blaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaöið
Hjólhýsi
tilbúin til afhendingar stravi
^200.0®B
bu aisKemmtiiegasta!
Algjör skvísubók!
Fæst um allt land.
Draumaveröld kaupafkans er
s | ótrulega fyncftn bójpem hittir
beint í niark hjá öllum kaup-
i% glöðum konum! Besta bókin í
útileguna og sumarbústaðinn.
„Draumaveröld kaupalkans er sú alskemmtilegasta
bók sem ég hef lesið í langan tíma.... gjörsamlega
ómissandi bók ... Fátt er hollara fyrir sálina en hressi-
legt hláturskast."
Anna Kristine - Hér og nú.
Salka Ármúla 20-108 Reykjavík - sími 552 1122
www.salkaforlag.is
Eigum ýmsar gerðir af TABBERT
i hjólhýsum tilbúin til afhendingar strax.
Komdu og kynntu þér úrvaliö!
SEGLAGERÐIN ÆGIR
símlSII 2200
iMORELIATO
Stólhólsmen með perlu
kr. 5.500
Herrahálsmen meö demanti
kr. 10.900
UR&GULL
Plröi • MiðbH Hafn«rf|«rðar • 8fmi; 4666
Stálanmband meö perlum
kr. 8.600
Perlueymalokkar
kr. 7.200
Stálarmband meö kristöllum
kr. 8.500
rauöagullsgyllingu
9.700
Flutningabill
með tengivagn
Bann yki kostnað
og fjölgaði bilum
Formaður samgöngunefndar vill banna tengivagna flutningabíla:
Hugmynd formannsins
myndi kosta milljarða
■ Flutningabílum þyrfti að fjölga ■ Margir vegir óhæfir fyrir flutningabíla
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Hugmyndir Guðmundar Hallvarðs-
sonar, alþingismanns og fromanns
samgöngunefdar Alþingis, um bann
við tengivögnum falla í grýttan
jarðveg hjá forsvarsmönnum flutn-
ingafyrirtækja. Guðmundur hefur
sagt rétt að banna tengivagna flutn-
ingabíla þangað til lokið verði við
vegabætur á þjóðvegunum. Fram-
kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim-
skips segir, að verði bannið að veru-
leika þýddi það gríðarlega hækkun
á flutningskostnaði, auk þess sem
flutningabílum á vegunum myndi
fjölga mikið. Framkvæmdastjóri 01-
íudreifingar tekur í svipaðan streng.
Tengivagnar með 30 ára sögu
„Mér finnst hugmyndin nú ekki
vel ígrunduð," segir Guðmundur
Nikulásson, framkvæmdastjóri
innanlandssviðs hjá Eimskip. „Ef
þetta yrði raunin, þá horfum við
fram á gríðarlega hækkun á flutn-
ingskostnaði til og frá landsbyggð-
inni, sem næmi tugum prósenta."
Guðmundur segir að tengivagnar
eigi sér um 30 ára sögu á íslandi
jafnt í olíu-, fóður- og almennum
vöruflutningum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Umferðarstofu voru
skráðir tengivagnar um síðustu ára-
mót 509. „Það liggur í augum uppi
hvers vegna notast er við tengivagna,
en það er til að auka hagkvæmnina
í flutningunum," segir Guðmundur.
Ef hugmynd þingmannsins yrði að
veruleika hefði það víðtækar afleið-
ingar í för með sér að sögn hans.
„Þetta myndi þýða fjölgun bíla sem
notaðir eru til flutninga og verulega
hækkun á flutningskostnaði.“
Aðspurður hve stór hluti flutninga
fari fram með tengivögnum segir
Guðmundur að flutningstæki til vöru-
flutninga hér á landi séu tvenns konar.
„Það eru annars vegar dráttarbílar
sem flytja gámana á gámagrindum
og hins vegar kassabílar sem yfirleitt
eru þriggja öxla og draga undantekn-
ingarlaust tengivagn á öllum lengri
leiðum. Þetta gildir um allar teg-
undir af flutningum, hvort sem um
er að ræða almenna vöruflutninga,
olíu-, mjólkur- eða fóðurflutninga."
Að sögn Guðmundar er mikilvægara
að haldið verði áfram að vinna mark-
visst að breikkun helstu vega lands-
ins og gera þá öruggari í stað þess að
banna tengivagna. „Það hefur verið
unnið gott starf í því og það þarf að
halda því áfram. Við erum öll sam-
mála um það að vegirnir þyrftu að
vera betri og breiðari.“
Verið að breikka veginn
í Ljósavatnsskarði
„Okkur hugnast þessi hugmynd
engan veginn“, segir Hörður Gunn-
Hugmynd
Guömundar
yki kostnað
við flutninga
um tugi
prósenta.
Guðmundur
Hallvarðsson
formaöur
sangöngunefdar
Aalþingis.
arsson, framkvæmdastjóri Olíudreif-
ingar. „Það er ljóst að menn vilja ekki
fjölga bílum á vegunum.“ Hörður
segir að stundum sé tengivagninn
með jafnmikla flutningsgetu og bíll-
inn sem dregur hann. Hörður segir
að tengivagnabann hefði í för með sér
að fleiri bíla þyrfti til að flytja sama
magn, „og ekki minnkar það hætt-
una.“ Menn verða fyrst og fremst að
vanda sig í þessari umræðu að sögn
Harðar og bætir hann því við að vega-
umbætur skipta þar miklu. „Margir
vegir eru einfaldlega ekki hæfir til að
taka við þeim flutningum sem verið
er að leggja á þá.“
Bíll frá Olíudreifingu valt í Ljósa-
vatnsskarði í síðustu viku. Hörður
segist hafa farið á staðinn til þess
að skoða vegsumerki og þá þegar
hafi Vegargerðin verið byrjuð að
breikka veginn. „Mér skilst á heima-
mönnum að þetta hafi verið þriðja
óhappið á skömmum tíma á þessum
vegi,“ segir Hörður Gunnarsson.
Bankarnir hagnast um 92 milljarða:
Hagnast á verðbólgu
og veikri krónu
Eftir Brynjólfur Þór Guðmundsson
brynjolfur@bladid.net
Stóru viðskiptabankarnir þrír og
Straumur-Burðarás högnuðust um
92 milljarða króna fyrir skatta fyrstu
sex mánuði ársins. Þetta er hátt í tvö-
falt meiri hagnaður en varð á rekstri
bankanna á fyrri helmingi árs 2005.
KB banki skilaði mestum hagnaði
allra bankanna, 32 milljörðum króna
og er það nær 50 prósent meiri hagn-
aður en á sama tímabili í fyrra. Þetta
er jafnframt þriðjungur af hagnaði
allra bankanna. Straumur-Burðarás
eykur hins vegar hagnað sinn mest
ailra bankanna, hvort tveggja hlut-
fallslega og að krónutölu. Hagnaður
Straums er rúmir 19 milljarðar króna,
jókst um tæpa tólf milljarða króna og
er 150 prósentum hærri en árið áður.
jónas G. Friðþjófsson, sérfræðingur
hjá Greiningu Glitnis, segir tvo þætti
hafa mest áhrif á hversu mikið hagn-
aður bankanna hefur aukist. „Það
er annars vegar veiking krónunnar
og hins vegar verðbólgan." Hann
bendir á að þar sem tekjur bankanna
og hagnaður sé í vaxandi mæli í er-
lendum gjaldeyri mælist hann meiri
í krónum þegar krónan veikist.
„Bankarnir eru allir með þannig
eignastöðu gegn skuldastöðu að
verðtryggðar eignir eru hærri en
verðtryggðar skuldir,“ segir Jónas.
Það er þessi eign sem verður til
þess að þegar kemur verðbólguskot,
eða hærri verðbólga en ella, færast
inn í rekstrarreikning bankanna
verðbótatekjur."
Jónas segir þetta ekki viðvarandi
ástand. „Það kann þá að dempast
á næstu fjórðungum eða ganga lítil-
lega til baka.“