blaðið

Ulloq

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 4

blaðið - 31.08.2006, Qupperneq 4
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaöið Kjartan Guðjónsson síðasta sýningarhelgi Opi& laugardaga kl. 11-16 Opið sunnudaga kl. 14-16 Sjáumst í Galleríi Fold Rau&arárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is Hugsaðu um heilsuna og hafðu línurnar í lagi! Alvöru Qallahjól % *# ^mjólk Frábær 21 gíra 24" drengjahjól, létt og meðfærileg með álstelli og framdempara! Verðaðeins 23.120! 4IFRÉTTIR Arm Johnsen Kemur til Héraðsdóms Reykjavíkur sumarið 2002, en þegar mál hans kom til kasta Hæstaréttar varÁrni sakfelldur og dæmdur til tveggja ára refsivistar fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Hann hefur nú fengið uþpreist æru, sem gerir honum kleift að bjóða sig fram til Alþingis. Mynd/flrnoldur Ámi Johnsen fær uppreist æru: Ráðuneytið gai ekki hafnað Árna ■ Afar fáar umsóknir ■ Ekkert sem hindrar Árna frá framboði Eftir Andrés Magnússon andres.magnusson@bladid.net Árni Johnsen, fyrrverandiþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hlotið upp- reist æru, en hann var hinn 6. febrúar 2003 dæmdur í tveggja ára óskilorðs- bundna refsivist af Hæstarétti fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfir- valda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Handhafar forseta- valds undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að tillögu dómsmálaráðherra. Að undanförnu hafa fregnir borist af því að Árni hyggist sækjast eftir þingsæti á vegum Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi, en kjördæma- ráð sjálfstæðismanna þar hugðist gera hreint mannorð að skilyrði fyrir þátttöku í prófkjöri. Nú er því ekkert því til fyrirstöðu að Árni gefi kost á sér í prófkjöri, en vera kann að stillt verði upp á listann án prófkjörs. Samkvæmt heimildum Blaðsins úr stjórnkerfinu er afar fátítt að fólk sækist eftir uppreist æru. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyt- inu hafa þannig einungis borist átta umsóknir frá aldamótum, en ekki er getið um aðrar málalyktir en að einni þeirri hafi verið synjað, þar sem til- skilinn tími hafi ekki verið liðinn frá fullnustu refsingar. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Blaðsins féllu flestir hinna frá umsókn sinni eftir að þeim var gerð grein fyrir því að með yfirlýsingu um uppreist æru fælist hvorki náðun, sak- aruppgjöfné hreinsun sakarvottorðs. Einhverjar umsóknir munu og hafa verið á misskilningi byggðar. I raun má segja að einu áhrif þess að saka- maður fái uppreist æru sé að hann geti farið í framboð og hefur slík yf- irlýsing því sáralitla þýðingu fyrir allan almenning. Allnokkur ár munu vera síðan sakamaður fékk uppreist æru að lok- inni afplánun og leitaði ráðuneytið til gamalla starfsmanna til þess að ganga úr skugga um réttan farveg málsins. Árni óskaði eftir uppreist æru í júní, en vegna sumarleyfa og óvissu, um hvernig meðhöndla bæri umsókn hans, var málið ekki afgreitt fyrr en nú. Fyrri hefð var fylgt við afgreiðslu málsins, en hún er sú að undantekn- ingarlaust hefur verið gerð tillaga til forseta íslands um uppreist æru, ef umsækjandi fullnægir lögform- legum skilyrðum um að hún sé veitt. Gildir þá einu hvert eðli brotsins er eða sakaferill viðkomandi og hefur einvörðungu verið litið til þess, hvort skilyrði séu uppfyllt. Samkvæmt hegningarlögum má veita sakamönnum uppreist æru þegar tvö ár eru liðin frá afplánun dóms þeirra. Hefur þá verið litið svo á að refsing teljist að fullu úttekin á þeim tíma er reynslulausn er veitt, svo framarlega sem hlutaðeigandi stenst skilorð. Nú séu liðin liðlega tvö ár frá því að Árni Johnsen gekk sem frjáls maður út af Kvíabryggju, hann uppfylli því lögformleg skil- yrði til að hljóta uppreist æru og engin efni til þess hjá ráðuneytinu að breyta út af viðtekinni venju um þessi mál. Athygli sumra hefur vakið að það voru handhafar forsetavalds sem undirrituðu yfirlýsinguna, en tveir þeirra, þau Geir H. Haarde, forsæt- isráðherra, og Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sátu um árabil í þingflokki Sjálfstæðisflokksins ásamt Árna. Forseti íslands hélt utan hinn 22. ágúst og dvelst nú ytra í einkaerindum, en von er á honum heim í næstu viku. Náinn ráðgjafi forsetans tók því fjarri í samtali við Blaðið að eitthvað mætti lesa í þá staðreynd, að hand- hafar forsetavalds en ekki forset- inn hefðu undirritað yfirlýsinguna. Hér væri um hefðbundinn embætt- isgerning að ræða. Mannekla hjá stórmörkuðum: Fá bara börn og unglinga í vinnu Sífellt fleiri unglingar undir sex- tán ára aldri sækjast eftir starfi hjá stórmörkuðum og hefur meðalaldur starfsfólks þar lækkað um fimm ár síðan árið 2000. Dæmi eru um að börn á aldrinum þrettán til fjórtán ára hafi unnið lengur en reglugerðir leyfa og þá jafnvel á nóttunni. Lág laun og mikil eftirspurn á vinnu- markaði er talin vera líkleg skýring á þessari þróun. „Þeir virðast ekki fá mikið af eldra fólki til þess að vinna á þessu kjörum,“ segir Elías Magnússon, for- stöðumaður kjarasviðs VR. „Þeir þyrftu væntanlega að hækka launin til þess að hækka meðalaldurinn.“ Samkvæmt upplýsingum frá VR hefur meðalaldur starfsmanna í mat- vöruverslunum lækkað úr 31,5 í 24,4 ár á síðastliðnum sex árum. Elías segir að sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að unglingar séu látnir vinna of lengi. „En við vitum að þetta gerist og okkur finnst þetta ekki góð þróun.“ Að sögn Elíasar er ekkert sem bannar vinnuveitendum að ráða börn undir fimmtán ára aldri og í flestum tilvikum virðast fyrirtæki fara eftir lögum og reglum. Hann segir gott atvinnuástand og mikla eftirspurn á vinnumarkaði gera það að verkum að eldra fólk sækist Afgreitt á kassa Dæmi eru um að fjórtán ára hafi unnið á nóttinni. síður eftir starfi hjá stórmörkuðum. ,Það er erfitt fyrir þessi fyrirtæki að fá starfsfólk um þessar mundir og menn eru bara að reyna að bjarga sér. Margir krakkar vilja vinna og eru kannski að gera þetta í samráði við foreldra. Það er í besta lagi en menn þurfa að vera meðvitaðir um reglugerðir.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.