blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 26.07.2006, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Erna Kaaber Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Skjól skattborgarans Menn þurfa ekki að kunna hagfræði til þess að átta sig á því að það eru viðsjár í efnahagsmálum íslands. Það liggur í loftinu. Og þeir, sem kunna eitthvað fyrir sér í hagfræði, vita sem er að vísbendingarnar eru ekki neitt sérstaklega uppörvandi. En það þýðir ekki að menn eigi bara að gefast upp fyrir vandanum og segja forlögin ráða. Vandinn er af manna völdum og menn eiga að geta kveðið hann niður líka. Fyrir helgi birtist enn ein bankaskýrslan að utan, þar sem fjármálafyrir- tækið Merrill Lynch telur enn ýmislegt á reiki um íslenskt fjármálalíf. Það þýðir ekki að afgreiða skýrslur á borð við þessa sem fordóma og þekkingar- leysi. Rökstuddar efasemdir um íslenskt viðskiptasiðferði og stöðu banka- kerfisins eru grafalvarlegt mál, sem full ástæða er til þess að bregðast við. En það er ekki við markaðinn einn að sakast. Hið opinbera ber ekki minni ábyrgð. Góðærið hefur vissulega bætt skuldastöðu landsmanna við útlönd, en nú þegar á móti blæs virðist hið opinbera eiga afar erfitt með að rifa seglin. Seðlabankinn telur verðbólguna í lok þessa árs verða á annan tug pró- sentna, en hið opinbera nánast ypptir öxlum. Að vísu var gripið til að- gerða gegn þenslunni, en það er vandséð hvaða gagn þær geri, en ógagnið getur orðið verulegt. Fyrst sömdu ASÍ og ríkisstjórnin til þess að „liðka fyrir kjarasamn- ingum“, en þeir örmu samningar fólust annars vegar í að draga skatta- lækkanir til baka, sem varla verður til þess að styrkja fjárhag heimilanna, og hins vegar í að auka ríkisútgjöld til mála sem eru verkalýðsrekendum ASÍ að skapi. Næst var svo boðað tímabundið aðhald, sem felst í að fresta sumum útboðum ríkisframkvæmda um nokkra mánuði. En það er skýrt fram tekið, að það sé alls, alls ekki verið að slá neinar af þessum stórkost- legu framkvæmdum af. Því miður heyrðu skattgreiðendur enga ámóta fyrirvara um hinar niðurfelldu skattalækkanir, sem þeir höfðu gert ráð fyrir í heimilisbókhaldinu, í trausti þess að samþykktir Alþingis og stefna ríkisstjórnarinnar stæðust í meira en misseri í senn. Hinn almenni borgari má sumsé þola óvænta skattahækkun til við- bótar annarri óvissu í efnahagsmálum. Hið eina, sem virðist alveg víst, er að ríkisútgjöldin munu halda áfram að belgjast út, en ríkissjóður er liðlega 40% dýrari í rekstri nú en fyrir tveimur kjörtímabilum. Vissulega hafa lífskjörin batnað, en sýnist nokkrum að hið opinbera fari betur með fé en áður, hvað þá að þjónusta þess sé 40% meiri eða betri en þá? Nú fer kosningavetur í hönd og menn geta sveiað sér upp á að þrýstingur hagsmunahópanna og veiklyndi stjórnmálamanna mun aukast um allan helming. En hver tekur vörn skattborgara? Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsimi: S10 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 5103711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@biadid.net, augiysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar 12 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 blaAÍ6 m w EiGiVlEGí íf TER MHJ kVí SFMSt FVIj/í LSKkllíll MATflRVjfp/ ERíKICi MMRS TOTTbtTT Ai> VH> SóSíAtíSTAR Eim A-D STARDA VORO U(M HAGSMuA/r TttRAALEipEk/DA o£ SEL3£NPÁ Skáklandnám á Grænlandi Skákfélagið Hrókurinn hefur undanfarin fjögur ár, í samvinnu við fjölmarga aðila úr öllum áttum, unnið ötullega að land- námi skáklistarinnar á Grænlandi. Jafnframt vinnur Hrókurinn að auknum samskiptum grannþjóð- anna á sem flestum sviðum. Þegar Hrókurinn nam fyrst land á Grænlandi, vorið 2003, var skák að heita má óþekkt meðal Græn- lendinga. Vísi að skákklúbbum mátti finna í örfáum þorpum, en enga skipulagða starfsemi. Skák- samband var ekki til á Grænlandi og þar hafði aldrei verið haldið skákmót. Þetta breyttist með skákland- námi Hróksins á Grænlandi sum- arið 2003, sem hefur verið ötullega fylgt eftir síðan með heimsóknum, skákkennslu, skákmótum og gjöfum á töflum og öðrum skák- búnaði til þúsunda grænlenskra barna, tuga skóla og þorpa um hið víðfeðma og tofæra land. Skák til okkar næstu granna Undanfarin tvö ár hefur áherslan ekki síst verið á skáklandnám á Austur-Grænlandi, en þar búa næstu nágrannar Islendinga. Um leið ræðir þar um einna afskekkt- ustu byggðir Grænlands, en flestir Grænlendingar búa á svipuðum slóðum og norrænir menn námu land áður fyrr á öldum, í Vestri- og Eystribyggð. Á Austur-Grænlandi er félagslegt ástand líka einna verst á Grænlandi og þörfin fyrir uppbyggi- legt barnastarf mest. I þessu starfi dugir ekki að hafa viljann einan að vopni, en Hrókur- inn hefur mætt fádæma velvilja og Klippt & skorið Enn er órói á Fróða, en sem kunnugt er gekk Reynir Traustason þar út siðast- liðinn föstudag. Nokkrar vangaveltur hafa verið á kaffihúsum höfuðborgarsvæðisins um arftaka og ótrúlegustu nöfn nefnd í þvf sam- hengi. Á þessum stað í gær var því velt upp hvort jQb ekki væri eðlilegast að aðstoð- arritstjórinn Jón Trausti Reynis- > sontæki við ritstjórninni, fyrst faðir hans væri staðinn upp úr stólnum og farinn vestur að sinna ritun viðtalsbókar sinnar við Rögnu á Laugabóli. Mikael Torfason, aðalritstjóri Fróða, virðist hafa farið að þeim ráðum, því hann bauð Jóni Trausta ritstjórastólinn. Að vel athuguðu máli afþakkaði Jón Trausti hins vegar gott boð og kvaddi Fróða líka eftir að hafa skilað af sér sínu síðasta blaði f gærkvöldi. skilningi úr öllum áttum til þess að láta hugsjónina um skáklandnám Grænlands og æskulýðsstarf þar í landi verða að veruleika. Má þar nefna Flugfélag íslands, ríkisstjórn fslands, Eddu útgáfu, prentsmiðj- una Odda, Kalak - vinafélag Islands og Grænlands, Barnaheill á íslandi, Rauða krossinn, Bónus, Lionshreyf- inguna, Glitni, Islenskt grænmeti, Pennann, svo nokkrir aðilar séu nefndir. I næstu viku heldur landnámið enn áfram, en þá hefst þriðja skák- hátíðin í Tasiilaq, en hápunktur hennar er IV. Alþjóðlega Grænlands- mótið, sem kennt er við styrktaraðil- ann Flugfélag íslands. Vonumst við Hróksmenn til þess að skáklistin verði með því enn frekar fest í sessi á Grænlandi um leið og vináttubönd þjóðanna eru treyst. Hrafn Jökulsson Vinaþjóðir á norðurhjara Fjölmörg rök hníga að auknum samskiptum fslendinga og Græn- lendinga. Engin þjóð stendur okkur nær, í bókstaflegum skilningi, en samt höfum við sýnt nágrönnum okkurfurðulegttómlæti.Hagsmunir þjóðanna fara saman í ótal málum, Asínum tíma vakti kvikmyndin Der Unt- ergang verulega athygli, en hún fjallar um síðustu daga Adolfs Hitlers. Eða hvað? Nýverið kom hún út á DVD hér á landi hjáMynd- formi. Framan á umbúðunum má lesa tilvitnun í foringjann, þar sem hann kveðst ekki munu fella eitt tár þó þýska þjóðin tortímist í ófriðnum. Hið merki- lega er, að samkvæmt hulstrinu lét hann þessa ónærgætnu athugasemd falla árið 1949. Ætli Dacre lávarður viti afþessu? „Aldraðir höfðu vartlyftpennanum afsamn- ingnum við ríkisstjórnina þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taidi rétt að koma aftan að þeim og áfellastþá fyrirsvik við umbjóðendur sina. [...] Aldraðir hafa ekki orðið fyrir kjara- en samt hafa samskiptin ekki verið meiri en raun ber vitni. Saga land- anna í norðri er um margt samofin, allt frá því að íslendingar lögðu lá undir knörr og námu land á Græn- landi fyrir liðlega þúsund árum. Það er skemmtileg staðreynd að í hinum fjölmörgu norrænu bæjarrústum á Grænlandi hafa víða fundist fornir taflmenn, svo segja má að Hrókur- inn sé að taka upp þráðinn eftir 500 ára hlé á taflmennsku á Grænlandi. Með starfinu á Grænlandi er Hrókurinn að vinna eftir einkunn- arorðum félagsins og FIDE, alþjóða- skáksambandsins: Við erum ein fjölskylda. Skáklistin er alþjóðlegt tungumál sem allir geta tileinkað sér, burtséð frá aldri eða kyni, þjóð- erni eða þroskastigi. Rannsóknir sýna að skákkunnátta hefur mjög jákvæð áhrif á námsárangur barna og er til þess fallin að efla með þeim einbeitingu og sköpunargáfu - auk þess að vera skemmtileg. Skákin er því vel til þess fallin að byggja brú milli nágrannaþjóðanna, enda hafa Grænlendingar tekið skákinni tveimur höndum. Það er þeim mun ánægjulegra að geta látið gott af sér leiða á Græn- landi, að þar er ástand um margt slæmt, einkum í málefnum ung- menna. Nágrannar okkar glíma við félagsleg vandamál af stærðargráðu, sem er okkur Islendingum fram- andi. Það er beinlínis skylda okkar, sem nágranna og ábyrgrar þjóðar, að rétta hjálparhönd og leggja okkar af mörkum til að bæta mannlífið og stuðla þannig að bjartari framtíð á Grænlandi. Höfundur er skákfrömuður skeröinguheldurhafaþeirfengið kjarabót, en sumir aðrir hafa fengið meira og aðrir minna. Ingi- björg vill vekja öfund milli hópa og veldurþá aðferð að draga úr trúverðugleika formanns félags aldraðra með rangfærslum. Það erljóturleikurog ekkiað undra að fylgið minnki stöðugt." BfNEDIKÍ JóHANNESSON, WWW.HEIMJB.IS Bensi í Talnakönnun vandar formanni Samfylkingarinnar ekki kveðjurnar í ný- legum pistli sínum, en hann telurhana að ósekju hafa veist að Samtökum aldraðra, sem hann segir einkum hafa vakið athygli fyrir að vera leidd af mönnum, sem séu alltof ungir til þess að setjast f helgan stein. andres. magnusson@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.