blaðið - 31.08.2006, Page 18

blaðið - 31.08.2006, Page 18
18 I SKOÐUN FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaöiö Af „keyptum" álitum og umræðum um stóriðju Opinber umræða á íslandi er stundum sérkennileg. Menn skiptast gjarnan í íylkingar með og á móti málum og það er vart til umræðu að það geti verið fleiri en tvær hliðar á sama málinu. Andri Snær Magnason rithöfundur lýsir þessari þrætubók- arhst landans ágætlega í bók sinni Draumalandinu og ræðir um það hvernig mál falla í það sem hann kallar „kaldastríðsskotgrafir“ og mynda samkvæmt hefð tvo póla sem þjóðin rífist síðan um. Heitu málin Á liðnum árum hafa ýmis mál verið rædd á þessum nótum. Dæmi um það eru kvótakerfið, Reykjavíkur- flugvöllur, íslensk erfðagreining og fjölmiðlafrumvarpið. Núna eru það Kárahnjúkavirkjun og álverin. Alcoa Fjarðaál sem byggir álver á Reyðar- firði hefur frá því fýrirtækið tók til starfa, leitast við að safna upplýs- ingum sem nýst gætu í umræðunni og hefur vandað þá vinnu eins og frekast er unnt. Það var til að mynda leitað til færustu sérfræðinga innan lands og utan til að vinna að nýju umhverfismati fyrirtækisins. Það var kynnt á fimm opnum fundum í apríl síðastliðnum bæði í Reykja- vík og úti á landsbyggðinni. Þrátt fyrir mikinn áhuga og umræðu um orkumál og stóriðju var áhuginn á umhverfismatinu ekki sérlega mik- ill og lítil efnisleg umræða verið um niðurstöður þess. Þeir sem hafa verið að tjá sig um matið að undan- förnu virðast sumir ekki vita að það sé til, hvað þá að þeir hafi kynnt sér það. Umræðan um áliðnaðinn hefur komið þeim sem til þekkja í atvinnugreininni verulega á óvart. Mengun og eitrun Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað mikið um virkjanir og stór- iðju. Blaðið hefur sérstaklega verið að skoða mengun frá stóriðjunni og það vekur athygli að blaðamenn þar virðast setja samansemmerki milli eitrunar og mengunar frá álverum í landinu. Þetta er nýstárleg fram- setning og virðist vera algerlega frá Blaðinu komin, því ekki nota þeir viðmælendur sem rætt er við í Blaðinu þetta orðalag. Þannig segir í fyrirsögn Blaðsins í gær 29. ágúst: „Vilja losa meira eitur“. Það er ekki að sjá að þetta sé haft eftir viðmæl- andanum í fréttinni, ÞórTómassyni. Fiann segir þvert á móti: „Beiðni þeirra um rýmri heimild byggir á að þeir segjast nú geta dreift efn- inu betur í andrúmsloftið, þannig að styrkurinn í andrúmslofti verði minni þrátt fyrir meiri losun“. Fyr- irsögnin virðist því vera persónuleg skoðun blaðamannsins sem tekur þannig ákveðna afstöðu í stóriðju- málunum með framsetningu sinni á fréttinni. Álit tilsölu? Alcoa Fjarðaál leitaði til Hagfræði- stofnunar Háskóla Islands til að reikna út efnahagsleg áhrif álvers- MHtflllBÍlTi?? ;fíp ins hér á landi, einmitt til að menn hefðu rökstutt og áreiðanlegt mat í höndunum þegar efnahagsleg áhrif álversins eru rædd. Þetta var gert í þeirri fullvissu að sú stofnun nýtur almenns trausts í samfélaginu fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð. Það var niðurstaða Hagfræðistofn- unar að landsframleiðsla myndi auk- ast um 1.2% með tilkomu álversins, en það svarar til um 12 milljarða króna. Hér í Blaðinu þann 23. ágúst sagði Þórólfur Matthíasson háskóla- prófessor að tölur Alcoa, þær sem Hagfræðistofnun reiknaði út, væru nánast merkingalausar. Hann telur rétt að miða við þjóðarframleiðslu, en ekki landsframleiðslu. Við því er ekkert að segja. Það sem var hins vegar sérkennilegt við álit Þórólfs var að hann klykkti út með því i lok viðtalsins að segja; „Ákveðnar spurningar vakna þegar niðurstöð- urnar eru þessar þegar litið er til þess hver borgaði skýrsluna.“ Það er ekki hægt að skilja þessi ummæli öðruvísi en svo að Þórólfur sem sjálfur vinnur í Háskólanum telji að það sé hægt að kaupa hagstætt álit hjá Hagfræðistofnun Háskóla Islands. Góðir vinnustaðir Umræðan um áliðnaðinn hefur komið þeim sem til þekkja í atvinnu- greininni verulega á óvart. Sérstak- lega ummæli sem lúta að því að álver séu ekki góðir vinnustaðir og að þar sjái ekki út úr augum fyrir sóti og reyk. Þeir sem til þekkja kannast ekki við slíkar lýsingar og staðreyndir sýna allt annað. Starfs- mannavelta er til dæmis mun minni í álverum en í öðrum atvinnu- greinum og kjörin betri en almennt gerist í iðnaðarstörfum hér á landi. Á Reyðarfirði er Alcoa Fjarðaál að reisa eitt nýtískulegasta og full- komnasta álver heims. Þar verður beitt bestu mengunarvörnum sem völ er á og raunar hefur Alcoa hlotið fjölda viðurkenninga á alþjóðavett- vangi fyrir árangur á sviði umhverf- ismála, viðskiptasiðferðis og fleiri þátta sem lúta að rekstri fyrirtækis- ins. Það hefur verið lítið um þetta talað í opinberri umræðu enda hentar það ef til vill ekki hinum ís- lenska stíl sem Andri Snær líkir við kaldastríðsskotgrafir. Höfundurer upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls. Sérstakur heiðursgestur Hinn áriegi stórdansleikur Milljónamæringanna veröur í Súlnasal á Hótel Sögu laugardaginn 2. september. Húsiö opnar kl. 22. Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upjjljísingar í síma 525 9950 Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggilljama. ■ - - < I lflK A WB MZ. v J| W .sÆ t > ...

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.