blaðið - 31.08.2006, Síða 22
22 i
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðiö
Hótel Reynihlíð
Hótel Reynihlíð hefur löngum
tekið á móti gestum og gang-
andi og boðið upp á góðan
kost og gistingu. Sagan segir að Sölvi
Magnússon hafi þurft að yfirgefa
bú sitt árið 1895 vegna mikils gesta-
gangs og lítils friðar til að gegna
búskap sínum en fyrsta steinhús í
Þingeyjarsýslu var byggt á svæðinu
árið 1911 gagngert til þess að taka á
móti gestum.
Saga Reynihlíðar hefst árið 1942
þegar Pétur Jónsson bóndi í Reykja-
hlíð og kona hans Þuríður Gísla-
dóttir reistu nýjan bæ að Reynihlíð
með fimm svefnherbergjum sem
voru leigð gestum á sumrin. Síðan
þá hefur hótelið verið stækkað, betr-
umbætt og þróað í takt við vaxandi
áhuga og straum ferðamanna til
þessa vinsæla ferðamannasvæðis.
Hótel Reynihlíð er elsta hótelið í
Mývatnssveit en það er staðsett í
Reykjahlíðarþorpi. Á hótelinu sem
er fjögurra stjörnu eru 41 þægilegt
og fallega búið herbergi. Þar er
einnig veitingahúsið Myllan en þar
má velja rétti dagsins eða sérrétti af
matseðli. Einnig er boðið upp á hóp-
matseðil á hagstæðu verði. Á Hótel
Reynihlíð er einnig veislusalur og
góð ráðstefnu- og fundaraðstaða.
Á hótelinu eru herbergin mjög
rúmgóð. Fallegt útsýni er til allra
átta úr herbergjunum ýmist út á
vatnið eða til fjalla. Hótelið býður
upp á bílaleigu og leigir reiðhjól.
Einnig er á hótelinu miðstöð skoðun-
arferða með leiðsögn.
Á sumrin eru farnar frá Reykja-
hlíð daglegar áætlunarferðir til Ak-
ureyrar, Húsavíkur og Egilsstaða.
Hægt er að bóka sig á hótelinu í
margvíslegar skoðunarferðir eins
og t.d. að Öskju, Kverkfjöllum,
Kröflu, Dettifossi og til Húsavíkur.
Nánari upplýsingar á
www.hotelreynihlid.is
Hótel ísafjörður
FVeðursæld er oft mikil á Vest-
fjörðum og lognið á ísafirði er
ótrúlegt þar sem Eyrin skýlir
fyrir vindum af hafi. 1 bænum
sjálfum er margt að sjá og skoða
eins og Sjóminjasafnið í Neðstaka-
upstað og Safnahúsið á Eyrartúni.
Um gömlu göturnar er hægt að fara
í skemmtilegar gönguferðir þar
sem búið er að gera upp fjölda húsa
og sagan er allt um kring. Höfnin
hefur alltaf aðdráttarafl og margar
skemmtilegar gönguleiðir eru í
nágrenni bæjarins. I ísafjarðarbæ
eru fjórar sundlaugar og níu holu
golfvöllur í Tungudal. Skemmti-
legt er að leigja sér hjól, hjóla um
nágrennið, skoða sig um og njóta
náttúrunnar. Hótel
Isafjörður er þriggja stjörnu, þægi-
legt heilsárshótel í þessum höfuð-
stað Vestfjarða. Hótelið er við Silfur-
torg í hjarta bæjarins í næsta húsi við
Stjórnsýsluhúsið, steinsnar frá allri
þjónustu og höfninni. I næsta ná-
grenni eru einnig sundlaug, upplýs-
ingamiðstöð, söfn og strætisvagnar.
Hötelið hefur verið endurnýjað á
undanförnum misserum og er nú
mjög vel í stakk búið til að þjóna
fjölbreyttum hópi viðskiptamanna.
A hótelinu er öll aðstaða eins og
best verður á kosið fyrir ferðamenn,
fjölskyldur og fólk i viðskiptaer-
indum. Starfsfólk hótelsins leggur
sitt af mörkum til að gera dvölina
bæði ánægjulega og þægilega og
hefur faglegan metnað til að takast
á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Per-
sónuleg þjónusta og heimilislegt
andrúmsloft hótelsins og nálægð
við einstæða náttúru skapar öðru-
vísi umgjörð. Á Hótel ísafirði er
góð aðstaða til að taka á móti bæði
smærri eða stærri hópum, allan
ársins hring. Starfsfólk Hótels Isa-
fjarðar hefur áralanga reynslu af
skipulagningu ýmiss konar funda
og ráðstefna. Faglært og þaulvant
starfsfólk skipar hverja stöðu svo
dvölin verði sem ánægjulegust.
Á Hótel ísafirði eru fyrsta flokks
herbergi, góð fundaraðstaða með
nýjustu tækni og í veitingasal er
frábær matur, þar sem lögð er
áhersla á að nýta sem mest úr vest-
firskri náttúru. Margir skemmti-
legir möguleikar eru á alls konar
dægradvöl og uppákomum fyrir
gesti sem vilja slaka á eftir amstur
dagsins. Fundarsalur rúmar vel
40-50 manna fundi og í göngufæri
frá Hótel ísafirði eru fundarsalir
sem rúma mun fleiri fundargesti.
Matsalurinn á Hótel ísafirði hentar
vel fyrir veislur fyrir allt að 100
manns.
I samstarfi við ferðaskrifstofuna
Vesturferðir er þeim sem vilja halda
fund eða ráðstefnu á Isafirði boðið
upp á aðstoð við alla pappírsvinnu,
farmiðapantanir, skipulagningu
dagskrár, bókun gistingar, veitinga,
hópferðabifreiða sem og aðstoð við
skipulagningu skoðunarferða og
annarrar dægradvalar, auk þess
að annast akstur gesta til og frá
flugvelli.
Nánari upplýsingar á
www.hotelisaQordur.is
% .
Heinekcnás
ENGAR MÁLAMIÐLANIR, 4JÓTUM LÍFSINS TIL FULLS!
H