum, á langdrægum eldflaugum og samningur Bandaríkja- manna og Indverja um kjarn- orkusamstarf hafa gert það að verkum að margir óttast að dregið hafi allverulega úr getu Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar og aðildar- ríkja hennar til að hamla út- breiðslu kjarnavopna. Stjórnvöld í Pakistan og Indlandi hafa aldrei staðfest alþjóðasamninginn gegn út- breiðslu kjarnavopna og eru því ekki bundin af honum. Einn af frumkvöðlum kjarn- orkuáætlunar Pakistana, dr. Abdul Qadeer Kahn, hefur viðurkennt að hafa selt upp- lýsingar og efni um nýtingu á kjarnorku til Líbíu, íran og Norður-Kóreu á sínum tíma. Olíuflutningabíll valt við Ljósavatnsskarð: Betur fór en á horfðist Olíuflutningabíll með fullan farm af bensíni, valt á veginum við Ljósavatnsskarð, á milli Akur- eyrar og Húsavíkur, í gærmorgun. Ökumaður bílsins slasaðist ekki alvarlega en talið er að um ío þús- und lítrar af bensíni hafi lekið úr tönkum bílsins en alls voru þrjátíu þúsund lítrar á tönkum bílsins. „Hún var ekki glæsileg aðkoman þarna,“ segir Kjartan Ólafsson, sem staddur var í heyskap á Sigríð- arstöðum í nágrenni slysstaðarins. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem kom að slysinu og lokaði veginum fyrir umferð þangað til lögregla og sjúkralið kom á vettvang. „Það þurfti að sprauta töluverðri froðu yfir bensínið sem lak út enda skilst mér að um ío þúsund lítrar hafi farið af tanki bílsins. Sem betur fer slasaðist bílstjórinn ekki alvarlega enda skipti það öllu máli.“ Hann segir slysið engin áhrif hafa haft á störf fólksins á bænum. „Þetta fór allt vel að lokum en ég geri ráð fyrir því að einhver mengun hafi hlotist af þessu,“ segir Kjartan og heldur á ný í heyskapinn sem hann segir ganga mjög vel. Fró slysstað Miklar tafir urðu á umferð vegna slyssins. orniabladid.net SUND ER LEIKUR ■ $ ’T' r' AFGREIÐSLUTÍMI LAUGA Virka daga frá kl. 6:30 - 22:30 Helgar kl. 8:00 - 22:00 afgreiðslutími er mismunandi eftir sundstöðum, sjá nánar é www.itr.is Stakt gjald fullorónir 280 kr. 10 mióa kort fuilorónir 2.000 kr. Stakt gjald börn 120 kr. 10 miða kort barna 800 kr. Sund er æóislegt www.itr.is i sími 411 5000 _________________________ •: Laugarnar í Reykjavík tljQ v.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.