blaðið

Ulloq

blaðið - 02.08.2006, Qupperneq 22

blaðið - 02.08.2006, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 blaðið 22 i Bombel er staðsettur í fallegu umhverfi sem er skógi vaxið Húsið er gömul tóbaksverksmiöja Matreiðslunámskeiðið Cook in France er haldið í sveitum Frakklands þar sem eldaðir eru fjölbreyttir réttir í fallegu umhverfi. Hjónin Jón Kristinn Cortez og Álf- rún Sigurðardóttir fóru á matreiðslu- námskeið í Frakklandi í september á síðasta ári. Námskeiðið er haldið í héraðinu Dordogne i mið-Frakk- landi. Að námskeiðinu standa bresk hjón en þau hafa gert upp gamla tób- aksverksmiðju frá 17. öld þar sem þau bjóða upp á þetta námskeið ásamt gistingu. „Námskeiðið var afmælisgjöf til mín frá Jóni Kristni en mig hafði dreymt um það lengi að komast á slíkt námskeið erlendis" segir Álf- rún. „Við flugum til Stanstead þaðan sem við héldum áfram til bæjarins Limoges þar sem við tókum bílaleigu- bíl og keyrðum suður“. Býlið sem námskeiðið er haldið á heitir Bom- bel og er ekki langt frá fallegri mið- aldaborg sem heitir Sarlat. „Þetta er staðsett i sveitinni en það eru margir litlir bæir í kring“ segir Jón Kristinn. ,Þetta er ekki langt frá Lascaux þar sem hellamyndirnar frægu eru, en hellarnir eru í u.þ.b.10 mínútna fjar- lægð frá Bombel“. Matreiðslunámskeiðið stendur yfir í fimm daga, frá mánudegi til föstudags. „Fólkkemur á sunnudegi og fer á laugardegi. Mánudagur og þriðjudagur eru heilir dagar þar sem byrjað er að undirbúa daginn en svo kemur hlé eftir hádegismat- inn. Á miðvikudeginum er farið á markað og þar sem hráefni er keypt og matreitt um kvöldið. Fimmtudag- ar og föstudagar eru einnig heilir dagar. „Það er alltaf einhver frítími á hverjum degi þar sem hægt er að keyra um sveitina, fara í bæinn eða leggjast út í sólbað með góða bók“ segir Álfrún. Á Cook in France nám- skeiðið er einnig hægt að koma rétt yfir helgina eða taka eins og tveggja daga námskeið. Fólk alls staðar að sækir námskeiðið „Við vorum samtals átta og er það hámarks fjöldi á hverju námskeiði“ segir Jón Kristinn. „Þannig nær fólk líka að kynnast almennilega og fær góðan tíma með kokkinum. Það var líf og fjör og mikið spjallað en þetta var fjölbreyttur og skemmtilegur hópur sem kom þarna saman“. Á námskeiðinu eru allir mjög virkir í matreiðslunni og svo er sest niður og maturinn snæddur saman í róleg- heitum. „Aðstaðan er öll mjög góð. Það eru þarna fjórar gaseldavélar og stærðarinnar vinnuborð í miðju eld- húsinu þar sem mikið var rætt sam- an þegar unnið var að matnum“. „Dagarnir byrjuðu á morgnanna með morgunmat sem búið var að hafa til og svo var farið yfir það sem átti að útbúa yfir daginn og verkefn- um var skipt niður“ segir Álfrún. „Um þrjúleytið var byrjað að undir- Vectavir á frunsuna '/ecta in% Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tima ársins. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. Vectavir verkar frá byrjun einkenna. Vectavir verkar einnig á blöðrur. Vectavir á 2 kist. fresti í 4 daga. Vectavir krem 2 g án lyfseðils. Vecta ir Lyf aheilsa Við hlustum! Vectavír krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. í Vectavir er vírka efníð penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavír er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frurisa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils.. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. búa kvöldmatinn í rólegheitum. Það var tekinn nægur tími í undirbúning- • « tnn. Á námskeiðinu fylgjast nemend- ur með því sem kokkurinn gerir og er farið vel í gegnum matreiðsluna. Hjónin sem sjá um námskeiðið skipta með sér verkum en kokkur- inn Jim Fisher sér um námskeiðið og alla matargerð en kona hans Lucy er framkvæmdastjórinn. Hún sér um innkaup og heldur utan um nám- skeiðið. Á býlinu er ekki stundaður búskapur heldur er farið á markaði í nágrenninu þar sem keyptar eru fer- skar vörur frá bændunum í kring. Fjölbreytt og fræðandi „Eitt það skemmtilegasta við þessa ferð var að kynnast annarri aðferð við matargerð í fallegu og skemmti- legu umhverfi. Þetta var því spenn- andi upplifun“ segir Jón Kristinn. Maturinn sem eldaður er á nám- skeiðinu er bæði franskur heimilis- matur og alþjóðlegir réttir. Þeir sem skrá sig á námskeiðið fá sendan mat- seðil heim og hægt er að koma með óskir um það sem á að læra að mat- reiða, ef fólk vill t.d. leggja áherslu á pasta eða kjötrétti þá er hægt að óska þess. „Jón Kristinn hafði upphaflega ekki ætlað að vera á námskeiðinu. Það er hægt að koma þarna og vera í afslöpp- un á meðan annar aðilinn sækir nám- skeiðið. Þetta var bara svo áhugavert að hann ákvað að taka þátt líka“ segir Álfrún. „Það er tekið virkilega vel og persónulega á móti fólki sem kemur til Bombel þannig að þetta er ekki formlegt námskeið en engu að síð- ur mjög fræðandi. Við lentum líka í sérstaklega skemmtilegum hóp sem gerði þetta allt mun ánægjulegra". Á miðvikudeginum hélt hópurinn

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.