blaðið - 02.08.2006, Síða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
FRÉTTIR I9
Castro og Castro Raul Castro tekur við völdum af Fidel meðan hann
jafnar sig eftir skurðaðgerð.
Castro og Castro á yngri árum Bræðurnir fagna tuttugu ára afmæli
byltingarinnar í febrúarmánuði árið 1979..
Hundrað þúsundir manna hafa
gegnum tíðina flúið stjórn Castro
á Kúbu og flestir þeirra sest að
í Miami. Helstu leiðtogar þeirra
Kúbumanna sem berjast gegn
stjórn Castro frá Miami sögðu að
Kúbumenn myndu ekki til lengri
tíma litið sætta sig við að bróðir
Castro taki við völdum í landinu
falli forsetinn frá og tími breyt-
inga væri í nánd. Talsmaður Hvíta
hússins vildi ekki tjá sig um fréttir
af heilsufari Castro en sagði stjórn-
völd í Washington fylgjast grannt
með gangi mála og vinna sem
áður að frelsi Kúbumanna. Ge-
orge Bush, forseti Bandaríkjanna,
hefur þrengt að stjórn Castro á
Kúbu í vaxandi mæli og hert á við-
skiptabanni og aukið fjárveitingar
til þeirra sem berjast gegn stjórn-
völdum á Havana.
Fáir síðari tíma leiðtogar hafa
setið lengur á valdastóli en Fi-
del Castro og Kúba er eitt þeirra
fimm ríkja í heiminum sem hafa
viðhaldið kommúnísku skipulagi
eftir að Sovétríkin liðu undir
lok. Kúba naut mikillar efnahags-
aðstoðar frá Sovétríkjunum á
tímum kalda stríðsins en hefur
náð að þreyja þorrann undan-
farið vegna aðstoðar frá Venesú-
ela og aðgengi að ódýru lánsfé frá
Kína. Síðustu ár hafa vangaveltur
um heilsufar hans aukist. Ekki
síst eftir að hné niður í miðri
ræðu árið 2001 og datt og brákaði
bein á opinberum vettvangi fyrir
tveim árum.
Friðargæslan á Sri Lanka:
Fjölgað í liði
Islendinga?
í kjölfar frétta þess efnis að Finnar,
Danir og Svíar hyggist draga frið-
argæsluliða sína frá Sri Lanka hafa
norsk stjórnvöld farið fram á að
íslendingar fjölgi sínum mönnum
í landinu. Til þessa hafa Norður-
löndin annast friðargæslu í landinu
í sameiningu. Brotthvarf hinna
Norðurlandaþjóðanna kemur til af
því að uppreisnarmenn Tamíl-tígra
kröfðust þess að þjóðirnar færu úr
landi sökum þess að Evrópusam-
bandið setti Tamíl-tígra á lista yfir
hryðjuverkasamtök.
Tamíl-tígrarnir sættast hins vegar
á að Norðmenn og íslendingar haldi
áfram að sinna friðargæslu á svæð-
inu, en þar hefur verið mikið um
róstur síðustu mánuði og óttast
margir að vopnahlé sem verið hefur
í gildi síðan 2002 verði brátt form-
lega rofið.
Jörundur Valtýsson, hjá utanrík-
isráðuneytinu, segir í skoðun að
fjölga íslenskum friðargæsluliðum
á Sri Lanka. „Norðmenn hafa farið
þess á leit að við munum fjölga í
okkar sveit og fjölgun um 5-7 manns
er í skoðun." Jörundur segir að jafn-
framt sé í skoðun að fleiri ríki komi
að sveitinni, en engar ákvarðanir
Sri LankaÁfök hafa færst mjög í
vöxt á Sri Lanka
hafi verið teknar um það. „Enda
þyrfti samþykki stríðandi fylkinga
á svæðinu fyrir slíku.“
í augnablikinu eru þrír íslend-
ingar að störfum á Sri Lanka en al-
mennt eru þeir 5-6. Ef af fjölguninni
verður munu íslenskir friðargæslu-
liðar því verða á bilinu 10-12. „Það
er ríkur vilji til að verða við beiðni
Norðmanna í þessum efnum,“ segir
Jörundur.
Verslunarmannahelgin:
Stóraukið eftirlit
með fíkniefnum
Ríkislögreglustjóri ætlar að bæta
við á um annan tug manna við
fíkniefnaeftirlit sem skipt verður
niður á þær hátíðar sem haldnar
verða um verslunarmannahelgina.
Verður það viðbót við það fíkniefna-
eftirlit sem lögreglustjórar umdæm-
anna halda úti
Mennirnir eru sérþjálfaðir í að
hafa upp á fíkniefnum bæði frá
tollgæslunni og fíkniefnalögreglu-
mönnum af höfuðborgarsvæðinu.
Einnig verða fíkniefnahundar
ásamt stjórnendum þeirra með í
för.
Þetta samstarf hefur verið við
lýði síðustu ár að sögn Guðmundar
Guðjónssonar yfirlögregluþjóns hjá
ríkislögreglustjóranum.
„Við gerum það sem við getum
til þess að sporna við þessu vanda-
máli,“ segir Guðmundur og ljóst
er að allt verður gert til þess að
hátíðarnar fari sem best fram. Sam-
kvæmt Guðmundi mun hópunum
H
#' i ■
Stórhert fíkniefnaeftirlit
Guömundur Guðjónsson segir að
lögregluembættin ætli að gera allt
til þess aö sporna við fíkniefnum um
verslunarmannahelgina
vera handstýrt af embættunum og
verða þar sem þörfin er mest.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
lætur þetta framtak ekki nægja eitt
og sér og hafa þeir óskað eftir að-
stoð almennings til þess að láta vita
verði hann var við fíkniefnaneyslu.
Reiknistofa bankanna:
Tafir á inn-
borgunum
Tafir urðu á innborgunum
launa og endurgreiðslna frá
skattinum í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Reiknistofu bank-
anna skýrist þetta af því að kerfi
fyrirtækisins annaði ekki þeim
mikla fjölda færslna sem um
var að ræða þessi mánaðamót.
Endurgreiðslur frá skattinum
voru að koma inn, hefðbundnar
launagreiðslur auk barnabóta.
Unnið var hörðum höndum að
úrbótum í gær og var búist við
að öllum færslum yrði lokið í lok
dagsins.
Forseti írans:
Gerir lítið úr
ályktuninni
Mahmoud Ahmadinejad, for-
seti Irans, gerir lítið úr ályktun
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna sem gefur írönum frest til
mánaðamóta til þess að láta af
auðgun úrans. Ahmadinejad
lýsti því yfir í gær að Iranar
myndu ekki láta af auðguninni
og halda áfram ótrauðir að þróa
kjarnorkugetu sína. Forsetinn
sagði ennfremur að það myndi
ekki gagnast Sameinuðu þjóð-
unum að standa í hótununum
við klerkastjórnina í Teheran.
öryggisráðið samþykkti
ályktunina á mánudag og
fallist Iranar ekki að fara eftir
henni verður hægt að grípa
til viðskiptaþvinganna gegn
klerkastjórninni.
Síminri
rfl#;'.'., .
“ } t •# 4 '■■* ■
saHtöli j
■ i-kSwPKSk
I ••v J, ■ ; 4 * ;'7'.7 ■' V 7
* Elngöngu innan kerfis Símans