blaðið - 31.08.2006, Síða 10

blaðið - 31.08.2006, Síða 10
10 IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaAÍð Austurland: Kynlífsbíllinn til Austfjarða Nú er Jón Kristinn Guðmunds- son kynlífstækjasölumaður kominn á Austurland. Hann hefur innréttað sendibíl sem sérstakan kynlífsbíl og selur hann þar allt frá þýskum klámmyndum upp i eggið fyrir konurnar. Ekki hafa allir tekið honum með opnum örmum en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, bað hann vinsam- legast að hafa sig á brott úr bænum fyrr í sumar. Honum hefur hins vegar verið vel tekið á Austurlandi. Auðgun úrans: Tími írana runninn út Ekkert bendir til þess að f ranir hafi hætt að auðga úran þrátt fyrir að frestur öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna þess efnis renni út í dag. Eftirlitsmenn Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) munu upplýsa fulltrúa þeirra ríkja sem sitja í öryggisráð- inu um stöðu kjarnorkuáætlunar klerkastjórnarinnar í Teheran í dag en samkvæmt heimildum AP-fréttastofunar stóð auðgun úrans yfir í einni af kjarnorku- vinnslustöðvum frana allt fram á þriðjudag. Reykjavík Grapevine: Sveinn Birkir nýr ritstjóri Bart Cameron hefur látið af störfum sem ritstjóri Reykjavík Grapevine. Hann hefur ritstýrt blaðinu undanfarið eitt og hálft ár. Sveinn Birkir Björnsson tekur við starfi hans, en hann hefur starfað sem aðstoðarrit- stjóri blaðsins síðastliðna þrjá mánuði. Deilurnar um áhættumat Kárahnjúkavirkjunar: Rofnar stíflan eða ekki? Samkvæmt endurskoðuðu áhættumati fyrir Kárahnjúkavirkjun er áhættan engu meiri en áður var talið. Ekki eru þó allir á þeirri skoðun og greinir stjórnarmenn í Landsvirkjun á um hversu áreiðanlegt nýja áhættumatið er. Álfheiður Ingadóttir, stjórnarmaður i Landsvirkjun: Ekki trúverðugt áhættumat Mér finnst ekki trúverðugt að láta vinna áhættumat á sama stað og af sama fólki og er að annast hönnun og eftirlit með þessum framkvæmdum,“ segir Álfheiður Ingadóttir, stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem flutti tillögu á stjórnarfundi um að óháður hópur jarðvísindamanna og verkfræðinga kynni sér hvað fór úrskeiðis í systur- stíflum Kárahnjúkastíflu í Leshoto og Brasilíu. Tillaga Álfheiðar hlaut ekki stuðning stjórnarinnar. Álfheiður segist ekki vera að setja út á vinnu fólksins sem vann áhættu- matið. „Þeim er hins vegar enginn greiði gerður með því að þurfa að yfir- fara eigin verk með þessum hætti. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnslu áhættumatsins því þetta stenst ekki reglur um hæfi auk þess að matið byggir ekki á upplýsingum sem hafa komið fram á þessu ári.“ Að sögn Álfheiðar er fullyrt að upp hafa komið sprungur og of mikill leki í þremur af tíu þeim stíflum sem sambærilegar eru Kárahnjúkastíflu. „Því lagði ég til að áður en byrjað væri að fylla lónið verði sendir óháðir jarðvísindamenn og verkfræðingar til að kanna hvað fór úrskeiðis í þessum stíflum. Síðan yrði metið hvað þyrfti að gera hér heima svo sömu at- burðir endurtaki sig ekki hér á landi.“ Álfheiður tekur ekki undir orð Jóhann- esar um að ekki sé hægt að finna innlenda sérfræðinga sem eru algerlega óháðir til að vinna áhættumat. „Það er náttúrlega bara kjaftæði. Þó að við búum í smáu samfélagi þá eru til nóg af þeim sem ekki hafa komið nálægt hönnun og framkvæmd stíflunnar. Ég nefndi fjölda virtra og íslenskra sérfræðinga á heimsmælikvarða á stjórnarfundinum á mánudaginn sem hægt væri að fá í slíkt verkefni.“ . ' Á - Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar: Engin hætta á stíflurofi Inýju áhættumati vegna mannvirkja Kárahnjúkastíflu kemur fram að ekki sé talið að áhættan hafi breyst miðað við þær nýju upplýs- ingar sem hafa komið fram á meðan á framkvæmdunum hefur staðið,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Lands-1 virkjunar. „Þannig er það mat stjórnar að ekki sé nein hætta á stíflurofi eða hremmingum sem slíku myndi fylgja. Stefna fyrirtækisins hefur verið að gæta fyllsta öryggis og sjá til þess að öll mannvirki séu vöktuð þannig að hægt væri að grípa inn í áður en eitthvað alvarlegt gerist.“ Jóhannes segir hið nýja áhættumat hafa verið unnið upp á nýtt út frá nýjum jarðfræðilegum upplýsingum á meðan framkvæmdum hefur staðið og út frá því hvernig hönnuðir stíflunnar hafa brugðist við varð-1 andi stíflugerðina. „Ég held að menn verði að fara mjög varlega með slíkar yfirlýsingar að halda því fram að áhættumatið sé ekki trúverðugt. Okkar samfélag er agnarsmátt, þannig að í svona þröngum geirum er erfitt að finna aðila sem eru algerlega óháðir,“ segir Jóhannes og bendir á að Dóra Hjálmarsdóttir hafi verið ábyrgðarmaður matsins og ekki komið ná- lægt hönnun stíflunnar auk þess að vera einn helsti sérfræðingurinn á þessu sviði. Að sögn Jóhannesar hafi þessu til viðbótar verið starfandi óháð sérfræðinganefnd með erlendum sérfræðingum. „Nefndin hefur komið hingað til lands tvisvar á ári og komið með ábendingar sem farið hefur verið eftir. Alveg ljóst er að þetta verk hefur verið yfirfarið af hlutlausum, utanað- komandi aðilum,“ segir Jóhannes og bætir við að alls ekki sé verið að flýta sér um of í þessum efnum. f *. SKIPTflR SKOÐANIR ERU UM HVORT HÆTTfl SÉ Á AÐ KÁRAHNJÚKASTÍFLA ROFNI EFTIR AÐ HÚN VERÐUR TEKIN í NOTKUN. MÁLIÐ VARÐ í BRENNIDEPLI ÞEGAR DEILT VAR UM HVORT FYRRVERANDIIÐNAÐARRÁÐHERRA HEFÐI LEYNT ALÞINGI UPPLÝSINGUM SEM ÞAÐ ÞYRFTI Á AÐ HALDA. ’igHU v-eridun Eltltl VEii’JL UlV AIEIJiiA (JIIVAL George Bush: Búinn með Camus og kominn í sagnfræðina George Bush, forseti Bandaríkj- anna, er ekki lengur að lesa Útlend- inginn eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Albert Camus heldur les hann nú sagnfræðilegt verk um orrustuna um New Orle- ans sem fór fram í stríði Bandaríkja- manna og Breta árið 1812. Þetta kom fram í viðtali NBC sjónvarpsstöðvar- innar við forsetann en hann sagðist fyrr í sumar ætla að kynna sér verk Alberts Camus í sumarfríinu. Bush segist lesa mikið og hafa auk Útlendingsins lesið þrjú verk eftir Shakespeare í sumarfríinu. Forsetinn segist sækjast eftir fjöl- breytni þegar kemur að því að velja sér bækur og hann reyni að lesa það helsta úr öllum greinum bókmenntanna. Bush var spurður í viðtalinu út í þá víðteknu skoðun að hann teljist seint til þungavigtar- manna þegar kemur að áhuga á æðri menningu svaraði forsetinn því til að hann reyndi meðvitað að halda væntingum fólks um gáfur sínar í lágmarki. Maður með fjölbreyttan bók- menntasmekk George Bush, forseti Bandaríkjanna, með tónlistar- manninum Fats Domino.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.