blaðið - 02.08.2006, Page 18

blaðið - 02.08.2006, Page 18
18 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðiö Grípandi tímarit á næsta blaðsölustað Askriftarsími 586 8 THE WILD ICELAND ugh the eyes of experts 8 Wk'Á/ 2k ■ jyj sBPf»R1 For booking, prices and information about tours visit www.snow.is, send e-maii to snow@snow.is, or call us. Tel: (+354)487-1500 Tel: (+354) 893-3445. AfUAf URE TOURS GEFA/MGGJA 5103737 SMAAUGLÝSING blaðið s Ferðahandbók fyrir ferðalagið ■LJB Þegar kemur aö því að feröast er ýmislegt sem þarf aö hafa í huga. Það þarf að skipu- leggja feröina ve[ fræðast um áfanga- staði og gera ráð fyrir hinum ýmsu uppákomum sem gera ekki boð á undan sér. Fyrirþá sem vilja gott ferða- lag í faðmi fjölskyldunnar er bókin Ferðahandbók fjölskyldunnar tilvalin, en þar er ítarlegt samansafn upplýsinga sem gott er að styðjast við. Flöfundar bókarinnar hafa all- ir unnið við ferðaþjónustu á íslandi, ýmist við skipulagningu ferða fyrir útlendinga og aðrar ferðir hér á landi. Þau hei msóttu hinaýmsustaði á íslandi með það fyrir augum að finna áhuga- verða og fjölskyldu- væna staði, auk þess að leita sérstak- lega að stöðum sem hægt er að sækja án þess að eyða of mikl- um fjármunum. Allirstaðirnirsem nefndir eru í bókinni eru flokkaðir eftir lands- hlutum og er umfjölluninni skipt í efnisflokka, þarsem hægterað leita sérstaklega eftir stöðum fyrir börnin, góðum gönguleiðum eða öðrum fróðleik um íslenska náttúru. Konuveldi í Kerlingafjöllum Kerlingafjöll hafa löngum verið vinsæll áfangastaður fyrir þá sem vilja fara í göngur, skoða fallega nátt- úru á einu stærsta háhitasvæði ís- lands og njóta lífsins í heitum potti. Að sögn Páls Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra, hefur mikill straum- ur fólks sótt Kerlingafjöllin heim það sem af er sumri og von er á stórum hópum næstu daga. „Sum- arið í ár hefur verið með betra móti, sérstaklega eftir að veður skánaði. Hér getur fólk gengið um ótal göngu- leiðir og skoðað þá fallegu náttúru sem Kerlingafjöll státa af. Þetta er með fáu stöðum á landinu þar sem hægt er að sjá til sjávar bæði norður og suður og því æðislegt að koma í nokkra daga,“ segir Páll og bætir við að þetta árið sé með öðru sniði en áður. „Starfsmenn Kerlingafjalla í ár eru eingöngu konur, en það hefur aldrei verið þannig áður. Okkur datt þetta bara í hug og þetta hefur mælst vel fyrir - að hafa þrjár valkyrjur að sinna störfunum án karlmanna.“ Páll segir mikið um að stórir hópar komi saman í nokkra daga auk þess sem einstaklingar og minni hópar séu einnig duglegir að halda í Kerlingafjöllin. Einnig hefur hestafólk verið hrifið af því að fara til Kerlingafjalla og eyða þar nokkr- um dögum. „Þetta er mjög breyti- legt og það er misjafnt hvað fólk dvel- ur lengi hjá okkur. Við höfum verið að reyna að lengja svolítið sumarið með því að bóka stóra hópa, starfs- mannahópa og aðra, í haust. Þá eru hóparnir kannski með 2-3 hús á leigu og slá upp gleðskap í kringum það. Húsin rúma 4-16 manns og það má því koma fyrir stórum hópum sem dreifast á fáein hús. Það hefur einnig verið nokkuð um að menn haldi hér stórafmæli sín og láti þá mannskapinn gista yfir nótt. Það er auðvitað hægt að halda hið skemmti- legasta afmæli með þessu móti.“ halldora@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.