blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 16
blaöid Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Hreint borð Aðgerðaleysi er duglegu fólki hættulegt. Eins ef það finnur sér ekki verk- efni þó nóg sé að gera. Þannig virðist komið fyrir Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra. Hann lætur einsog hann hafi ekkert þarft að gera og talar fyrir her og leyniþjónustu. Ekki er það svo að af því sem heyrir undir Björn sé allt með þeim ágætum að ráðherrann hafi tíma til dekurverkefna. Flokkur Björns hefur fært honum völd sem eru vandmeðfarin. Meðal þess sem honum er ætlað er ábyrgð á lögreglu og fangelsum. Þar virðist margt í kalda koli. Olíusvika- málið hreyfist á hraða snigilsins, annað hvort vantar getu eða áhuga til að koma málinu á þann hraða sem þarf. Ekki vantar peninga til rannsókna, það hefur sannast í öðrum málum. Sama er að segja um nánast allt sem snýr að fangelsum, þar er vægast sagt allt í kalda koli. Þau er of fá, of þröng, of gömul og fangarnir hafa aðgang að fikniefnum einsog hvern listir. I stað þess að taka á því sem brýnast er virðist ráðherrann sitja og móta í huga sér framtíðarmyndir af leyniþjónustum og herjum. Eflaust hefur ráðherrann þungar áhyggjur af Baugsmálinu. Hið opin- bera hefur sennilega eytt meira af peningum í það mál en nokkurt annað meint sakamál. Hið opinbera hefur reynt aftur og aftur og engar sakir fengið viðurkenndar, allavega ekki enn. f stað eirðarleysis og aðgerðaleysis getur Björn látið til sín taka þar sem þörf er á að hann leggi málum lið. Fangelsismálastjóri hefur fengið nóg og hótar að hætta störfum sökum þess hversu illa er staðið að málum. Hann segist hreinlega ekki geta verið ábyrgur fyrir því sleifarlagi sem er á öllu í þeim málaflokki, hefur fengið nóg. Þarna eru ærin verkefni fyrir Björn. Það þarf að styrkja rannsóknina á olíusvikamálinu. Þó ekki væri nema vegna sakborninganna. Þeir eru menn og þeir eiga líka rétt. Það er ekki hægt að gera nokkrum manni það að ganga ár eftir ár meðal fólks og vera sífelit dæmdur af samfélaginu. Til að dæma þá sem breyta rangt eru dóm- stólar og til að þeir geti dæmt þarf að rannsaka mál, ákæra og dæma. Sak- borningar eiga rétt á því að reglur samfélagsins séu virtar og að dómar verði felldir yfir þeim sem hafa brotið af sér. Svo eiga þeir sem eru ítrekað sýknaðir af ákærum hins opinbera líka rétt. Kannski felst sá réttur í því að ráðherrann axli ábyrgð og sjái til þess að þeir valdsmenn sem undir hann heyra virði fólk og fari vel með vald sitt. Allt eru þetta brýn verkefni sem dómsmálaráðherra þarf að taka á og koma áfram. Það er nóg að gera fyrir dómsmálaráðherra og kannski fer best á því að hugmyndir um leyniþjónustu og her bíði þar til ekkert annað er á borði ráðherra. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjórl: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsíngar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur Fyrsta flokks íslenskur harðfiskur GULLFISKUR OfíKn l0% móríH 16 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaöið VíMLirIVíí) SJfiiiM pmm uw /H) ÆTVJK-M FK RllT Lykilorðið er frelsi Mér hefur verið tíðrætt um það á þessum vettvangi að í kjölfar hryðjverkaárásanna n. september hafi einhverskonar ör- yggisæði gripið um sig í sumum vestrænum ríkjum, - sérstaklega þó í Bandaríkjunum. Að mínu viti eru það kolröng viðbrögð við ógnarverkum að Vesturlönd fari að reisa miklar víggirðingar utan um sig og haida úti stór- auknum njósnum um fólk. Hvað svo sem einhverjir vitstola víga- menn vilja þá megum við ein- faldlega ekki láta óvini Vestur- landa sprengja okkur til hlýðni með slíkum hætti. Frelsi - lýðræði - mannréttindi í grunninn tekið eru þjóðfélög Vesturlanda á okkar dögum byggð á þremur megingildum; frelsi, lýð- ræði og mannréttindum. Þessi þrjú gildi eru samofin og ekkert þeirra getur staðið án hinna. Frelsi er ekki til staðar nema lýðræði og mannrétt- indi séu virt, lýðræði er ekki virkt nema menn búi við mannréttindi og frelsi. Og mannréttindi eru fyrir borð borin ef ekki er til staðar bæði frelsi og lýðræði. Vesturlandabúar voru lengi að berjast fyrir þessum réttindum sem flestir telja nú sjálf- sögð. Fyrir örfáum öldum töldu kon- ungar og misvitrir furstar sig hafa guðlegan rétt til að ráðskast með fólk en með Upplýsingunni fór sú skoðun að festast í sessi að valdið væri ekki frá guði komið heldur frá fólkinu sjálfu, sem aftur framseldi það til fulltrúa sinna. Þetta var til að mynda hugmyndfræðin á bak við frönsku byltinguna á síðari hluta átjándu aldar. Þessum megin- gildum Vesturlanda; frelsi, lýðræði og mannréttindum, hefur síðan margoft verið ógnað, ekki síst í Evr- ópu. Skemmst er að minnast ógnar- stjórnar Mussolini á Ítalíu og Þriðja ríkis nasista í Þýskalandi. Spánn, Portúgal og Grikkland bjuggu líka öll við einskonar alræði vel fram á áttunda áratug liðinnar aldar og Austur-Evrópa losnaði ekki undan kommúnismanum fyrr en undir lok níunda áratugarins. Síðan hafa vindar frelsis, lýðræðis og mann- réttinda leikið um Vesturlönd. Auglýst eftir frelsinu En það eru blikur á lofti. I hinu svokallaða stríði gegn hryðju- verkum hafa sum ríki á Vestur- löndum nefnilega farið að kroppa í þessi megingildi. Fangar eru í haldi árum saman án dóms og laga, menn eru pyntaðir í nafni þess að upp- ræta yfirvofandi hryðjuverkaógn og forseti Bandaríkjanna hefur jafn- vel gengið svo langt að hunsa dóm hæstaréttar um stöðu stríðsfanga alríkisstjórnarinnar og ógnar þar með lýðræðinu þar í landi. Föður- landslögin svokölluðu, sem heimila stóraukið eftirlit löggæsluyfirvalda með þegnum sínum, þrengja enn- fremur verulega að lýðréttindum manna. Að undanförnu höfum við svo séð auknar takmarkanir á ferða- frelsi fólks. Margt fleira mætti tína til. Þessi þróun hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. Erum við kannski að gefa óvinum okkar eftir þau gildi sem við sjálf teljum heilög- ust? Sigur hverra er það þá? I þessu máli er sérstaklega eftir- tektarvert að það hafa frekar verið menn sem teljast til hægri í stjórn- málum sem hafa talað fyrir stór- auknu öryggiseftirliti, sem aftur þrengir að frelsi manna, mannrétt- indum og sjálfu lýðræðinu. Lengst af var frelsi einstaklingsins megin- stef í stefnu frjálshyggjumanna, en á undanförnum misserum hefur áherslan á frelsið orðið undir i mál- flutningi margra hægri manna. Ég auglýsi því hér með eftir frelsinu í málflutningi íslenskra hægri manna þegar kemur að umræðu um öryggissveitir, leyniþjónustur og aðra eftirlitsstarfsemi ríkisins. Höfundur er stjórnmálafrœðingur. Klippt & skorið Afslenskri fjölmiðlastétt er að bætast góður liðsstyrkur, en til mánaðarrits- ins Grapevine, sem út kemur á ensku, hefurverið ráðin blaðakonan Valerie Zechs. Hún kom | til íslands (sumarleyfi ekki alls fyrir löngu og heillaðist I svo af landi og þjóð, að hún ákvað að setjast hér að næsta I kastið. Það út af fyrir sig er1 varla (frásögur færandi ef ekki væri fyrir það, að áðurvann hún hjá hinu merka háðblaði The Onion (theonion.com), sem sérhæfir sig í kald- hæðni og hefur aldrei flutt sanna frétt. Margir (slendingar urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar þeir reyndu að styðja okkar mann, Magna Ás- geirsson, í Rockstar Supernova kosningunni (fyrrinótt. Þrátt fyrir að vefurinn (rockstar. msn.com) sé rekinn af tölvurisanum Microsoft stóðust vefmiðlarar þeirra ekki álagið og fjöldi aðdáenda Magna fékk ekkert nema aumkunar- verð villuboð úr hugbúnaðariðrum Microsoft. En það kom kannski sárþjáðum notendum Windows ekki fullkomlega á óvart. Stefán Jón Hafstein skrifaði mikla grein um stjórnmálaflokka og fjármál þeirra á miðopnu Morgunblaðsins í gær og líta margir á það sem upphaf prófkjörsbaráttu hans innan Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar á næsta vori. En mesta athygli vekja sjálfsagt illa dulbúin og föst skot hans á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formann flokksins. Stefán Jón getur þess að í aðdraganda formannskosninga í fyrra hafi komið fram „dylgjur um óhófleg framlög sem settu skugga á lýðræðislegt val". I Ijósi þess að stuðningsmenn Össurar birtu reikningana jafnóðum getur Stefán Jón aðeins verið að beina spjótum sinum í eina átt. Skúbb Fréttablaðsins um uppreist æru Árna Johnsen kom meira að segja Árna á óvart, ef marka má viðtal við hann í morg- unfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Kemur þar vel í Ijós að Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, fyrrverandi dóms- málaráðherra, fyrrverandi formaðurSjálfstæð- isflokksins, fyrrverandi i. þingmaður Suður- lands og fyrrverandi handhafi forsetavalds, fyrir nú utan að vera fyrrum sendiherra, hefur eyrunígóðulagi. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.