blaðið - 09.09.2006, Síða 18
blaðið
18
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006
menning@bladid.net
v$j
Nákvæm athyglisgáfa er yfir-
leitt kölluð kaldhæðni af þeim
sem ekki hafa hana
George Bernard Shaw
Afmælisborn dagsins
JUSSI BJÖRLINGTENÓR, 1911
JOHN HOWARD GRIFFIN RITHÖFUNDUR,
1920
Hvað er
sagnfræði?
Það vekur ætíð mikla athygli
þegar Sagnfræðingafélag Islands
blæs til hádegisfundaraðar sinnar
hvert haust. Þema raðarinnar að
þessu sinni er: „Hvað er sagn-
fræði? Rannsóknir og miðlun“ og
mun Þórarinn Eldjárn rithöfundur
ríða á vaðið næsta þriðjudag,
12. september, með erindi sem
hann nefnir Ljúgverðugleiki.
Þórarinn er að góðu kunnur fyrir
skáldsögur sínar og vekja þær
upp áhugaverðar spurningar um
tengsl skáldskapar og sagnfræði,
sannleika og lygi. Áhugafólk
um sagnfræði ætti ekki að láta
fyrirlestrana fram hjá sér fara en
þar munu ýmsir merkir menn og
mætar konur stíga á stokk, segja
frá nýjustu rannsóknum sínum og
kljást við spurninguna: „Hvað er
sagnfræði?" Fyrirlestrar Sagnfræð-
ingafélags íslands eru haldnir í
Þjóðminjasafni Islands við Suður-
götu. Þeir hefjast stundvíslega kl.
12:05 og lýkur kl. 12:55. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
sfmi 552 5744
Gfró- og kreditkortþjónusta
Fordæmt ástarsamband
Það var svolítið sérstök tilfinn-
ing að koma aftur í gamla Austur-
bæjarbíó með það fyrir augum að
fara horfa á leikrit. Þær voru ófáar
stundirnar sem maður sat í þessum
sölum í daufri ljósbirtu sýningarvél-
arinnar og maulaði popp og sötraði
kók. Innviðir hússins hafa tekið litl-
um sem engum breytingum á þeim
árum sem hafa liðið og lítið í sjálfu
sér sem gefur til kynna brey tta starf-
semi þar innandyra.
Þó er nokkuð langt síðan byrjað
var að nota stóra salinn fyrir leik-
húsverk og nú hefur efri hæðinni
einnig verið breytt til að þjóna nýju
hlutverki. Þar frumsýndi Agnar Jón
Egilsson nýlega leikritið Afganga en
hann er höfundur verksins og jafn-
framt leikstjóri.
I stuttu máli segir það frá manni
og konu sem hittast á næturlífi
i Reykjavík og verða ástfangin í
skugga framhjáhalds. Maðurinn,
sem leikinn er af Stefáni Halli Stef-
ánssyni, er djammari og glaumgosi
af íslenska skólanum sem hefur
gengið í gegnum ófá sambönd við
hitt kynið. Konan, sem Elma Lísa
Gunnarsdóttir leikur, er aftur á
móti gift framakona með barn og
virðist við fyrstu sýn lítið eiga skylt
við heim mannsins.
Söguþráður og tími verksins er
brotinn upp þannig að segja má að
það gerist á mismunandi stigum
sambandsins. I forgrunni er þó allt-
af fyrsta nóttin sem leiddi manninn
og konuna saman.
Þessi sundurklippti tími minnir
óneitanlega á aðferðir kvikmynd-
anna til að brjóta upp söguþráð og
mjatla upplýsingum áleiðis til áhorf-
enda. Vissulega léttir þessi aðferð
verkið og poppar það upp ef svo má
að orði komast en fyrir vikið missir
það kannski ákveðinn brodd. Þann-
Leikhús
Höskuldur Kári Schram hoskuldur@bladid.net
Afgangar
Eftir: Agnar Jón Egilsson
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Aðalhlutverk: Elma Lísa Gunnarsdóttir og
Stefán Hallur Stefánsson
Sýnt í Austurbæ
★ ★★
ig fannst mér eilítið vanta á ýmsar
ástæður þess að í lok verksins hefur
sambandið skyndilega tekið á sig
neikvæða mynd. Fannst mér sem
svo að verkið taki þá mórölsku af-
stöðu að það sem ekki skilgreinist
sem heilbrigt upphaf sambands, í
borgaralegum skilningi, sé dæmt
til að mistakast. Framhjáhaldið
og nóttin forðum hvílir sem mara
á sambandinu og gerir það dauða-
dæmt frá upphafi.
Brotakennd persónusköpun
Persónusköpun verksins er einn-
ig brotakennd og áhorfendur fá það
hlutverk að raða brotunum saman
eftir því sem á líður. Það virkar vel
framan af en frekar brattur endir
skilur þó eftir ákveðið tómarúm í
því pússluspili. Þannig fannst mér
vanta töluvert upp á af hverju per-
sóna Stefáns umbreytist úr þessum
sjálfsörugga karlmanni í upphafi
verks, yfir í þennan „gelda“ einstak-
ling, í orðsins fyllstu merkingu, í
lokin. Persóna Elmu er hins vegar
fullmótaðri og einkennist af meira
jafnvægi í þróun og sköpun.
Það er því vissulega meira á Stef-
án lagt að draga fram heildstæða
persónu úr þeim brotum sem hann
hefur úr að spila. Hann virkar vel
sem töffarinn í byrjun verks og nær
að koma til skila undirliggjandi
óöryggi sem brýst út í lok verksins.
Þetta verður þó aldrei fullkomlega
sannfærandi og jafnvel eilítið yfir-
drifið á köflum. Elmu tekst misvel
að túlka sína persónu. Fannst mér
þessi kona sem greinilega á að vera
framakona ekki skila sér að fullu
á sviðið. Maður hafði bara aldrei á
tilfinningunni að hér væri sjálfstæð
kona á ferðinni heldur hugsaði frek-
ar um óreynda stúlkukind.
Það er áhugavert að taka tvær ólík-
ar persónur af þessu tagi og skella
þeim í þetta samhengi sem verkið
gerir. Annars vegar er það hinn ein-
mana glaumgosi sem hefur stundað
næturlífið nokkrum árum of lengi.
Hins vegar er það nútímakonan á
uppleið í lífinu sem hefur gaman af
að slá um sig. Hinum hefðbundnu
kynjaímyndum er þannig blandað
saman og úr verður á köflum áhuga-
verð og skondin samræða.
Verkið tekur einnig þá afstöðu að
skera niður leiktextann. Gera hann
hraðan og þannig færa hann nær
hinu almenna talmáli. Það kemur
vel út og passar vel við skiptingar
verksins.
Rýmið sjálft er lítið og leikarar
hafa ekki úr miklu plássi að moða.
Gamli bíósalurinn er vel einangrað-
ur og vill hljóð stundum dempast
eilítið. Ennfremur gerir smæð salar-
ins það að verkum að ljóskastarar út
við veggi skyggja á köflum á leikara
þegar þeir athafna sig á hinu litla
sviði. Það getur verið óheppilegt
fyrir áhorfanda sem fær sæti út við
vegg.
LOKAÐ
í DAG
Ingvar Helgason NOTAÐIR BÍLAR
Sævarhöfða 2 Slmi 525 8020 Keflavlk Slmi 421 8808 Akureyri Slmi 464 7940 WWW.ih.l8
menningarmolinn
Elvis tryllir lýðinn
hjá Sullivan
9. september árið 1956 var stór
dagur í lífi Elvis Presleys en þá
kom hann í fyrsta sinn fram í hin-
um geysivinsæla skemmtiþætti
Eds Sullivans. Presley hafði áður
stigið á stokk í sjónvarpi og hafði
Sullivan þá lýst því opinberlega yf-
ir að þessi þokkapiltur fengi aldrei
að sýna sína mjaðmahnykki í þætt-
inum hjá sér þó aðrir þáttastjórn-
endur legðust svo lágt. Skemmti-
þáttur Eds Sullivans bar á þessum
árum höfuð og herðar yfir annað
sjónvarpsefni í Bandaríkjunum
og flestar fjölskyldur sátu límdar
fyrir framan tækið meðan þáttur-
inn stóð yfir. Þetta kvöld fyrir 50
árum horfðu 60 milljón áhorfend-
ur á Elvis taka lagið hjá Sullivan
sem á þeim tíma var algjört met
í sjónvarpssögunni. Myndatöku-
mennirnir fengu þau fyrirmæli að
mynda ekki Elvis fyrir neðan mitti
og fóru því margrómaðir mjaðma-
hnykkir hans fyrir lítið og líklega
hafa bandarískar stúlkur grátið yf-
irþessari ákvörðun Sullivans. Elvis
átti eftir að taka lagið tvisvar sinn-
um til viðbótar í þætti Sullivans, í
október sama ár og í janúar 1957.
Margir áhugamenn um sjón-
varpssögu kjósa að álíta sem
svo að þessi þáttur Sullivans
hafi brúað bilið milli kynslóða.
Að þetta kvöld hafi foreldrar, sem
þurftu að horfast í augu við krepp-
una miklu og heimsstyrjöldina
síðari, og börnin þeirra
sameinast fyrir
framan sjón-
varpsskjáinn
og látið sér vel
líka töfrandi
sviðsfram-
komu rokk-
kóngsins.
V f