blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006
FRÉTTIR I 9
Framkvæmdum við stækkun Leifsstöðvar miðar vel:
■ Flokkunarkerfi farangurs með þreföld afköst á við nú
■ Innritunarborðum fjölgað um sextán
Eftir Atla (sleifsson
„Nauðsynlegt var að stækka flug-
stöðina til að mæta aukinni umferð.
Við reiknum með rúmlega tveimur
milljónum far-
þega á þessu ári,
ensamkvæmtfar-
þegaspám munu
liðlega 3,2 millj-
ónir farþega fara
um stöðina eftir
tíu ár. Gert er ráð
fyrir sex til sjö
prósenta fjölgun
á ári og því þarf
að bæta aðstöð-
una og auka þjónustuna. Farþegum
hefur fjölgað mikið á undanförnum
árum og mun halda áfram að fjölga.
Til samanburðar má nefna að árið
1983, þegar fyrsta skóflustungan var
tekin að flugstöðinni, komu 460 þús-
und farþegar,“ segir Höskuldur Ás-
geirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar.
Lokaáfangi framkvæmda við breyt-
ingu og stækkun Leifsstöðvar er nú
að hefjast með frekari breytingum á
annarri hæð norðurbyggingar flug-
stöðvarinnar og verulegri stækkun
og uppstokkun á innritunar- og
komusal.
Verulegar endurbætur voru
gerðar á innritunarsal flugstöðvar-
innar árið 2004, en gert er ráð fyrir
frekari breytingum. Innritunarsal-
urinn verður stækkaður enn frekar
og innritunarborðum fjölgað
um sextán, svo að þau verði sam-
tals fjörutíu og eitt. „Til viðbótar
höfum við tekið í notkun sex sjálfs-
afgreiðslustöðvar til innritunar.
Þær hafa mælst vel fyrir og við
vonumst til að þær muni festa sig
í sessi, líkt og á öðrum flugvöllum.
Á sumum flugvöllum notfærir hátt
í helmingur farþega sér slíka þjón-
Ríkisskattstjóri:
Hækkandi fjármagnstekjur
síðan bornir út þann dag og í byrjun
næstu viku.
Opnað var fyrir rafrænt aðgengi
einstaklinga að álagningarseðlum í
gær á þjónustusíðu ríkisskattstjóra.
Að sögn Indriða er álagningin í
stórum dráttum í samræmi við vænt-
ingar og einkennist af þeirri þenslu
sem ríkt hefur hér á landi undan-
farið ár. „Það er veruleg hækkun
á tekjum og þ.a.l. á sköttum. Þá
hækka fjármagnstekjur sérstaklega
mikið. Fyrst og fremst er hér um
söluhagnað af hlutabréfum að ræða,“
segir Indriði.
Fjármálaráðuneytið mun á næst-
unni gefa út helstu niðurstöður
álagningarinnar í tölum.
hoskuldur@bladid.net
Vaxtabætur til landsmanna
hafa lækkað verulega í ár að sögn
ríkisskattstjóra. Búið er að leggja
lokahönd á útreikninga á opin-
berum gjöldum fyrir árið 2006 og
verða álagningarseðlar bornir út í
kringum næstu helgi. Að sögn rík-
isskattstjóra er álagningin í stórum
dráttum í samræmi við væntingar.
„Álagningin ber það með sér að
áhrifin af hækkun fasteignaverðs
til lækkunar vaxtabóta er veruleg,“
segir Indriði H. Þorláksson, ríkis-
skattstjóri. Hann segir einnig að
hækkandi tekjur Iandsmanna vegi
þar þungt.
Skattstjórar munu næstkomandi
föstudag leggja fram skrár með
álagningu opinberra gjalda fyrir
árið 2006. Álagningarseðlar verða
Skatturinn vill sitt Skattstjórar
senda frá sér álagningarseðla f lok
vikunnar
Höskuldur
Ásgeirssona
Gagngerar breytingar Heildarstærð Leifsstöðvar verður um 55 þúsund
fermetrar þegar framkvæmdum lýkur í vor.
ustu og það er einnig markmið
okkar,“ segir Höskuldur.
Að sögn Höskuldar mun flugstöðin
koma sjálfvirku flokkunarkerfi far-
angurs í gagnið næsta vor. Hið nýja
kerfi mun gegnumlýsa og flokka
sjálfvirkt allan farangur brottfarar-
farþega og farangur skiptifarþega.
„Það mun valda straumhvörfum í
starfseminni því að afköst munu þre-
faldast frá því sem nú er. Hið nýja
kerfi á að anna allt að 3.600 töskum
á klukkustund. Núverandi kerfi,
sem var sett upp árið 2002, afkastar
um 1.200 töskum á klukkustund og
hefur ekki undan á álagstímum."
Vopnaleitarsvæði flugstöðvarinnar
hefur verið flutt upp á aðra hæð stöðv-
arinnar af jarðhæðinni. Nýja svæðið
var tekið í notkun í apríl síðastliðinn.
„Þar eru nú fimm vopnaleitarhlið, í
stað þriggja áður. Á næstu árum
mun þeim svo fjölga í sjö, sem styttir
biðtíma farþega til muna.“
Framkvæmdum er að mestu lokið
við Laufskálann svokallaða, þar sem
áður var afdrep fyrir reykingarfólk.
Skálinn hefur nú verið stækkaður
og er nú aðkomuleið farþega úr
innritunarsalnum á jarðhæðinni
að vopnarleitarsvæðinu. Höskuldur
segir að breytingar verði einnig
gerðar á komusal flugstöðvarinnar.
„Komusalurinn verður endurbættur
og komuverslun Fríhafnarinnar
færð þannig að hún verði miðsvæðis
í salnum. Móttökusalur farangurs
verður færður í ný salarkynni, þar
sem verður að finna mun lengri færi-
bönd fyrir farangurinn en nú er.“
„Við reiknum með að þau svæði
sem við erum að endurgera nú eigi
að geta dugað í að minnsta kosti tíu
ár. Líklega þarf að fjölga flugvéla-
stæðum og skoða hvort að þörf sé á
að reisa bílastæðahús og ýmsa aðra
þjónustu sem tengist bílastæðaþjón-
ustu. Þá þarf einnig að auka aðgengi
að og frá flugstöðinni. Það eru því
nóg af verkefnum framundan þó að
þessum stóra áfanga verði lokið árið
2007,“ segir Höskuldur.
Höskuldur hlakkar mikið til að
framkvæmdunumljúki. „Við ætlum
að reyna að klára meginhluta þessara
breytinga vorið 2007, en þá munum
við jafnframt halda upp á tuttugu
ára afmæli flugstöðvarinnar.“
atlli@bladld.net
Iðnaðarráðuneytið:
Ástæðulaust að
afhenda gögn
■ Lögreglan vildi upplýsingar ■ Fékk ekki
Eftir Höskuld Kára Schram
Ógjörningur var fyrir ríkislög-
reglustjóra að aðhafast meira í
tengslum við meint embættisbrot
fyrrverandi forstjóra Byggðastofn-
unar að sögn Jóns H.B. Snorrasonar,
saksóknara hjá embætti ríkislög-
reglustjóra. Hann segir forsendur
fyrir framhaldi málsins hafa brostið
eftir að Byggðastofnun og viðskipta-
og iðnaðarráðuneytið töldu ekki
ástæðu til að láta embættinu í té gögn
vegna þess.
Óskaði eftir upplýsingum
„Ég sendi bréf bæði til iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og Byggðastofn-
unar þar sem ég óskaði þess að þeir
tækju afstöðu til málsins og létu mér
í té upplýsingar og gögn vegna þess.
Þeir tóku hins vegar enga afstöðu og
töldu ekki tilefni, hvorki þá né nú, til
þess að láta mig fá neitt,“ segir Jón
H.B. Snorrason, saksóknari hjá emb-
ætti ríkislögreglustjóra.
Eins og fram kom í Blaðinu í gær
sendi Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður, ábendingu til ríkislögreglu-
stjóra í desember í kjölfar ummæla
sem Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður, lét falla í útvarpsviðtali. Þar
sagði Kristinn fyrrverandi forstjóra
Byggðastofnunar hafa brotið af sér í
embætti með margvíslegum hætti.
Ríkislögreglustjóra barst ábending
Magnúsar í desembermánuði síðast-
liðnum og í kjölfarið voru send bréf
til Byggðastofnunar og ráðuneytisins
þar sem óskað var eftir upplýsingum
um málið. Magnús hefur gagnrýnt
þessa málsmeðferð og segir einkenni-
legt að ekki hafi verið leitað annarra
leiða við öflun gagna.
Jón segir opinberar stofnanir og
ráðuneyti starfa samkvæmt lögum
og það sé þeirra að gæta hagsmuna
sinna fyrir hönd eigenda. „Ef að
stofnun eða ráðuneyti telja alls ekk-
Jón H.B. Snorrason, saksóknari
hjá embætti ríkislögreglustjóra
Hvorki Byggöastofnun né viðskipta-
og iðnaðarráðuneytið töldu ástæðu
til að afhenda honum upplýsingar
og gögn.
ert hafa verið framið sem hallar á
hagsmuni þeirra er lítið hægt að
gera.“
Forsendur brostnar
Vegna afstöðu iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins og Byggðastofn-
unar var málinu vísað til ríkissak-
sóknara til frekari ákvörðunar. í bréfi
sem ríkissaksóknari sendi ríkislög-
reglustjóra í maí síðastliðnum er lagt
til að ekki verði aðhafst meira í mál-
inu. Er vísað í afstöðu ráðuneytis og
Byggðastofnunar þessu til hliðsjónar
og hversu langt sé síðan forstjórinn
fyrrverandi hafi látið af störfum.
Jón segir svar ríkissaksóknara vera
afgerandi og með því hafi ríkislög-
reglustjóri ekki getað aðhafst meira í
málinu. „Með þessu afgerandi svari
frá ríkissaksóknara má segja að for-
sendur málsins hafi brostið. Að hans
mati getur málið ekki haft neinn
framgang. Ríkissaksóknari vísar
m.a. í afstöðu ráðuneytis
og Byggðastofn-
unar máli sínu
til stuðnings.
Það væri því
eðlilegra, að
mínu mati, að
gagnrýni Magn-
úsarbeindist að
þeim.“
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN
Opnunartími:
Virka daga kl. 9-18
laugardaga kl. 11-16
SEGIAGERÐIN Æ<