blaðið - 31.08.2006, Side 25

blaðið - 31.08.2006, Side 25
blaðið FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 25 Þegar Rock Hudson var eitt sinn spurður um viðhorf sitt til ástar- innar sagði hann: „Ást? Hún er of- metin. Það eru vitaskuld til mörg form ástar, eins og ást á barni eða foreldri, ást á hundum eða plöntum eða grilluðum kjúklingi. Ég hef unun af að elska en það að vera ástfanginn af einhverjum hefur verið rómantíserað of mikið. Það er hræðileg tilfinning, eins og veik- indi sem maður hefur ekki stjórn á. Mér er illa við hluti sem ég get ekki haft stjórn á.“ Eyðni kemst í sviðsljósið Á sjöunda áratugnum var Rock Hudson fallandi kvikmyndastjarna en á næstu árum sást hann oft í sjónvarpsþáttum og naut nokkurrar hylli. Árið 1981 gekkst hann undir hjartaaðgerð og þremur vikum seinna greindist hann með eyðni. Rock þagði yfir fréttunum í viku og að sögn þeirra sem til þekktu grét hann stöðugt áður en hann sagði ritara sínum frá veikindinum. Hann sagði ekki nýjasta elskhuga sínum fréttirnar og hélt áfram að sofa hjá honum. Elskhuginn, Mark Christian, var tæpum tuttugu árum yngri en Rock og það var samdóma álit manna að Mark stæði í ástarsam- bandi við Rock til að geta hagnast af honum fjárhagslega. Á næstu mánuðum lét Rock Hud- son stórlega á sjá. Eftir löng fundar- höld umboðsmanns hans og lækna var loks ákveðið að skýra frá því að leikarinn væri með eyðni. Þegar blaðafulltrúi Rocks las fyrir hann hina opinberu tilkynningu kinkaði Rock kolli og sagði: „Gott og vel, farðu og mataðu úlfana á þessu.“ Leikarinn bjóst ekki við samúð umheimsins og viðbrögðin komu honum á óvart. Samúðarkveðjur bárust alls staðar frá. Fram að þessu hafði verið ákveðin hneigð í Banda- ríkjunum til að horfa framhjá sjúk- dómnum. Nú var það ekki lengur mögulegt. Árangurslaus barátta Rocks til að öðlast lækningu vakti heimsathygli. „Það er erfitt að trúa því að mað- urinn sé á lífi. Hann lítur út fyrir að vera hundrað ára,“ sagði hjúkr- unarkona Rocks skömmu áður en hann lést í októbermánuði 1985, sex- tugur að aldri, og var þá einungis 44 kíló. Sagt er að dauði hans hafi orðið til þess að vinur hans, Ron- Myndin sem gerði hann að stjömu Með Jane Wyman í Magnifícent Obsession. Rock Hudson og Doris Day Voru gríð- ariega vinsæit par á hvíta tjaldinu. ald Reagan Bandaríkjaforseti, hafi tekið sinnaskiptum og viðurkennt að ástæða væri til að viðurkenna vandann og berjast fyrir lækningu á sjúkdómnum. kolbrun@bladid.net Hafcht ,, f Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, (ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 480 2500 og inio@hotelselfoss.is 'Vve/Lfric&& Glæsilegur veitingastaður á bökkum Ölfusár

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.