blaðið - 31.08.2006, Síða 28

blaðið - 31.08.2006, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaðiö Te í staðinn fyrir kaffi Te hefur lengi þótt öllu heilsusamiegri drykkur en kaffi. Mikið úrval tegunda er til af þessum góða drykk í dag, en það er af sem áður var er Melrose var eina teið sem íslendingar þekktu. Til að hafa góð áhrif á heilsuna er hollráð að minnka kaffi- drykkju eða skipta henni alfarið út með því að fá sér tebolla í staðinn. Fjórir til sex bollar á dag af góðu tei, geta fljótlega haft jákvæð áhrif á kropp- inn. Til marks um þetta nýleg rannsókn vísindamanna sem könnuðu hversu heilnæmur drykkur te er. Eitt af því sem vakti ahygli var sú niðurstaða vísindamannanna að teið væri ekki aðeins betra fyrir skrokkinn en kaffi heldur væri það líka betra en vatn! Sérstak- lega hefur grænt te góð áhrif, en það bætir súrefnisflæði í líkamanum og gefur aukinn kraft. Því er ekki hægt annað en að mæla með því að fólk dragi úr kaffidrykkju og drekki te þess f stað. Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu Curves, Bœjarlind 12- Sími 566 6161 - curves@simnet.is Ný líkamsrœkt 30 mínútur CurVe$ Thc power to amazc yoursclf." Jón Einarsson, grasalæknir iníunda ættlið, segir íslenskt jurtaseyði gott við meltingartruflunum. , Jón Einarsson er grasalæknir i niunda ættlið " Jurtaseyði gegn meltingartruflunum M argir kannast við að fá meltingartruflan- ir eða annarskonar kvilla í kjölfar notk- unar pensilíns. Al- gengt er að lítil börn fái niðurgang með tilheyrandi brunasárum í kjöl- far pensilínkúra og oft getur verið erfitt að vinna bug á þessu. Foreldr- ar hafa reynt margar aðferðir og prófað sig áfram með mataræði til að stöðva meltingartruflanir barna sinna en þetta vill oft verða flókið og erfitt ferli. Tvennt virðist þó duga vel í baráttunni við meltingartrufl- anir. Annars vegar mjólkursýrugerl- ar og hins vegar íslensk jurtaseyði. „Við pensilínnotkun deyja oft vin- veittar bakteríur í meltingarveginum um leið og pensilínið vinnur bug á sýklum,“ segir Jón Einarsson, grasa- læknir í níunda ættlið og sonur Ástu Erhngsdóttur grasalæknis. „Flestir sem taka pensilín passa sig því oftast að taka acidolphilus-gerla með, en þeir eru þekktir fyrir það að hjálpa meltingarveginum að ná sér á strik og vega upp á móti þessum áhrifum. Acidolphilus eru mjólkur- sýrugerlar sem til dæmis er hægt að fá í töfluformi, í AB mjólk eða duft- formi,“ segir Jón. Hefur hjálpað mörgum „Hjá börnum er því miður algengt að niðurgangur fylgi í kjölfar pensi- línnotkunar. Vandamálið getur orðið langvarandi og hvimleitt því fólk á stundum erfitt með að stöðva niður- ganginn. Við niðurgangi og öðrum meltingartruflunum, eru þó til mjög góðar íslenskar jurtir sem laga þetta yfirleitt á fáeinum dögum. Ég hef reyndar hjálpað ótrúlega mörgum að sigrast á vandanum,“ segir Jón fag- mannlega. Bleiuskiptingum fækkar „Áður en fólk hafði tök eða skilning á því að nota mjólkursýrugerla til að vinna á móti aukaverkunum pensi- líns voru ráðin ekki mörg. Sumir áttu við allskonar magaverki og melt- ingartruflanir að stríða lengi á eftir,” segir Jón og bætir við að hjá börnum geti komið upp brunasár á hörund- inu undan hægðunum og þurfi þá að bera græðandi á sárin. „Sem betur fer eru börn samt oftast mjög fljót að ná sér um leið þau fá eitthvað við þessu. Það er til gott íslenskt jurtaseyði sem dugar vel gegn niðurgangi. Yfirleitt tekur ekki nema eina eða tvær vikur að kippa þessu í liðinn. Þegar barn hefur haft niðurgang vikum eða mán- uðum saman, þá eru tvær vikur ekki Endalaus orka! Yfir 200 bráðholiir ávaxta- og grænmetissafar sem bæta, grenna og kæta . V ' ' Endalaus orka! Víir 200 brádhollir ávaxta- og Kwnmctissafar Loksins má finna I einni bók Ijúffenga drykki þar sem hver og einn hefur sin sérstöku áhrif. * fyrirbyggjandi og stuðia að baottri heilsu * eiturefna- og vatnsiosandi * kjðmlr fyrir smáfólkiö ’ frábær vlðbót I veisiuna Endalaus orka er bók um holla Irfnaðarhætti, fagurfræöi og Iffsgleði. Hi Salka Armúla 20 • s. 552 1122 vrww.saikaforlag.i5 Jóhann Ingi Stefánsson, þjálfari Látið letina ekki aftra ykkur Nú fer veturinn senn að leggjast yfir landsmenn með öllum sínum þunga, kulda og myrkri. Margir kvíða eflaust þessum tíma eftir hið stutta sumar og langar helst að hjúfra sig fyrir framan sjónvarpið nartandi í kökur uns sólin rís á ný. Jóhann Ingi Stefánsson, þjálfari í Iceland Spa & Fitness, segir haust- ið prýðilegan tíma til þess að hefja líkamsrækt. „Eitt helsta vandamál fólks er að setjast niður fyrir fram- an sjónvarpið að loknum vinnudegi og sitja þar alltof lengi. Ég ráðlegg fólki oftast að fara fyrr að sofa og vakna snemma. Morgnarnir eru góður tími til þess að hreyfa sig og mæta svo ferskur til vinnu.“ Sjálfur vaknar Jóhann Ingi fyrir allar aldir enda þarf hann að mæta snemma til vinnu sinnar. Hann segir það lélega afsökun að þykja líkamsrækt leiðinleg. „Með þeirri fullyrðingu er bara verið að hylma yfir letina. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera í félagsskap við annað fólk. Mannslíkaminn er einfaldlega þannig hannaður að hann þarf mikla hreyfingu á hverjum degi. Við megum ekki vanrækja það,“ segir Jóhann Ingi að lokum. Ssfelr OGA ■mám

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.