blaðið - 31.08.2006, Side 19

blaðið - 31.08.2006, Side 19
blaðiö FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 I 19 Hótel Ólafsvík Hótel Ólafsvík er þriggja stjörnu, vel útbúið heils- árshótel á Snæfellsnesi. lafsvík er vinalegur staður í fögru og sérstöku umhverfi sem hefur upp á margs konar afþreyingu að bjóða. Flestir náttúruunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er til sjós eða lands. Þegar inn í bæinn er komið blasa við hin sérstaka og fagra kirkja bæjarbúa og Bæjarfoss í Ól- afsvíkurgili, en í honum miðjum telja sumir að fossgyðjan búi, nokkurs konar heilladís bæjarbúa. Ólafsvík, Hellissandur og Rif tilheyra nú Snæfellsbæ. Ferðaþjón- usta í Snæfellsbæ er töluverð enda er náttúrufegurð staðanna og í nágrenni þeirra sérstök og mikill fjöldi ferðamanna sækir þá heim á ári hverju. Fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn, t.d. sjó- stangaveiði, golf, skoðunarferðir um þjóðgarðinn, hvalaskoðun o.fl. Hótel Ólafsvík er staðsett í hjarta Ólafsvíkur í næsta nágrenni við höfn- ina, upplýsingamiðstöðina og alla þjónustu. Hótelið hefur allt verið endurnýjað og er vel undir það búið að taka á móti fjölbreyttum hópi viðskiptavina. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið og leggur starfs- fólk metnað sinn í að gera dvölina eins ánægjulega og þægilega og völ er á. Á hótelinu eru 18 falleg tveggja manna herbergi með baðherbergi og n herbergi án baðherbergis. Auk þess hefur hótelið upp á að bjóða 19 stúdíóíbúðir. I íbúðunum eru tvö einbreið rúm og svefnsófi. Ibúðirnar eru allar með baðherbergisaðstöðu, ísskáp, örbylgjuofni, fjölrásasjón- varpi og borðbúnaði sem hentar vel fyrir fjölskyldu eða 4 persónur. Á hótelinu er glæsilegur veitinga- salur og tekur hann um 90-100 manns í sæti. Boðið er upp á fjöl- breyttan matseðill sem hentar vel bæði einstaklingum og hópum. Einnig er á hótelinu bar sem tekur 50 manns í sæti. Á barnum er breið- tjald sem býður upp á sjónvarps- dagská hvaðanæva úr heiminum, má þar nefna beinar útsendingar frá knattspyrnuleikjum og Form- úlui meðal annars. Frá barnum er útgengt út á verönd en þaðan er út- sýni yfir hafnarsvæðið og hægt að fylgjast með þegar bátarnir koma að og fara frá landi. Félagsheimilið Klif er í göngu- færi frá hótelinu. Á félagsheimilinu er hægt að halda stærri samkomur, t.d ættarmót, þorrablót, jólaböll o.fl. Einnig er á félagsheimilinu vel útbúin ráðstefnuaðstaða sem hentar vel fyrir hvers kyns ráðstefnur, litlar sem og stórar Nánari upplýsingar á www.hotelolafsvik.is Hótel Þórshamar Hótel Þórshamar er þriggja stjörnu hótel staðsett í hjarta Vestmannaeyjabæjar. I öllum herbergjum er sjónvarp með 12 rásum ásamt myndbands- tæki og útvarpi, síma, minibar, baðherbergi með sturtu og fimm stjörnu hótelrúm. Morgunverður er framreiddur á veitingastaðnum á fyrstu hæð hótelsins. Á hótelinu er þráðlaus nettenging. Nýlega voru teknar í notkun þrjár svítur þar sem tilvalið er að gista ef gestir vilja láta fara sérstaklega vel um sig í þægilegu umhverfi. í kjallara Hótels Þórshamars er frábær afslöppunaraðstaða með heitum pottum, gufubaði og ýmsum lystisemdum fyrir þá sem vilja slappa af og hlaða batteríin eftir eril dagsins. Þar er að finna vinalega setustofu ásamt fullbúnu snókerherbergi. Það er fátt þægi- legra en að láta þreytu dagsins líða úr sér í gufubaðinu og skella sér síðan í heitan nuddpott af bestu gerð. Frábært fyrir minni hópa sem vilja gera sér dagamun Hóteí Þórshamar rekur að auki þrjú gistiheimili þar sem boðið er upp á þægilega gistingu á hag- stæðu verði. Gistihúsið Hamar er þægilega staðsett í hjarta bæjarins. í öllum herbergjum er sjónvarp með 12 rásum og útvarpi. Öll herbergi hafa baðherbergi með sturtu. Möguleiki er á morgunverði á Hótel Þórshamri. Á staðnum er aðstaða til fundarhalda ásamt þráð- lausri nettengingu. Sími er í anddyri. Fjöldi herbergja er 14. Gistihúsið Hótel Mamma er þægilega staðsett gegnt Hótel Þórshamri. I öllum herbergjum er útvarp og sjónvarp með 12 rásum ásamt myndbandstæki. Sameiginlegt eldhús og baðherbergi er á hvorri hæð. Fjölskylduvæn gisting sem líkist íbúðahóteli með fullkomnum hótelrúmum. Möguleiki er á morgunverði á Hótel Þórshamri. Sími er í anddyri. Fjöldi herbergja er 7.1 kjallara er boðið upp á afnot af þvottavél og þurrkara. Gistihúsið Sunnuhóll er þægilega staðsett bakvið Hótel Þórshamar. I öllum herbergjum er sjónvarp. Sameiginlegt eldhús er á fyrstu hæð og baðherbergi með sturtu á hvorri hæð. Möguleiki er á morgunverði á Hótel Þórshamri. Sími er í anddyri. Fjöldi herbergja er 8. Nánari upplýsingar á http://hotelvestmannaeyjar.is 511 3350 Laugavt^ur 53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.hcrcfoitl.is Fimmtudaga til sunnudaga Glæsilegur 3ja rétfa matseðiil á aðeins Boröapantanir Happy hour alla claga l / :00 -19:30 - tveir f\ rir einn af fordrykkjum

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.