blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 22
30
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 blaöiö
HVAÐ FINNST ÞER?
Fara ásatrú og friðarboðskapur saman?
„Efmenn ættu þatm draum cinan að verða einherjar hjá Óðni iValhöll,þá væri vissu-
lcga erfitt að vera friðarsinni um leið. En íslenskir ásatrúarmenn eru afar friðsamir,
folk@bladid.net umhverfisverndarsinnar, gamlir hippar og áhugamenn um norræn fræði."
Stefán Pálsson, sem er
ásatrúar og friðarsinni.
f fréttum í gær var greint frá því að
bandaríska alrikislögreglan telji .
ásatrú vera tru sem eigi það til að
leiða til ofbeldis.
Nýtur veðurblíðunnar á íslandi
„Ég er niðri á bryggju í Reykja-
vík að skoða bátana. Ég er í léttu
fríi heima og nýt veðurblíðunnar,"
segir knattspyrnuþjálfarinn Guð-
jón Þórðarson. Hann hefur náð
góðum árangri á íslandi, bæði með
félagsliðum og landsliðinu. Eftir að
hafa stýrt landsliðinu var hann ráð-
inn knattspyrnustjóri Stoke City
árið 1999 og hefur síðan þá komið
viða við i þjálfun erlendis. 1 maí
2005 tók hann við liði Notts County
í ensku annarri deildinni en hætti
hjá félaginu ári síðar og hefur síðan
verið án samnings. Aðspurður segir
Guðjón að lítið sé í fréttum af sínum
málum.
„Það er ekkert í fréttum. Ég er
að kíkja í kringum mig og velta
ýmsum málum fyrir mér. Allt sem
ég er að skoða núna er erlendis, t.d.
á Englandi og á Norðurlöndunum.
Nokkrir kollegar mínir á Englandi
eru orðnir heitir í sætum sínum og
ég veit af breytingum sem munu
verða á Norðurlöndunum. Að sjálf-
sögðu get ég ekki gefið neitt upp að
svo töddu.“
Hlutirnir gerast hratt
Guðjón hefur nýtt tímann vel hér
á landi og farið á marga leiki í Lands-
bankadeild karla. „Mér finnst liðin
sem áttu að veita FH keppni í sumar
hafa brugðist, s.s. Valur og í A. Ég er
sannfærður um að þeir hafi viljað
sjá betri árangur. Á móti finnst mér
að Víkingarnir eigi að fá kredit fyrir
sína vinnu,“ segir Guðjón.
„Hér er fullt af strákum sem hafa
hæfileika til að gera eitthvað. Deildin
hefur ekki breyst að ráði síðastliðin
ár, kaflaskiptir leikir en góð tilþrif
inn á milli. Ég held reyndar að knatt-
spyrnuliðin á Norðurlöndum þurfi
almennt að taka sig á. Staðalandsliðs-
ins á lista FIFA er ekkert til að kæt-
ast yfir en þetta er auðvitað bara töl-
fræði. Hlutirnir gerast hratt í þessum
bransa, ég er í sambandi við menn
víða og þessi heimur er mun minni
heldur en hann virðist vera.“
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir i hverri linu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
5 4 3 2
3 5 7
9 1 4
1 9 8
8 1 3
2 1 5 9
5 9 7 2 4
2 1
4 6 7 9
4 1 2 7 8 9 3 5 6
8 6 9 3 4 5 1 7 2
5 3 7 6 1 2 4 8 9
1 5 8 4 9 7 6 2 3
7 9 3 1 2 6 5 4 8
6 2 4 8 5 3 7 9 1
9 4 1 5 3 8 2 6 7
2 7 5 9 6 1 8 3 4
3 8 6 2 7 4 9 1 5
10-2 © Jim Ungor/disl. by Unitod Media, 2001
Urraðu fyrir mig elskan!
HEYRST HEFUR...
egar Vestfirðingurinn
Reynir Traustason yfirgaf
tímaritið Mannlíf færðist værð
yfir vef hans (www.mannlif.
is), en er þar aftur lífsmark
og meira að segja fregnir að
vestan. Þar er greint frá því að
garðyrkjustjóri ísafjarðarbæjar,
sem ekki hefur getið sér minni
frægð fyrir að vera ritstýra
spjallborðsins Málefnanna
(malefnin.com), Ásthildur
Cesil Þórðardóttir, muni vera
á förum úr starfi sínu á Isafirði
vegna aðhaldsaðgerða. Einnig
er vikið að grun-
semdum um að
garðyrkjustjórinn,
sem hefur verið
virk í Frjálslynda
flokknum og ísafjarðarlist-
anum (sem er í minnihluta),
hafi verið meirihlutanum
þyrnir í augum og því hafi
staðan verið aflögð, þó með
ársfyrirvara sé...
Olíuflutningaslysið í Ljósa-
vatnsskarði verður Ástu
Ragnheiði Jóhannesdóttur,
þingmanni Samfylkingarinnar,
tilefni til skrifa á heimasíðu
sína (www.althingi.
is/arj), en þar rekur
húnhvílíkhætta
geti stafað af slíkum
flutningum fyrir
náttúru sem vegfarendur
og vill að brugðist verði við
henni. f því samhengi er rétt
að minna á að fyrrverandi
minnihluti í Reykjavík, sem
nú er kominn til valda, lagði
fram fjölda fyrirspurna og
erinda um hina umfangsmiklu
eldsneytisflutninga, sem fram
fara á götum borgarinnar
dag hvern. Helsta olíubirgða-
stöð landsins er úti í Effersey,
þannig að nánast hver sem
ákvörðunarstaðurinn er þarf
að aka með bensínið í gegnum
þéttbýlustu svæði landsins...
Ur herbúðum Framsóknar-
flokksins kemur í ljós að
stólaleikur flokksforystunnar
er engan veginn á enda. Hermt
er að búið sé að handsala að
Valgerður Sverrisdóttir, utan-
ríkisráðherra, verði sendiherra
í Ósló eftir þingkosningar að
ári, en eiginmaður
hennar, Arvid
Kro, er norskrar
ættar. Valgerður
erþvíúrsögunnií
því valdatafli, sem
verður til lykta leitt á flokks-
þingi framsóknarmanna í
næstamánuði...
En Valgerður Sverrisdóttir er
ekki ein um að leggja upp
laupana meðal framsóknar-
manna, því Jón Kristjánsson,
félagsmálaráðherra, mun líka
ljúka pólitískum ferli sínum
næsta vor. En þá verða þau
Dagný Jónsdóttir og Birkir
Jón Jónsson ein eftir í kjör-
dæminu og raunar er um það
rætt, að engan veginn sé víst að
Dagnýviljihalda
áframáþessari
braut. Norðaust-
urland hefur frá
öndverðu verið
eitt sterkasta vígi Framsóknar-
flokksins og ljóst að hafin er
mikil leit að forystumönnum,
sem geta viðhaldið því.
andres.magnusson@bladid.net