blaðið - 31.08.2006, Side 26

blaðið - 31.08.2006, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðið menntun menntun@bladid.net Sameiginlegt verkefni Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagn- kvæmu trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upplýsingamiðiun. (Úr aöalnámskrá grunnskóla) Lag og texti: Magnús Eiríksson Gamli skólinn Mynd/Ásdis Ásgeirsdóttir Þar stóð enska, landafræði og íslenska, danska, franska, leikfimi og latína. Stóðum öll í röð á bak við rimlana, skólasöngur glumdi um alla gangana. Misupplagðir, lúnir lærimeistarar okkur leiddu gegnum kennslustundirnar. Flest við þekktum skammarkrókinn og skulfum lítið eitt, ef við illa lesin kunnum ekki neitt, ef við illa lesin kunnum ekki neitt. Svo var tekið próf á miðju vorinu, vinna mikil til að halda sporinu. Danska, franska, leikfimi og latína, lærdómurinn tók þá oft á taugina. Gamli skólinn genginn er til náða um sinn. 1 gamla skólann leitar stundum hugur minn. Ef ég gamlar skólaskræður í hirslum mínum finn djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. Góðan daginn, gamla gráa skólahús. Menntaveginn gekk ég reyndar aldrei fús. Eina glætan daga langa í tilverunni var þegar skólabjallan hringdi í frímínúturnar. Lýsi og söngur á göngum Lagið Gamli skólinn eftir Magnús Eiríksson tónlist- armann vekur upp góð- ar minningar í hugum margra enda fjallar lagið um skólaárin, tímabil sem flestir tengja sakleysi og gleði bernskunn- ar. Magnús segir að texti lagsins sé að einhverju leyti byggður á eig- in reynslu eins og allir textar sem hann geri. Sjálfur sleit Magnús barnskónum í Laugarnesskóla og segir að hann geti því verið gamla gráa skólahúsið sem sungið er um í laginu. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið gam- aldags skóli þar sem lýsi var hellt of- an í mannskapinn og sungið frammi á göngunum,“ segir Magnús og tek- ur undir að þetta hafi verið svolítið öðruvísi en skólar nú til dags. Tónlistarkennslan á háu plani Þær námsgreinar sem heilluðu Magnús mest á þessum árum voru saga og íslenska en hann lætur einn- ig sérstaldega vel af tónlistarkennsl- unni. „Ég held að tónlistarkennsla í Laugarnesskóla hafi verið á mjög háu plani og við höfðum góða tónlist- arkennara. Ingólfur Guðbrandsson kom þar fyrst við sögu og síðar Krist- ján Edelstein sem var tónlistarkenn- ari þegar ég var að byrja þarna. Við fengum að spila á slagverk í tímum, okkur var kenndur nótnalestur og ég held að þeir hafi verið langt á und- an sinni samtíð, þessir karlar,“ segir Magnús sem er ekki frá því að þess- ir menn hafi ýtt undir áhuga hans á tónlist. „Þeir hafa ábyggilega átt einhvern þátt í því eins og svo margt annað. Ég byrjaði samt mjög seint að spila á hljóðfæri og hef líklega ver- ið orðinn 14 til 15 ára þegar ég fór að sinna því af einhverri alvöru.“ Á undan jafnöldrunum Magnús segir að hann hafi lært ungur að lesa og því verið á undan jafnöldrum sínum þegar hann hóf skólagöngu. „Ég fór í tímakennslu og var byrjaður að lesa sex ára gam- all og lét mér bara leiðast fyrstu tvö árin í skólanum vegna þess að ég kunni það sem var verið að kenna. Maður var þá bara að teikna á með- an hinir voru að læra. Mikið af þess- ari kennslu var líka bara ítroðsla sem var hundleiðinleg," segir Magnús en bætir við að kennararnir hafi reynd- ar verið mjög misjafnir og mörgum hafi tekist að gæða kennsluna lífi og gera viðfangsefnið áhugavert. Maggi hrekkjusvín Magnús er ekki frá því að það hafi verið svolítill prakkari í honum á þessum árum. „Ég held að ég hljóti að hafa verið svolítið erfiður því að einhvern tíma sveif á mig hugguleg kona á Hótel Sögu og sagði: „Maggi hrekkjusvín'. Eitthvað hafði hún fyr- ir sér í því þar sem hún hafði verið með mér í skóla,“ segir Magnús sem er samt búinn að steingleyma hvert tilefnið var enda langt um liðið. „Það hafa bara verið einhver prakk- arastrik. Ég held að ég hafi ekki ver- ið neitt erfiðari en aðrirsegir Magn- ús Eiríksson að lokum. einar.jonsson@bladid.net Rannsóknir og þróun Helgina 20. til 21. október stendur Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla (slands fyrir málþingi um rannsóknir, nýbreytni og þróun undir yfir- skriftinni Hvernig skóli? Skil- virkur þjónn eða skapandi afl. Þar verður rýnt í stöðu skóla- stiganna og jafnframt skoðuö sú gróska sem ríkir í rann- sóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í skólastarfi. Þeir sem vilja kynna verkefni sín á málþinginu verða að senda inn umsókn fyrir 5. sept- ember á netfangið malthing® khi.is. Málþingið er öllum opið en á það kostar. Markhópurinn er einkum kennarar, kennara- nemar, foreldrar, stjórnendur og aðrir sem áhuga hafa á skólamálum, uppeldi, þjálfun, frístundastarfi og samstarfi heimila og skóla. Braut fyrir þá sem eiga ekki greiða leið í framhaldsskóla Brú milli skólastiga Tveggja ára framhaldsskólabraut hefur verið sett á laggirnar í Lækj- arskóla í Hafnarfirði í samstarfi við Flensborgarskólann og Iðnskólann í Hafnarfirði. Magnús Baldursson fræðslustjóri Hafnarfjarðar segir að brautin sé ætluð þeim sem ekki eigi greiða leið inn í framhaldsskóla og þurfi önnur úrræði en hefðbundið nám. „Við höfum sett af stað það sem við köll- um fjölgreinanám þar sem við erum með nemendur sem hentar kannski bóknámið ekki alveg eins vel og verknámið. Þeir geta svo sem alveg lært en þurfa bara að gera það hægar eða á allt öðrum forsendum en kerf- ið gerir ráð fyrir," segir Magnús. Skila sér ekki í framhaldsskóla Fjölgreinanámið var sett á laggirn- ar haustið 2004 og er núna fyrir nem- endur í 9. og 10. bekk. Mikil þörf hef- ur verið fyrir framhaldsnám fyrir þá þar sem þeir hafa ekki skilað sér í framhaldsskólana. Magnús tekur undir að námið verði eins konar brú milli grunn- skólans og framhaldsskólanna. Um tíu nemendur byrja í náminu sem Magnús segir að annars væri hætt við að fyndu sig ekki í skólakerfinu. „Krakkarnir bíða spenntir eftir að geta byrjað, sérstaklega þeir sem hafa verið í fjölgreinanáminu og sjá kannski ekki annað framhald en eitthvað þessu líkt.“ Tilraun til fjögurra ára Að sögn Magnúsar hafa nemendur Ný framhaldsskólabraut Þorgeröur Katrín Gunnarsdóttir menntamátaráðherra og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar undirrituðu i fyrradag samning um framhaldsskólabraut í Lækjarskóla í Hafnarfirði. í fjölgreinanáminu forgang í fram- haldsskólabrautina en síðan sé það opið öllum sem séu í svipaðri stöðu. „Við hugsum þetta fyrst og fremst fyrir nemendur frá okkur í Hafnar- firði en svo er aldrei að vita nema það opnist fleirum.“ Um tilraun til fjögurra ára er að ræða og segir Magnús að önnur sveitarfélög muni ábyggilega fylgjast vel með hvernig til takist. Honum er ekki kunnugt um að nokkuð þessu líkt hafi verið reynt áður. „Þetta mun náttúrlega þróast á næstu vikum, mánuðum og misserum. Við bindum vonir við að þetta takist og að með þessu opnist síðan leiðir fyrir þessa nem- endur inn í hefðbundið framhalds- nám og inn í aðra framhaldsskóla,“ segir Magnús Baldursson að lokum. einar.jonsson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.