blaðið - 09.09.2006, Side 16

blaðið - 09.09.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 blaAiA fólk foik@bladid.nei HVAÐ FINNST ÞER? Hrundu tár í kaffið yfir ákvörðuninni? ,Ja, en voru gieðitár.* Arni M. Mathiei.cn, fjármáJaráðhcrra Arni tilkynnti stuðningsmonnum sinum í Suðvesturkjordæmi á fundi i g*r að hann hyggðist soðla um og bjóöa sig fram i Suðurkjórdæmi. Fundurinn fdr fram á veitingahúsinu Kaffitár i Reykjanesbæ. Hvað bar hæst? BARNABÍLSTÓLAR HIÁ OKKUR FÁiÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVALÁF BARNABÍLSTÓLUM Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 ______www.bobysom.is Selma Bjömsdóttir, söngkona Það sló mig að ellefu ára drengur hafði verið gripinn með fíkniefni og var að reyna að selja þau. Svo er mér einnig ofarlega í minni viðtalið við aust- urrísku stelpuna sem var í haldi mannræningja í átta ár og ég er búin að vera svolitið upptekin af þvi, eins og heimurinn allur, í tvær vikur. Siðan er athyglisvert að fylgjast með dvinandi fylgi Tony Blairs og að hann sé búinn að lýsa þvi yfir að hann ætli að hætta innan árs. Svo var náttúr- lega skemmtilegt að sjá Davíð Oddsson í Kastljósinu og sjá að hann er ekki orðinn skoðanalaus maður. Annars erum við að fara að sýna Hafið bláa í Austurbæ nú um helgina og það er nóg að gera í kringum það. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Lok Ljósanæturhátiðar Reykja- nesbæjar bar hæst i vikunni. Helgin hafði gengið einstaklega vel, allt frá fimmtudegi. Um 40 þúsund sóttu hátíðina og við vorum nánast að fjórfalda ibúa- fjöldann. Veðrið lék við okkur og gott skipulag hátíðarinnar kom í ljós þar sem margir lögðu hönd á plóg. Á sunnudeginum lukum við þessu verkefni svo með sam- kirkjulegri stund og menn gengu á listsýningar. Það var mjög eftir- minnilegt og ánægjulegt. Reynir Traustason, ritstjóri Ætli það séu ekki þessar pólitisku hræringar. Ég er ánægður að sjá að Árni Mathie- sen fjármálaráðherra ætli að fara fram í Suðurkjördæmi. Að baki þessu framboði er væntanlega einhver dýpri flétta, sem segir manni það að það eru hræringar f Sjálfstæðisflokknum út af uppreist æru Árna Johnsen. Það er greinilegt að þeir ætla ekki að hleypa honum þegjandi og hljóða- laust að aftur. Egbíð spenntur eftir því að sjá hvað Árni Johnsen gerir í kjölfarið. Annars er ég á kafi í þvf að undirbúa útgáfu og það hefur f raun blokkerað mig frá flestu öðru. „Þetta eru myndir af erlendum verkamönnum á Kárahnjúkum, teknar fyrir tveimur árum,” segir Spessi ljósmyndari sem opnaði í gær ljósmyndasýningu á 101 Galleríi á 101 Hóteli. Myndirnar sem sýningin er byggð upp á eru afrakstur hug- dettu sem hann fékk þegar hann var á Kárahnjúkum að vinna að öðru verkefni. „Ég var uppi á Kárahnjúkum að taka myndir fyrir bók sem ég er að gera og heitir Location,” segir Spessi. „Ég var að mynda íverustaði á Kára- hnjúkum, þetta þorp sem þarna er.” Spessi var í þorpi verkamannanna í sólarhring, þar svaf hann og borð- aði auk þess sem hann mundaði myndavél sína í gríð og erg. Meðal þess sem Spessi myndaði meðan á veru hans þarna stóð var matsalurinn. „Þetta er salur fyrir 500 manns eða svo, rosa stór, og ég vildi hafa hann tóman.” Þannig byrj- aði myndatakan en síðan þegar leið að hádegi tóku verkamennirnir að streyma inn og smám saman fylltist matsalurinn. Meðal þeirra sem föng- uðu athygli Spessa voru Kínverjarnir sem unnu þarna. Hann vissi áður en hann kom þangað að fjöldi Kín- verja væri á staðnum og það vakti forvitni hans. „Mér finnst þetta svo- lítið merkilegt allt saman og dettur þá í hug að það væri gaman að portr- ettera kínverska verkamenn. Eg fer þá að hugsa hvernig ég eigi að gera það og stilli upp borði með skilrúmi fyrir aftan til að skreyta myndina,” segir hann um hugleiðingar sínar á Kárahnjúkum fyrir tæpum tveimur árum. Hann fékk síðan Kínverjana HERMAN til að setjast við borðið þegar þeir komu með diskana sína og mynd- aði þá áður en þeir fóru til borðanna sem þeir neyttu matar síns við. „Svo gekk þetta eins og á færibandi. Kín- verjarnir héldu að þett'a væri partur af starfsmannaskránni og fóru allir í röð,” segir Spessi. Skyndilega hug- dettan var því allt í einu orðin efni í heila sýningu. „Nú er ég sem sagt að sýna þetta. Þetta eru myndir frá virkjanasvæðum en aðeins öðruvísi vinkill en venjulega.” Spessi segir myndirnar sem nú eru á sýningunni vera bónus við ferð hans. Tilgangurinn var að taka myndir fyrir bókina Location sem nú er verið að vinna og kemur út fyrir næstu jól. brynjolfur@bladid. net eftir Jim Unger „Hann segirJÁ!" Hvað bar hæst í vikunni? 9-6 Opnar Ijósmyndasýningu Spessi i sýningarsalnum áður en gestimir byrjuðu að streyma að. © Jm Unger/dist by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, var ekki eini Islendingurinn sem brá sér á tónleika með Rolling Stones í Glasgow á dög- unum. Dágóður hópur Islendinga var á leikvang- inum og þar á meðal Olafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á Selfossi og aðdáandi hljómsveitarinnar númer eitt hér á landi. Ólafur var þar ásamt fríðu föruneyti og líklega er ekki hægt að hugsa sér betri leiðsögumann á Stones-tónleikum. Rolling Stones-aðdáendur leynast greinilega víða því að einnig hafa borist af þvi fréttir að Björg- ólfurGuðmunds- son hafí skellt sér á tónleika með sveitinni þegar hann var á ferð í Horsens í Danmörku fyrr i mánuðinum. Ekki fylgir þó sögunni hvort kalla hafi þurft á slökkviliðið í Horsens líkt og gerðist l Glasgow eftir að Keith Richards kveikti sér í sígarettu á sviði af gömlum vana. * Oánægju gætti meðal sumra vandamanna þeirra tutt- ugu og tveggja hjartveiku barna sem fengu að fylgja landsliðum Islands og Danmerkur út á völl- inn fyrir leik þeirra á þriðjudag. Foreldrunum var gert að mæta með börnin á bakvið heiðurs- stúkuna. Þeim var hins vegar ekki hleypt inn til að fýlgjast með börnum sínum með íslensku landsliðsmönnunum eða til að taka af þeim myndir. Óánægjan varð því enn meiri þegar þeir sem vildu sjá litlu hetjurnar sínar þramma með þeim stóru litu á sjónvarpsskjá, þar sem leikurinn var í beinni hjá Sjónvarpinu, því einungis sáust andlit landsliðsmannanna en ekki barnanna. Starfið mitt Blaöil/Frikki Biðu stilltir eftir tökunni

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.