blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 13
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 ÁLIT I 21 Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er til húsa í New York borg. Athugasemd öðru sinni við leiðara Blaðsins Eftir Sigurjón Þórðarson 1 leiðurum Blaðsins hefur ítrekað komið fram sú rangfærsla að sam- staða ríki á Alþingi með fráleitt framboð Islands til setu í öryggis ráði Sameinuðuþjóðanna. Þessuvar ranglega haldið fram í Blaðinu þann n. mars s.l. og undirritaður leiðrétti þá ónákvæmni samviskulega degi síðar og birtist sú leiðrétting í Blað- inu skömmu síðar. Nú bregður svo við að enn á ný er fullyrt í leiðara Blaðsins þann 20. júlí s.l. að það ríki samstaða á Alþingi um algerlega vanhugsaða umsókn að öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna sem þjónar alls ekki hagsumum íslands. Það gerist þrátt fyrir fyrri leiðréttingu. Frjálslyndi flokkurinn hefur al- gerlega lagst gegn þessu framboðs- brölti og hefur undirritaður rökstutt þá skoðun ítarlega hér í Blaðinu og lætur þann sama rökstuðning fylgja hér aftur með: „Ef litið er til þröngra hagsmuna ís- lands um ávinning af því að fá aðild að öryggisráðinu, þá er hætta á að Is- land geti einungis tapað á setu sinni í ráðinu. Öryggisráðinu er ætlað að rannsaka sérhverja deilu eða ástand sem getur leitt til alþjóðlegra átaka, leita sátta og gera tillögur um lausn deilumála. Óryggisráði Sameinuðu þjóðanna er ætlað að úrskurða um hvort ófriðarhætta sé fyrir hendi, friðarrof eða árás. I framhaldi af slíku væri öryggisráðinu heimilt að beita þvingunum, s.s. setja á viðskiptabann og jafnvel grípa til hernaðaraðgerða. Hætt er við því að ísland þyrfti að byggja að miklu leyti á upplýs- ingum frá vinaþjóðum, s.s. Banda- ríkjamönnum, við ákvarðanatöku. Einnig væri einsýnt að það þjónaði vart pólitískum hagsmunum þjóðar- innar að fara gegn Bandaríkjunum í neinu máli. Ef litið er til utanrík- isstefnu Bandaríkjamanna síðustu ár þá hefur herská stefna skapað mikla óvild í garð Bandaríkja- manna og þeirra sem fylgja þeim hve fastast eftir. Ég efast stórlega um að það þjóni hagsmunum Islend- inga að komast í sviðsljósið í um- heiminum sem eitt af leppríkjum Bandaríkjanna.“ Nú er að vona að þessi skrif verði til þess að Blaðið geri þingmönnum ekki í þiiðja sinn upp skoðanir sem þeir hafa alls ekki. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Athugasemd í forystugrein Blaðsins var aðeins að því vikið, að „Almenn sátt [virtist] um það á Alþingi" að nauðsynlegt vœri að rödd íslenskra stjórnmála- manna heyrist á vettvangi öryggis- ráðsins. Því var ekki haldið fram að þingheimur allur vœri á einu máli í því efni frekar en öðrum. Sigríður Guðmundsdóttir hringdi: Lesandi í Breiðholti hringdi: Má ekki gefa til I allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um Strætó hefur mér fundist vanta umfjöllun um hvernig staðið er að greiðslu fargjalda hér á landi. Ég hef ferð- ast nokkuð til útlanda og nýtt mér strætisvagna í fjölmörgum löndum. Alls staðar hefur það verið regla að vagnstjórar geta gefið farþegum til baka eigi þeir ekki nákvæmlega fyrir uppsettu fargjaldi. Hér hins vegar virðist það undir hælinn lagt hvort vagn- stjóri gefi farþegum til baka eða ekki. Um daginn þurfti ég að yf- irgefa strætisvagn vegna þess að ég átti bara fimm hundruð króna baka í strætó? seðil og enga smámynt. Vagnstjór- inn gat ekki gefið mér til baka. Er ekki mögulegt að taka upp ein- hvers konar kerfi sem býður far- þegum upp á svona þjónustu hér á landi? Húrra fyrir hreinsunarátaki Hreinsunarátak borgar- innar sem hófst í Breiðholti á dögunum lofar góðu. Ég var á meðal þeirra íbúa hverfisins sem slógust í hóp með Vilhjálmi borgarstjóra og tók til hendinni. Auð- vitað hefði mætingin mátt vera betri eins og gengur en þegar á heildina er litið hefur tekist vel til Lesendur finnst mér. Ég vona að framhald verði á þessum uppákomum og legg ég til að þetta verði árviss viðburður hjá borgaryfirvöldum. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikið verk að halda borginni hreinni og því veitir ekki af að við íbúarnir sameinumst um að taka til hendinni annað slagið. Allir vilja búa í hreinni borg og því betur sem við leggjum okkur fram um að koma ruslinu á réttan stað, því minna verður fyrir má- vinn að éta innan borgarmarkanna og það held ég að sé besta leiðin til þess að halda þeirri óværu, sem ég kalla svo, í skefjum. G. Sigurðsson Heimilistæki SÆTÚNI 8 REYKJAVÍK • SÍMI 569-1500 I UMBOÐSMENN EYRARVEGI 21 SELFOSSl • SlMI 480-3700 I UM LAND ALLT UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: HLJÓMSÝN Akianesi - SKAGAVER Akranesi - SAMKAUP ÚRVAL Borgarnesi - BLÓMSTURVELLIR Hellissandi - VERSLUNIN HAMRAR Grundarfiröi - SKIPAVÍK Stykkishólmi KAUPEÉLAG KRÓKSFJARÐAR Króksfjarðarnesi - ÞRISTUR ísafirdi - KRÁKUR Blönduósi - KAUPFÉLAG V-HÚNVETNINGA Hvammstanga - KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauöárkróki EYRARBUÐIN Siglufirði - LJÓSGJAFINN Akureyri ÖRYGGI Húsavik - SPARKAUP Fáskrúdsfirði - VERSLUNIN VÍK Neskaupsstað - SAMKAUP STRAX Seyðisfirði FLÁABRÚN Vopnafirði HS-RAF Eskifirði - VERSLUNIN VÍK Reyðarfirði - SINDRI KHB Egilsstöðum - VERSL. VÍK Egilsstöðum - MARTÖLVAN Höfn - MOSFELL Hellu - FOSSRAF Selfossi GEISLI Vestmannaeyjum VERSLUNIN RÁS Þorlákshöfn - NETTÓ Grindavik TÖLVUSPÍTALINN Grindavik RAFEINDATÆKNI Reykjanesbæ SAMKAUP Reykjanesbæ RAFMÆTTI Hafnarfirði. HAGKAUP SfíenHHtffeýaft a2 verffa- PHILIPS BIKINI PERFECT TRIMMER Philips HP6362 SNYRTIR FYRIR BIKINI LlNUNA Hárnákvæmur SNYRTIR fyrir bikini línuna. Með 4 stillingum: 2 sem endist í 30 mínútur. - 9,5mm og hleðslu PHILIPS BODY GROOM TRIMMER RAFDRIFINN KÚSTUR Philips FC6125 RAFDRIFINN KÚSTUR Léttur og þægilegur RAFDRIFINN KÚSTUR til notkunar á öll gólf. Þráðlaus með hleðslu sem endist 55 mínútur. Með stillanlegu skafti og auðveldur að hreinsa. Aðeins 1,8kg. Philips TT2021 SNYRTIR FYRIR ÖLL LlKAMSHÁR Tæki sem hentar vel til að snyrta hár undir höndum, á maga, baki og fleira. Hægt að nota í sturtu. 8 tíma hleðsla gefur 50 mínútna notkun. 3 stillingar (3 til 10mm). HÆGT AÐ NOTA í STURTU

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.