blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 bla6ið
Byggja öflugan kjarnakljúf
■ Sérfræðingar telja að Pakistanar muni geta framleitt á fimmta tug kjarnavopna á ári hverju
■ Eykur líkur á hugsanlegu vígbúnaðarkapphlaupi í Asíu
■ Tasnmi Aslam,
talsmaður utan-
ríkisráðuneytis
Pakistans, á
fundi með blaða-
mönnum í gær
Aslam svaraði ekki
spurningum hvort
að uppbyggingin
ætti sér stað en
benti á að tilvist
kjarnavopna og
kjarnorkuversins
í Khushab væri á
allra vitorði.
@ Pervez Musharraf, forseti
Pakistans Bandamaður Vestur-
landa í hinu svokallaða „stríði gegn
alþjóðlegum hryðjuverkahópum “ en
það er ekki samstaöa um þá stefnu
meðal þegna landsins.
n
refni
.
■ Ein af þeim gervihnattamyndum sem rannsoknarstofnunin
notaði við gerð skýrslunnar. Hún sýnir framkvæmdirnar við Khushab.
Eftir Örn Arnarson
Sérfræðingar hjá rannsóknar-
stofnuninni Institute for Science
and International Security (ISIS) í
Washington í Bandaríkjunum telja
að Pakistanar séu komnir langt með
að byggja kjarnorkukljúf sem mun
umbreyta framleiðslugetu þeirra á
geislavirku efni. Sérffæðingar ISIS
halda því fram að kjarnorkukljúfur-
inn muni geta framleitt nægilega
mikið magn af plútóníum í þrjátíu
til fimmtíu kjarnorkusprengjur
á ári hverju. Pakistanar ráða nú
þegar yfir kjarnavopnum sem bera
úran, en kjarnavopn úr plútóníum
eru mun þróaðri og meðfærilegri
en úranvopn. Þessar fregnir kunna
að verða til þess að auka líkurnar á
hugsanlegu vígbúnaðarkapphlaupi
í Asíu.
Sérfræðingar ISIS segja að þegar
stjórnvöld í Pakistan hafa lokið við
byggingu kjarnorkukljúfsins, sem
þeir telja að verði innan nokkurra
ára, muni þeir hafa tuttugufaldað
framleiðslugetu sína á kjarnakleyfu
efni. 1 nýrri skýrslu stofnunarinnar
er leitt að því líkum að vígbúnað-
arkapphlaup í suðurhluta Asíu sé
í þann mund að hefjast. David Alb-
right, sem er fyrrum vopnaeftirlits-
maður hjá Sameinuðu þjóðunum,
og Paul Brannan, sem starfa hjá
stofnunni, telja að innan fárra ára
muni kjarnorkusprengjum í Asíu
fjölga um hundruðir og birgðir af
kjarnakleyfu efni muni margfald-
ast. Skýrslan byggir meðal annars
á gervihnattamyndum sem sýna
mikla uppbyggingu við kjarn-
orkustöð Pakistana í Khushab í
Punjab-héraði.
Aukin spenna?
f umfjöllun bandaríska blaðsins
Washington Post um málið á mánu-
dag staðfestir ónafngreindur emb-
ættismaður innan pakistönsku rík-
isstjórnarinnar fréttirnar og segir
stjórnvöld standa í uppbyggingu á
kjarnorkugetu landsins bæði á sviði
friðsamlegrar nýtingar og hernaðar-
legrar en neitar að þau séu að hefja
vígbúnaðarkapphlaup með stefnu
sinni.
Talið er að fréttirnar muni auka
enn á spennuna á milli Pakistans
og Indlands vegna deilunnar um
Kashmír-hérað. Bæði ríkin ráða yfir
kjarnavopnum og Indverjar gerðu
nýverið samning við Bandaríkja-
stjórn um umsvifamikið samstarf á
sviði kjarnorkumála. Sökum spenn-
unar á milli ríkjanna er talið að
Pakistanar vilji sýna fram á að þeir
geti haldið í við kjarnorkuþróun
Indverja. Stjórnvöld í fslamabad
hafa ýjað að því að ef Bandaríkja-
menn gera ekki svipaðan samning
við þau eykur það líkurnar á vopna-
kapphlaupi í heimshlutanum.
Ekki er talið óhugsandi að Pak-
istanar hafi sóst eftir stuðningi
Kínverja við uppbygginguna. Kín-
verjar og Pakistanar hafa haft með
sér náið samstarf frá því á níunda
áratugnum og talið er að stjórnvöld
I Peking telji óhætt að aðstoða þá
við kjarnorkuuppbyggingu þar sem
Bandaríkjamenn ætla að gera slíkt
hið sama fyrir Indverja.
Grafið undan getu til að
hamla útbreiðslu
Kjarnorkumál hafa verið í
brennidepli í alþjóðasamfélaginu