blaðið - 31.08.2006, Page 38

blaðið - 31.08.2006, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 blaöiö HEYRST HEFUR... Starfið mitt Heimspekingur á ritstjórastól SU DOKU talnaþraut Katn'n Júlíusdóttir, alpingismaðnr Rætt var um inálefni Kárahnjúkavirkjunar á fundi iðnaðarnefndar í gær. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, kaus að mæta ekki á fundinn þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hefði óskað sérstaklega eftir því Eru þetta nýju skórnir sem þú keyptir á þrjúhundruðkall andres. magnusson@bladid. net Tímarnir breytast og menn- irnir með. Athafnamaður- inn Sigfús Sigfússon hefur þannig ávallt verið kenndur við sitt gamla fjölskyldufyrir- tæki og jafnan nefndur Sigfús í Heklu. Nokkuð er þó um liðið síðan fjölskyldan séldi sinn hlut í fyrirtækinu og berast nú þær stórfréttir í bílabransanum, að Sigfús sé kominn á Toyota Landcruiser. 0 tempora, o mores... Samruni Dagsbrúnar og Senu (sem áður nefndist Skífan) hefur verið heimilaður af áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála vegna formgalla, þó samkeppnisyfir- völd telji að hann muni hindra virka samkeppni. jflh: H>ns vegar er alls 1 óvíst hvort það nái að líma samrunann sam- an, því Árni Pétur Jónsson, hinn nýi forstjóri Dagsbrúnar, leitar allra leiða til þess að laga fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins hratt og örugglega eftir stórfenglegt og fullkomlega ófyrirséð 1.500 milljóna króna tap á síðasta misseri. Meðal annars er verið að reyna að koma ýmsum einingum fyrir- tækisins í verð og þar kemur Sena sterklega til álita... * Arni Johnsen þykir hafa tekið öflugan snúning á félögum sínum í Sjálfstæðis- flokknum með því að fá upp- reist æru, en fyrir vikið er honum ekkert að vanbún- aði við að taka þátt í prófkjörshapp- drætti flokksins í Suðurkjördæmi. Ef afverður. Sjálfstæðismenn óttast umræð- una um fortíð Árna mjög og vilja sumir grípa til uppstill- ingar. En verði Árna útskúfað þar segja stuðningsmenn hans að sérframboð sé nánast sjálfgefið. Ekki er gefið að það skili Árna á þing, en það gæti laskað Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu engu síður en að hafa hann með. Andstæð- ingar hans segja ekkert af þessu koma á óvart og minna á hvernig hann blekkti sína bestu vini á Morgunblaðinu þegar stóra þéttidúksmálið stóð sem hæst... ~\T æntanlega munu sam- V fylkingarmenn græða mest á slíkum vandræðum íhaldsins í Suðurkjördæmi, en senn líður að því að þeir ákveði hvernig skipa skal listann. Margrét Frímannsdóttir mun eftir sem áður sækjast eftir að leiða list- ann af alkunnri baráttugleði, en hins vegar telja margir að Björgvin G. Sigurðsson, sem nú er í þriðja sæti, muni sækja upp listann og geti hann vel náð 2. sætinu af Lúðvíki Berg- vinssyni, sem missti nokkurn styrk við ósigur Vestmanna- eyjalistans í sveitarstjórnar- kosningunum í vor... fólk folk@bladid.net Smáborgarinn ÞJÓÐHYGGJAN í BEINNI Smáborgarinn er uppruna sínum trúr og heillast af hvers konar dægursveiflum mannlegs samfélags, ekki síst ef þær eru blandnar þjóðhyggju þeirri, sem hann er nýbúinn að uppgötva að er inntak lífs hans. Hann heldur alltaf með landsliðinu, nema þegar það tapar. í enska boltanum heldur hann líka með því (slendingaliði sem er að keppa þann daginn. Hann hefur meira að segja lagt sig eftir þýskum handbolta vegna þess að þar þrífast (slendingalið. Lengst náði þetta þó þegar Smáþorgarinn hélt því fram á spænskri knæpu að hann vissi ekkert tónverk fremra en Vespertine með Björk. Að vísu spillti það eilítið fyrir að sakir drykkju eða fávísi minnti mig að þessi magnþrungna skífa héti Aspartam og það var óneitanlega mjög óþægilegt að uppgötva að maður hefði rangt fyrir sér eftir að hafa rifist um þetta hástöfum við gersamlega freðinn spanjóla drykklanga stund. En ég held nú samt upp á Vespertine. Get meira að segja haldið upp á Sigur Rós hasslaust ef því er að skipta. Við eigum nefnilega að standa með okkarfólki. Þess vegna hefur Smáborg- arinn látið sig hafa það að vaka eftir Magna undanfarnar miðvikudagsnætur. Og svo aftur fimmtudagsnætur. Af sömu ástæðum lét hann (ég) sig hafa það að senda sama SMSið 46 sinnum til stuðnings Magna. Og til þess að vera alveg viss fór ég líka á vefinn og kaus Magna eins oft og ég entist til þess að skrifa Y688PT93 og ámóta þvaðurtil þess að kosninga- kerfið héldi ekki að ég væri vél. Til þess eins að fylgjast með móðurtölvu Rockstar Sup- ernova bráðna í beinni. Skyldu mín atkvæði ekki teljast með? Það er nefnilega stærsta áhyggja þessa þjóðhyggna smáborgara: að í hinu stóra samhengi, á alþjóðavettvangi, í samfélagi þjóðanna, skipti rödd hans og Islands engu máli. En Smáborgarinn mun samt standa með Magna, rödd (siands, hvað sem á dynur.. HVAÐ FINNST ÞÉR? Myndaðist sprunga milli Valgerðar og iðnaðarnefndar? „Þaðsem útaf stendureftir þennan fund er aðfásvörfrá Valgerði hvernig þetta mál fór allt saman fram á sínum tíma. Hún hefur verið tvísaga í málinu í fjölmiðlum þannig að segja má að það hafi myndast sprunga milli hennar og nefndarinnar. ngB eftir Jim Unger 11-3 Sveinn Birkir Björnsson tók nýver- ið við ritstjórn The Reykjavík Grape- vine af Bart Cameron sem heldur til annarra starfa í heimalandi sínu Bandaríkjunum. Sveinn Birkir segir að starfið leggist vel í sig og að hann hafi ekki í hyggju að gera neinar stórkostlegar breytingar á blaðinu. „Það verða náttúrlega alltaf einhverj- ar smábreytingar með nýju fólki en það hefur ekki verið plönuð nein bylting." Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsfólki tímaritsins á undanförn- um misserum og nú síðast bættist blaðakonan Virginia Zech í hópinn en hún hefur meðal annars skrifað fyrir hinn merka miðil The Oni- on. „Hún kom hingað í sumarleyfi í sumar og sá blaðið og fannst það svo gott og skemmtilegt að hún hringdi í okkur og sótti um vinnu," segir Sveinn Birkir. Óttast ekki samkeppnina Fyrir nokkrum misserum var tímaritinu Reykjavík Mag hleypt af stokkunum en það er líkt og Grapevine skrifað á ensku og höfð- ar einkum til útlendinga. Sveinn Birkir segir að hann óttist ekki samkeppnina og að Grapevine muni halda sínu striki. „Þetta eru ólík blöð að mörgu leyti. Reykjavík Mag er byggt upp á styttri greinum og styttri umfjöllun en við gerum yfirleitt og einblínir kannski meira á miðbæjarlífið, tísku, menningu og þess háttar á meðan við erum meira alhliða menningarblað ef svo má segja. Við höldum áfram okkar hlutverki og þeir sinna sínu og ég sé enga ástæðu til að þessi blöð geti ekki verið áfram á sama markaði. Það hafa aldrei verið fleiri ferðamenn en í ár og ég held að markaðurinn standi alveg undir þeim.“ Reykjavík Grapevine var i fyrstu aðeins sumarvinna fáeinna ein- staklinga en hefur síðan undið upp á sig. Nú kemur tímaritið út allan ársins hring og að auki hefur fyr- irtækið staðið að bókaútgáfu, tón- leikahaldi og öðrum viðburðum. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fyrirtækið stækki og öll þess starf- semi. Það er eðli fyrirtækis sem þessa að reyna að þenja sig út án þess að ég komi beinlínis að stefnu- mótun þess. Við reynum að bæta í frekar en hitt,“ segir Sveinn Birkir. Ekki (jallað um Fouca- ult eða Nietzsche Sjálfur hóf hann störf á tímarit- inu fyrir um ári og segir að það hafi verið hans fyrsta starf í blaða- mennsku. „Ég var búinn að vera fimm ár í háskólanum að læra heimspeki og fór svo í mastersnám í blaða- og fréttamennsku síðast- liðið haust og byrjaði samtímis að skrifa fyrir Grapevine,“ segir Sveinn Birkir og bætir við að hann hafi verið að leita að einhverjum farvegi sem hann gæti beint heim- spekimenntun sinni í. Sveinn Birkir er ekki eini hugs- uðurinn á ritstjórninni því að tveir blaðamenn til viðbótar, Haukur Magnússon og Steinunn Jakobs- dóttir voru í heimspekinámi á sama tíma. Hann telur þó ólíklegt að þess muni sjá stað á síðum blaðs- ins. „Ég á ekki von á að það muni gera sig vel meðal lesenda ef við er- um mikið að fjalla um Foucault eða Nietzsche en þetta hefur kannski einhver áhrif á vinnubrögðin,“ seg- ir Sveinn Birkir Björnsson að lok- um. hoskuldur@bladid. net O Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001 aæuSf; Nýr ritstjóri Reykjavík Grapevine Sveinn Birkir Björnsson hefur ekki íhyggju að bylta Grapevine og óttast ekki samkeppnina við Reykjavík Mag. Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 3 4 6 7 5 8 3 6 5 5 2 9 7 4 9 7 8 1 7 6 2 1 9 4 3 5 8 1 4 2 1 8 6 1 2 7 9 5 3 1 3 5 8 4 O 2 6 7 7 9 2 3 5 6 1 4 8 2 1 4 9 6 8 3 7 5 5 6 3 7 1 4 8 9 2 3 7 9 2 3 5 4 1 6 5 2 8 5 7 1 6 3 4 5 5 1 4 8 3 7 2 9 J 4 7 6 9 2 5 8 1

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.