blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 21
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 29 fiölskyldan fÍAlf'l/xzlrlon (rt\ I i n fjolskyldan@bladid.net Kraftaverk lífsins Áður en þú varst getin vildi ég þig. Áður en þú fæddist elskaði ég þig. Áður en þú varst klukkustundargömul hefði ég dáið fyrir þig. Það er kraftaverk lífsins Maureen Hawkins Hættuleg efni í umhverfi barna Börn leika sér meira úti yfir sum- artímann og þá getur skapast ný hætta þegar kemur að eitur- efnum. Foreldrar hafa gert viðeig- andi ráðstafanir inni á heimilinu en gleyma því að leikur barnanna hefur færst út og þar geta eitur- efni verið víða. BÍLSKÚRINN Börnin eiga frekar leið um bílskúr- inn á þessum tíma árs. Það er því mjög mikilvægt að fara vel yfir hvort þar kunni að leynast hættu- leg efni. Samkvæmt reglum eiga öll skaðleg efni að bera aðvörun- arferhyrning sem er appelsínu- gulur með svörtu letri og gefur hættu efnisins til kynna. Hægt er að skoða þessar merkingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is. Kynnið ykkur merk- ingu þeirra. Það er mikilvægt að færa aldrei afganga af efnum yfir í aðrar umbúðir. Margar eitranir hafa orðið þegar fullorðnir hafa sett eiturefni yfir á gosflöskur. GRILLW Þeir sem eru enn að nota kola- grill eru oft með kveikilög hjá grillinu. Kveikilögur er eitt af þeim hættulegu efnum sem barn getur komist í. Vökvinn er bæði mjög eitraður og hann getur einnig farið í lungu barnsins. þarf ekki nema soþa af efninu til að verða fyrir alvarlegri eitrun. BENSÍN Bensínbrúsar eru oft úti í görðum eða bílskúrum, sérstaklega þar sem verið er að nota garðsláttuvélar. Það þarf vart að taka það fram að bensín er mjög eitrað en á sama tíma getur það verið freist- andi fyrir eldri börn að fikta með það. Á liðnum árum hafa orðið nokkur mjög alvarleg slys þegar stálpaðir drengir hér á landi voru að fikta við að kveikja í bensíni. Það er mikilvægt að læsa allt bensín og eldfima vökva inni og jafnframt að fræða eldri börn um þær hættur sem fylgir því að fikta með það. GEYMIÐ ÖLL SKAÐLEG EFNI f LÆSTUM HIRSLUM Eina leiðin til að koma í veg fyrir að börn verði fyrir eitrunum er að setja efnin í læstar hirslur. Margir telja það öruggt að setja efnið í ólæsta efri skápa eða í efstu hillur, slíkt er því miður falskt öryggi eins og margir hafa lært eftir að barnið varð fyrir eitrun. Verði barn fyrir eitrun er mikil- vægt að byrja á því að hringja til eitrunarmiðstöðvarinnar en síminn hjá henni er 543 2222. Þar er hægt að fá upplýsingar um hvernig á að bregðast við eitrunum. Ekki gefa barninu neitt, til dæmis vatn eða mjólk áður en haft er samband við eitrunarmiðstöðina. herdis.storgaard@sjova. is www.forvarnahusid. is MARKISUR www.markisur.com arfe Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Rimini Þóm líður vel á Italíu en saknarþó alltaf Islands Fann ástina á Italíu fáránlegra hluta Þóra Katrín Gunnarsdóttir fann ástina á Ítalíu og hefur verið búsett þar síðustu fimm árin. Utan fjöl- skyldu og vina segist hún helst sakna roksins og rigningarinnar hér heima. „Því lengur sem ég er hér úti þá sakna ég fáránlegra hluta, hluta sem ég tók ekki mikið eftir heima eða tók sem sjálfsögðum hlut. Ég sakna íslenska vatnsins, villtrar náttúru og allrar víðáttunnar sem er heima. Landið er vitanlega yndislegt og ég elska að koma heim í grenjandi rigningu og roki. Ég vil helst fá rok og snjó framan í mig þegar ég kem út af flug- vellinum heima.“ Ástin greip í taumana Þóra Katrín starfar sem fararstjóri fyrir Heimsferðir og segir starfið mjög skemmtilegt. „Eg er fararstjóri frá maí fram í september. Þess á milli tek ég að mér sérferðir hér og þar og fer til dæmis yfirleitt í einhverja ferð í nóvember. I ár fer ég væntan- lega til Suður-Ameríku í þrjár vikur. í desember fer ég sjálf í frí í mánuð ásamt manninum minum,“ segir Þóra Katrín og bætir við að henni líði voða vel á Ítalíu en sakni þó alltaf Islands. „Þetta er viss ákvörðun sem maður tekur, en þegar ástin grípur í taumana þá líður manni vel hvar sem maður er. En auðvitað sakna ég fjöl- skyldu og vina en ég er dugleg að fara heim. Ég kem yfirleitt í heimsókn til íslands í október og á vorin. í október er ég hér í mánuð og í tvær vikur á vorin.“ Þrátt fyrir að hafa verið bú- sett á Italíu í fimm ár hefur Þóra Katrín ekki upplifað ekta ítölsk jól. „Ég hef ekki ennþá haldið jól á Ítalíu. En ég eyddi einu sinni jólunum á Spáni þar sem ég var Erasmus nemi. Það var rosalega erfitt en ég átti sem betur fer frænku sem var þar með mér þannig að við héldum fslensk jól. Ég hef stundum verið heima um jólin en yfirleitt förum við í frí til Tælands, Kambódíu eða Brasilíu yfir jól og ára- mót,“ segir Þóra Katrín sem stefnir á að búa í Italíu næstu árin. Virkilega verið að njóta lífsins Að sögn Þóru er helsti munurinn á Ítalíu og Islandi sá að allt er mun af- slappaðra á Italíu. „Krakkarnir koma heim úr skólanum klukkan eitt á daginn, sem og aðrir fjölskyldumeð- limir, og þá sest fjölskyldan saman og borðar hádegismat. Faðirinn fer svo yfirleitt að vinna aftur seinnipart- inn. Fjölskyldan sameinast aftur um kvöldið til að borða saman. Heima snýst allt um vinnu og krakkarnir eru á leikskóla til fimm eða sex á dag- inn. Það er því miklu meiri keyrsla og lífsgæðakapphlaup heima heldur en hér úti. Hér er virkilega verið að njóta lífsins. íslendingar njóta vitan- lega lffsins lfka en það er svo mikið myrkur yfir vetrartímann heima. Fólk getur því ekki verið eins mikið úti við og það lokar sig frekar inni og vinnur.“ svanhvit@bladid.net Góða nótt! Flestir foreldrar þekkja hve mikil- vægt það er að litlu krilin fái nægan svefn. Ef börn eru svefnvana eða þreytt geta þau orðið pirruð og við- kvæm. Það vill oft bitna á foreldrum og systkinum sem getur leitt til enn meiri pirrings. Það er því heillavæn- legast að öll fjölskyldan fái nægan svefn svo allir geti notið samveru hvert annars. Hæfilegur svefntími 5-8 ára barna er talinn vera 10-12 klukkustundir á sólarhring. Um 9-11 ára börn þurfa svipaðan tíma eða 10-11 klukkustunda svefn á sól- arhring. Unga fólkið þarf heldur minni svefn og 13-15 ára börn þurfa 9-10 klukkustundir á sólarhring. Mamma og pabbi þurfa svo um 7-8 klukkustunda svefn og þá ættu allir að geta haldið í góða skapið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.