blaðið - 26.07.2006, Page 19

blaðið - 26.07.2006, Page 19
blaðið MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 27 Hvað sem hver segir þá er til ást sem stenst hverja raun. Hún er trúföst, hún er alltaf jafn sterk og hún varir til ævi- loka. Það er sjálfselskan. Jean Paul Sartre Afmælisborn dagsins GEORGE BERNARD SHAW, LEIKRITAHÖFUNDUR, 1856. MICK JAGGER, ROKKSTJARNA, 1944. STANLEY KUBRICK, LEIKSTJÓRI, 1928. ALDOUS HUXLEY, RITHÖFUNDUR, 1894. kolbrun@bladid.net Ljóðabók um Mandela Nelson Mandela varð 88 ára gamall í síðustu viku. í tilefni afmælisins er komin út Ijóðabók með Ijóðum um þennan merka mann. Höfundar Ijóðanna koma úr ýmsum áttum, þar er að finna þekkt Ijóðskáld og önnur óþekkt, poppara og stjórn- málamenn og meira að segja er þarna Ijóð um Mandela eftir tólf ára gamalt barn. Ljóðin eru vitaskuld óður til Mandela og frelsisbaráttu hans - með einni undantekningu. Eitt Ijóðanna er ort af manni sem var fylgjandi aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. í Ijóðinu, sem var ort um miðjan áttunda áratug tuttugustu aldar, segir að Man- dela hafi fengið makleg mála- gjöld með fangelsivist sinni. Árstíðirnar í Skálholti Næstkomandi fimmtudags- kvöld, þann 27. júlí kl. 20:00, flytur Bachsveitin í Skálholti Árstíðirnar fjórar eftir Antonio Vi- valdi. Árstíðir Vivaldis, sem eru meðal vinsælustu verka tónbók- menntanna, hljómuðu síðast á Sumartónleikum í Skálholts- kirkju árið 1990 og heyrast nú f annað sinn á Sumartónleikum. Það er fiðluleikarinn Kati De- bretzeni sem leiðir Bachsveitina og er jafnframt í einleikshlut- verki. Að loknum tónleikunum, eða um kl. 21:15, fer fram þriðja Brynjólfsvaka Sumartónleika, undir yfirskriftinni Skálholt á barokktímanum. Að þessu sinni mun Njáll Sigurðsson fjalla um fornkirkjusönghandrit. Kennileiti minninganna Menningarstofnanir Reykjavfkur- borgar hafa tekið sig saman og skipulagt göngur á fimmtudags- kvöldum í sumar undir heitinu Kvöldgöngur úr Kvosinni. Að þessu sinni verður gangan í um- sjá Listasafns Reykjavíkur undir heitinu Kennileiti minninganna og mun Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, fara fyrir henni. Lagt verður af stað frá Hafnarhúsinu kl. 20.00 og mun gangan taka um klukkustund. I göngunni mun Hafþór skoða útilistaverk sem setja svip á borgina og fjalla um tilgang listar í almenningsrými. Listin er heilun Bræðurnir landsþekktu Bubbi og Tolli verða meðal þeirra mörgu sem koma fram á útihátíð SÁÁ sem haldin er að Hlöðum í Hvalfirði helg- ina 28.-30. júlí. Bubbi heldur tónleika á hátíð- inni og Tolli hefur umsjón með listasmiðju fyrir börn. Báðir gefa þeir vinnu sína. „Þetta er gamli skólinn: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föll- um vér. Stundum verða menn að standa saman og stundum verða menn ríkari af því að gefa en að þiggja,“ segir Tolli. Bubbi segir það skipta sig máli að taka þátt í hátíðinni. „Eg lít á SÁÁ sem lífgjafa rninn," segir hann. „Það er líka mikils virði að tengjast grasgrót þar sem alls konar fólk kemur saman, fólk með ólíkan bakgrunn og sína hörmungarsögu en allir eru i ljósinu með börnunum að skemmta sér og hlæja.“ Tolli: „Listiðkun er hluti af því ao vera mennskur og tengist því að manneskjan er andleg vera.“ Listasmiðjan sem Tolli hefur umsjón með er ætluð börnum undir tólf ára aldri. Fyrirtæki gefa efni og myndir sem börnin mála verða hengdar upp og sýndar á myndlistarsýningu síð- degis á laugardegi. Um tónleika sína á hátíðinni segir Bubbi að þeir verði „medium-size“, ekki of langir og ekki of stuttur: „Ólíkt öðrum útihátíð- um býst ég við að þarna verði gott hljóð og hlust- að verði á sönginn. Á venjulegri útihátíð er yfir- leitt tolstoyleg uppákoma, eins konar vígvöllur.“ Listin og mennskan Bræðurnir hafa ákveðna skoðun á listiðkun og mikilvægi hennar. „Mannkynið hefur alltaf stundað listiðkun. Listiðkun er hluti af því að vera mennskur og tengist því að manneskjan er andleg vera. Svo er listtjáning á misjafnri bylgju- lengd, hún getur verið andartaksskemmtun eða á dýpri nótum en hvort tveggja er nauðsynlegt til að við getum verið manneskjur og þroskað okkur saman,“ segir Tolli. „Listin er heilun," segir Bubbi. „Á því augna- bliki sem listamaður skapar list þá verður hann betri maður. Ég held líka að þeir sem upplifa list, hvort sem það er í klukkutíma eða korter, verði betri menn af því. Listsköpun og list er mjög vanmetin sem heilun. Það er alltaf verið að setja listina upp á stall en ég upplifi hana sem heilun.“ Lausn innan seilingar Bubbi og Tolli hafa báðir sigrað í baráttunni við vímuefni. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi einhver skilaboð til unga fólksins varð- andi vímuefnanotkun segir Tolli: „Það er lítið annað hægt að segja en það að ef menn lenda í ógöngum þá er til lausn. Hún er innan seilingar. Menn vita hvað ég á við. Hins vegar er mikill minnihluti sem nær að þiggja þessa lausn. Ótrú- lega margir tortíma sér og og rústa lífi sínu og aðstandenda sinna. Hvað á að segja ungu fólki? Stundum vill maður segja eitthvað við foreldr- ana.“ Bubbi bætir við: „Ef og þegar komið er í óefni þá er lausn á vandanum fyrir þá heppnu. Hinir óheppnu deyja snemma eða eru lengi að murka úr sér líftóruna. Þannig er þessi sjúkdómur ein- faldlega." Bubbi og Tolli koma fram á útihátíð SÁÁ sem hald- in er að Hlöðum f Hval- firði nú um hetglna. Mynd/ÞÖK menningarmolinn Afsögn Churchills Á þessum degi árið 1945 sagði Winston Churchill af sér forsætis- ráðherraembætti eftir að flokkur hans, íhaldsflokkurinn, tapaði í þingkosningum. Clement Attlee, formaður Verkamannaflokksins, tók við forsætisráðherraembætti. Churchill varð foringi stjórnarand- stöðunnar og árið 1951 varð hann forsætisráðherra á ný. Tveimur ár- um síðar var hann aðlaður af Elisa- betu II og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Árið 1955 lét hann af embætti forsætisráðherra en sat á þingi til ársins 1964. Churchill, sennilega merkasti stjórnmálamað- ur Breta fyrr og síðar, lést árið 1965, 91 árs að aldri. Árið 2002 var hann valinn merkasti Breti allra tíma í kosningu hjá BBC.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.