blaðið - 31.08.2006, Síða 31

blaðið - 31.08.2006, Síða 31
blaðið FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 31 Petrov á leið til Villa Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segist hafa tapað kapphlaupinu um Stilian Petrov, leik mann Celtic. „Það er nokkuð Ijóst að Petrov er á leiðinni til Aston Villa. Við óskum honum því bara alls hins besta,“ sagði Redknapp i gær. Búlgarinn er verðlagður á sjö milljónir punda en talið er að Celtic ætli að kaupa Thomas Gravesen frá Real Madrid i hans stað. Blaðið lítur yfir feril Roy Keane sem hefur tekið við stjórn Sunderland ■ Traðkaði á mótherjunum ■ Varð uppsiga við landsliðsþjálfara Ira Roy Keane, fyrrum fyrir- liði Manchester United og írska landsliðsins, er orðinn knattspyrnustjóri í. deildarliðsins Sunderland. Keane skrifaði undir samning við félagið á mánudag og var samningurinn kynntur á blaðamannafundi á heima- velli liðsins á þriðjudag. Ljóst er að írans knáa bíður verð- ugt verkefni en Sunderland, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í í. deildinni og er á meðal neðstu liða. Keane tekur við af Niall Quinn, fyrrum sam- herja sínum hjá írska landsliðinu, sem hefur stýrt liðinu samhliða þvi að vera framkvæmdastjóri. Sigursæll fyrirliði Sem táningur lék Keane með áhuga- mannaliðinu Rockmount frá heima- bænum Cork og skrifaði svo undir samning við írska áhugamannaliðið Cobh Ramblers árið 1989. Ári síðar, þegar Keane var 19 ára gamall, komu útsendarar frá Nottingham Forest, sem þá var undir stjórn Brians Clo- ugh, auga á Keane og keyptu hann á tuttugu þúsund pund. Hann var fljótur að láta til sín taka hjá Forest og þrátt fyrir ungan aldur varð hann fastamaður í byrjunarliðinu, sem þýddi að enski landsliðsmaðurinn Steve Hodge þurfti oftar en ekki að verma tréverkið. Eftir þrjú tímabil í Nottingham var Keane keyptur til Manchester United á 3,75 milljónir punda, sem þá var metfé. Hann fór beint í byrjunarliðið og lék þar við hlið enska landsliðs- mannsins Paul Ince. Þegar Eric Can- tona lagði skóna á hilluna árið 1997 varð Keane fyrirliði liðsins. Hann var hins vegar frá mestallt tímabilið 1997- 1998 vegna meiðsla sem hann hlaut eftir viðskipti sín við Alf Inge Haa- land, leikmann Leeds. Á þeim tíma var United í efsta sæti deildarinnar en heldur tók að halla undan fæti og liðið vann engan bikar þetta tímabil. Fullt nafn: Roy Maurice Keane. Fæðingarstaöur: Cork á frlandi. Hæð: 180 cm. Ferill: 1989- 1990 Cobh Ramblers. 1990- 1993 Nottingham Forest (114). 1993-2005 Manchester United (481). 2005-2006 Celtic (10). 1991- 2005 Irska landsllðið (66). Helstu titlar með Manchester United: Enskur meistari: 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001 2003. Enskur bikarmeistari: 1994,1996,1999,2004. Evrópumeistari: 1999. IHN0TSKURN Næsti vetur var öllu betri fyrir Rauðu djöflana en þá lönduðu þeir þrennunni margfrægu; Evrópumeist- aratitlinum, Englandsmeistaratitl- inum og bikarmeistaratitlinum. Ke- ane var reyndar í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vegna gulra spjalda sem hann hafði hlotið og seinna sagðist hann aldrei geta litið á sjálfan sig sem Evrópumeistara þar sem hann hefði ekki leikið úrslita- leikinn. Engum dylst þó að hann var einn af lykilmönnum liðsins í leið- inni að titlinum. Keane átti svo eftir að leiða United til níu stórra titla í við- bót sem gerir hann að sigursælasta fyrirliða liðsins frá upphafi. Skaphundur Þrátt fyrir að hafa ávallt látið lítið fyrir sér fara utan vallar var Keane iðu- lega að lenda í umdeildum atvikum á knattspyrnuvellinum. Á ferli sínum hjá Manchester United var honum vikið af velli ellefu sinnum. Árið 1995 var hann rekinn af velli fyrir að traðka á Gareth Southgate oghlauthannfyrir vikið þriggja leikja bann og fimm þúsund punda sekt. Margir kölluðu Keane hrotta eftir atvikið og þeim hefur vafalaust mislíkað enn meir atvikið sem átti sér stað 2001. Þá mættust Keane og áðurnefndur Haa- land aftur, í fyrsta sinn frá því að þeim lenti saman 1998. Keane braut þá svo illa á Norðmann- inum að hann hlaut alvarleg meiðsli og var frá í langan tíma. Keane fékk fimm 1 e i k j a bann og 150 þúsund punda sekt fyrir athæfið. Haaland lagði skóna á hilluna skömmu síðar en sagði ástæðuna vera þrálát meiðsli, en ekki þeir áverkar sem hann hefði hlotið eftir tæklingu Keane. í upphafi leiktíðarinnar 2002 var hann aftur sektaður um 150 þúsund pund og hlaut þriggja leikja bann, þá fyrir að gefa landa sínum Jason McAteer olnbogaskot. Keane hafði hins vegar bókað sig í aðgerð vegna meiðsla á mjöðm sem hrjáðu hann og tók því út bannið á meðan hann jafnaði sig eftir aðgerðina. Gagn- rýndu fjölmiðlar Enska knattspyrnu- sambandið mjög fyrir að setja hann í bann i leikjum sem hann hefði hvort sem var ekki getað leikið. Keane lék 66 leiki fyrir írska lands- liðið og var löngum lykilmaður þess. í undankeppni HM 2002 átti hann, að öðrum ólöstuðum, stærstan þátt í þvi að írar tryggðu sér sæti í loka- keppninni á kostnað liða á borð við Hollendinga. Nokkrum vikum fyrir mótið kastaðist hins vegar í kekki rnilli Keane og landsliðsþjálfarans Mick McCarthy eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi undirbúning liðsins fyrir mótið. Eftir að McCarthy sagði á liðsfundi að Keane væri að gera sér upp méiðsli reiddist hann landsliðsþjálfaranum gríðarlega og sagði hann óhæfan knatt- spyrnustjóra. McCarthy ákvað í kjölfarið að senda Keane heim og tók hann engan þátt í lokakeppninni. Keane sagðist aldrei myndu leika aftur fyrir Irlands hönd á meðan M c C a r t h y væri við stjórnvölinn. Árið 2003 var Brian Kerr ráð- inn lands- liðsþjálfari og sneri Keane aftur í IvJP Kveðjuleikurinn Roy Keane gengur inn á Old : Trafford í hinsta sinn. "r 1 W.<«*•x wK ' .e landsliðið í kjölfarið. Eftir að írum mistókst að komast i lokakeppni HM 2006 ákvað hann svo að hætta að leika með landsliðinu. Brottför frá Manchester Keane vann sjö Englandsmeistara- titla, fjóra bikarmeistaratitla og Evr- ópumeistaratitil á tólf ára ferli sínum hjá Manchester United. Á þessum tíma hlaut hann fjölda viðurkenn- inga fyrir afrek sín og má nefna að árið 2000 var hann valinn besti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar og knattspyrnugoðið Pele valdi hann á lista sinn yfir 100 bestu lifandi knatt- spyrnumenn sögunnar. Keane var samningsbundinn Rauðu djöflunum til vorsins 2006. Síðasta leiktíð fór hins vegar ekki eins vel af stað hjá liðinu og menn höfðu vonast til og eftir 4-1 tap gegn Middlesbrough gagnrýndi Keane samherja sína harðlega í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United og sagði þá duglausa. Fór hann ófögrum orðum um einhverja þeirra og fékk Darren Fletcher hvað versta útreið hjá fyrirliðanum. Alex Ferguson, sem hafði áður lýst því yfir að hann vildi að Keane yrði eftirmaður sinn í starfi stjóra liðsins, var ekki sáttur við þessa hegðun hans. Þá höfðu um- mæli Keane, um að illa hefði verið staðið að æfingaferð United til Portú- gals um sumarið og hún verið ófag- mannleg, vakið litlu meiri ánægju. Þann 18. nóvember 2005 var til- kynnt, öllum að óvörum, að Roy Ke- ane væri farinn frá Manchester Un- ited. Síðasti leikur hans fyrir Rauðu djöflana var gegn erikifjendunum í Liverpool sem endaði með marka- lausu jafntefli. Keane fótbrotnaði í leiknum og var í nokkurn tíma að jafna sig af meiðslunum. 14. des- ember var svo greint frá því að Keane hefði gengið til liðs við skoska félagið Celtic. Hann varð Skotlandsmeist- ari og deildarbikarmeistari með lið- inu en þegar tímabilinu lauk lagði hann skóna á hilluna vegna mjaðma- meiðsla eftir að hafa ráðfært sig við lækna. Þrátt fyrir að Keane hafi ekki skilið við United eins og best hefði verið á kosið ákvað félagið að halda honum kveðjuleik og var hann háður á Old Trafford 9. maí. Keane lék fyrri hálf- leikinn með Celtic og síðari hálfleik í sinni gömlu stöðu hjá United. Leikur- inn laðaði að sér fleiri aðdáendur en höfðu nokkurn tíma mætt á kveðju- leik leikmanns á Englandi.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.