blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 14
22
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 blaöiö
Ekki á leiöinni til Real Madrid
Spænski landsliösframherjinn, Fernando Torres, slær á allar sögusagnir um að hann sé á
leið frá Atletico Madrid eins og haldið hefur verið fram lengi. Hann segir spennandi tima
framundan hjá félaginu með tilkomu nýja þjálfarans, Javier Aguirre, og að sterkir leik-
menn hafi jafnframt verið fengnir til félagsins. Torres á enn eftir tvö ár af samningi sinum
en á siðasta tímabili voru mikil vonbrigði þar sem liðið endaði i tíunda sæti deildarinnar.
Xabi Alonso, miðjumaður
Liverpool, ítrekaði í gær vilja
sinn til að
vera áfram í her-
búðum ensku bik-
armeistaranna
eftir fréttir þess
efnis undanfarið
að hann sé á leið
til Real Madrid.
Alonso segist eldd
hafa heyrt neitt
ffá þeim og að hann sé með hugann
við komandi leiktíð hjá Liverpool.
-m ^ - '&tliUttan&cúUtrUtut
ttS’ ■Kttm.u
www.bilamarkadurinn.is
Smiðjuvegur 46-e
s: 567-1800 <®(U)[L
NISSAN TERRANOII DlSU TÚRBð 7 Minna
06/02 BBNSK.V.U50,-
CHRYSLER 300C Arg.2005 INNFLUTTUR NVRIII
EkJ2þ.kin. Leður,ESP,ASR,CD. Un get. fylgt
MMC GALANT ES 2,4 írg.2002 SjALFSRIPTUR
Ek.32þ.km V.T6S0,- Un 1250,- kr.30|>iú pr. Mán
BMW MS SHADOWUNE Arg.00 Ek.77 þ.km.
V.4300,- Un 3T00,- Skípti Ó/D
VW PASSAT FSITURBO NEW Árg.06 Ek.1 þ.km
Leftur, Toppl, Xenon, Navi, Álf, 0.(1
V.4090,- lán 3350,-
M.BEN2 C230 X/P COUPE Arg.OS Ekjftþ.km
SjiHsk.TeppL. Leftur O.A. V.2890,
PEUGEOt 206 CC 2,0 Arg.03 5 gíra
Ek.15 þ.km V.1800,- Un 1395,-
Forfallnir fótboltafíklar:
Hinir íslensku Lávarðar
Andrés Pétursson er einn af for-
svarsmönnum Lávarðadeildarinnar
svokölluðu sem er mótaröð á vegum
KSl fyrir leikmenn á besta aldri.
Hann er einvaldur hjá Breiðabliki
og einn af fáum knattspyrnuáhuga-
mönnum sem hefur starfað sem for-
maður þriggja knattspyrnudeilda
hér á landi. Andrés er því forfallinn
fótboltafíkill og lifir fyrir íþróttina.
Formið betra en áður
Deildin skiptist í tvo aldurs-
flokka, þá sem eru eldri en þrítugur
og þá sem eru eldri en fertugir.
Spilað er hefðbundið fslandsmót
á vegum KSf þar sem krýndir eru
íslandsmeistarar í báðum aldurs-
flokkum ásamt því að haldið er
árlegt Pollamót Þórs á Akureyri.
Félögunum hefur gengið misvel
aðmannayngri flokkinn, aðspurður
segir Andrés að það sé vegna þess
að leikmenn eru spilandi lengur
en áður fyrr og utandeildin hefur
spilað þar stórt hlutverk.
„Það er algengt að menn sem eru
orðnir eldri en fertugir spili með
yngri flokknum, t.d. hjá hinum
ósigrandi yngra flokki Breiðabliks.
Menn eru orðnir í svo góðu formi
að þeir gætu örugglega spilað ennþá
með meistaraflokki," segir Andrés.
„Þetta hefur aðeins breyst og
meiri alvara komin í mótið sem sést
á formi leikmanna. f dag þýðir ekki
lengur fyrir lið að mæta til leiks í lé-
legu formi því þá er hreinlega valtað
yfir þau,“ bætir Andrés við.
Djammandi fótboltakonur
Síðastliðin ár hafa Þórsarar haldið
Pollamótið fyrir Lávarðana sem
notið hefur mikilla vinsælda. „Það
má kalla þetta uppskeruhátíð okkar
Sigurður Grétarsson
Fæddur: 1962
Lið: Völsungur,
Breiðablik, Valur, Luz-
ern og Grashoppers.
A-landsleikir: 46
Mörk: 8 mörk
Eyjólfur Sverrisson
Fæddur: 1968
Lið: Tindastóll,
Besiktas, Stuttgart
og Hertha Berlín.
A-landsleikir: 66
Mörk: 10
Sævar Jónsson
Fæddur: 1958
Lið: Valur, C.Z. BR.
og Brann.
A-landsleikir: 69
Mörk: 1
Þorgrfmur Þráinsson
Fæddur: 1959
Lið: Valur
A-landsleikir: 17
Andri Marteinsson
Fæddur: 1965
KR, Breiðablik,
Víkingur R. og FH.
A-landsleikir: 20
Mörk: 1
Salih Heimir Porca
Fæddur: 1965
Lið: Valur, KR og
Breiðablik.
því sigurvegarar þessa móts hljóta
mikinn heiður. í fyrstu var þetta
eiginlega bara eitt stórt partí en nú
eru menn farnir að taka þetta mjög
alvarlega og fótboltinn gengur fyrir.
Það eru helst stelpurnar sem mæta
til að skemmta sér og þá höldum við
eiginmennirnir fyrir augu og eyru
barnanna," segir Andrés léttur í
bragði.
Vectavir á frunsuna
Vectavir verkar frá byrjun einkenna.
Vectavir verkar einnig á blöðrur.
Vectavír á 2 klst. fresti í 4 daga.
Vectavir krem 2 g án lyfseðils.
^ecta ir1
Vecta ir
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa
á besta tima ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur.
^Lyf&heilsa
Við hlustum!
Vectavír krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða
æðasláttar til blöðru. í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en
12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi
fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrír penciklóvír,
famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smiltími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án
lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
„Margir voru hins vegar ekki
nógu ánægðir með að mótið hafi
verið fært til, það hefur alltaf verið
fyrstu helgina í júlí en því var breytt
í ár. Lávarðarnir eru ekki hrifnir af
þessari breytingu og ég held að Þórs-
ararnir ætli að færa þetta aftur á
sinn stað. Undanfarin ár hafa Vík-
ingar, Fylkismenn, Þróttarar og
Breiðabliksmenn verið með steríc-
ustu liðin og unnið flesta titla sem í
boði eru. Gróttan hefur verið öflug
að mæta, ekki unnið neitt ennþá en
eiga hrós skilið fyrir agann,“ segir
Andrés.
Landsliðslávarðar
Það eru margar
gamlar kempur
sem leika í
Lávarðadeild-
inni, m.a. leik-
menn með
A-landsleiki
á ferilskránni.
Andrés segir leik-
menn halda sér
mun lengur í formi og
að það sé eingöngu tímaspursmál hve-
nær stofnuð verður deild fyrir eldri
en fimmtuga.
„Við getum bara ekki hætt að
spila fótbolta, þetta er svo gaman.
Félagsskapurinn er ómetanlegur og
ekki hægt að slíta sig frá íþróttinni,"
segir Andrés.
„Það er nú ekki sama harkan í
þessum bolta og hjá meistaraflokki en
ég viðurkenni það að ég er lengur að
ná mér eftir leiki en hér áður fyrr. Við
fórum í úrslit á síðasta móti og ég var
alveg búinn eftir það. Að sjálfsögðu
stefnum við Blikar svo á að vinna
íslandsmeistaratitilinn í báðum
flolckum í ár,“ bætir Andrés við.
Skeytin inn
Knattspyrnustjóri Read-
ing, Steve Coppell, er
með alla anga úti til að
stælcka leilcmannahóp sinn fyrir
komandi leiktíð eftir að
liðið vann sér sæti
í ensku úrvals-
deildinni. Nú
þegar er búið að
fá til liðsins þrjá
nýja leikmenn
sem allir vöktu
athygli á HM í Þýska-
landi. Þetta eru suður-kóreski
kantmaðurinn Seol Ki-Hyeon
ásamt tveimur bandarískum
leikmönnum, Bobby Convey
og Marcus Hahnemann. Cop-
pell á jafnframt í viðræðum
við hinn sterka varnarmann
landsliðs Ghana, John Mensah,
og ástralska miðvallarleikmann-
inn Luke Wilkshire. Forvitni-
legt verður að fylgjast með
framgöngu nýliðanna í deild-
inni og vonandi ná íslensku
leikmennirnir Brynjar Björn
og ívar að láta ljós sitt skína.