blaðið


blaðið - 12.09.2006, Qupperneq 6

blaðið - 12.09.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 blaöiö INNLENT LÖGREGLAN Þrettán klipptir Lögreglan í Reykjavík klippti númerin af 13 bílum um helgina vegna þess að þeir voru ótryggðir. Auk þess boðaði lögreglan 25 bíla í skoðun um helgina. LYFJAMARKAÐUR Barr hækkar tilboð í Pliva Lyfjafyrirtækið Barr hefur hækkað boð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva í 820 kúnur á hlut, samkvæmt upplýs- ingum frá króatíska fjármálaeftirlitinu. Actavis hafði áður boðið 795 kúnur á hlut í fyrirtækið. Tilboð Barr í fyrirtækið jafngildir nú 180 milljörðum íslenskra króna. INNBROT Þjófur keyrði drukkinn Maður var handtekinn á vettvangi í iðnað- arhverfi í Mosfellsbæ aðfaranótt sunnu- dags grunaður um þjófnað. Maðurinn fór inn í þrjá bíla og stal útvarpstækjum. Hann var ölvaður og reyndi að stinga af. Stjórnendur vinna mikið: 60 tíma vinnuvikur Yfir helmingur stjórnenda á Islandi vinnur meira en fimmtíu klukkustundir á viku. Þetta má lesa úr könnun VR meðal stjórn- enda á íslenskum vinnumarkaði. Meðalvinnuvika launafólks er um 42 klukkustundir. Samkvæmt könnuninni vinna um 59 prósent stjórnenda 51 klukkustund eða fleiri á viku og þriðjungur þeirra vinnur yfir sex- tíu klukkustundir að meðaltali á viku. „Þegar þessar tölur eru skoð- aðar eftir kyni má sjá að það eru einkum karlarnir sem vinna sex- Stjórnendur á vinnumarkaði Um sextíu prósent þeirra vinna meira en fimmtíu klukkustundir á viku tíu stundir eða fleiri á viku eða 22 af hundraði á móti sjö prósentum kvenna,“ segir í frétt VR. MEÐLAGSGREIÐENDUR MeSlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað f 1 » H - iNNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA T7 Tyjþi Lógmúla 9 • 108 Reykjavík • 530372 0229 • v/ww.medlag.is Banki: 0111 26 504700 S: 590-7100 • fax: 590-7101 Þingkosningar framundan Mikil spenna rlkir nú þegar fimm dagar eru til kosninga Spennan magnast í Svíþjóð: Reinfeldt hafði betur ■ Munurinn innan skekkjumarka ■ Borgaraflokkarnir sjónarmun vinsælli Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net Stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð telja að Fredrik Reinfeldt, formaður Hægri flokksins, hafi haft betur í þriðju og síðustu sjónvarpskapp- ræðum hans og Görans Persson for- sætisráðherra á sunnudagskvöldið. Forsætisráðherraefnin tvö mættu þar í þriðja sinn í sjónvarp- skappræðum í sænska ríkissjón- varpinu og ræddu meðal annars skattamál og umhverfismál. Báðir voru varkárir 1 orðum til að styggja ekki stóra hópa kjósenda svo stuttu fyrir kosningar. Borgaralegu flokk- arnir fjórir hafa myndað saman kosningabandalag og ætla sér að mynda ríkisstjórn saman undir forsæti Reinfeldts, fái þeir til þess nægan stuðning. Samkvæmt könnun Sifo sem birtist í gær er enn mjög mjótt á munum milli fylkinganna tveggja. Borgaralegu flokkarnir fjórir fá samtals 47,5 prósent í könnuninni, en jafnaðarmenn, Vinstri flokkur- inn og Græningjaflokkurinn sam- tals 46,9 prósent. Munurinn milli fylkinganna tveggja er ekki mark- tækur, en kosningarnar fara fram þann 17. september. r MEÐ MAGNAIROCK STAR SUPERNOVA! VOLLI SNÆR, ÆVINTYRAKOKKUR OG HOFUNDUR MATREIÐSLU- OG LANDKYNNINGARBÓKARINNAR DELICIOUS ICELAND Gangí þér vel, Magni, og verði þér að góðu! Salka FORLAG SEM ROKKAR 'Sr&fc. 'n. jvp, imj If S-: Konungur Tonga allur: Tupou IV Hann var eitt sinn þyngsti þjóðhöfðingi heims og vó um 200 kíló Þungavigtarmaður á konungsstól Þjóðarsorg ríkir á Tonga í Kyrra- hafi en konungur eyjarskeggja, Tu- pou IV, lést áttatíu og átta ára að aldri síðastliðinn sunnudag. Sonur Tupou, Tupouto’a krónprins, mun taka við konungstigninni. Tupou konungur ríkti í fjörtíu og eitt ár og var vinsæll meðal þegna sinna. Eftir að hann komst á valdastól árið 1965 hóf hann að nútímavæða stoð- og menntakerfi eyjanna en beitti sér hins vegar ekki fyrir umbótum á stjórnkerfi landsins en nánast öll völd eru í höndum konungs. Þrátt fyrir að kastljós umheims- ins hafi sjaldan beinst að Tonga síðustu áratugi vakti Tupou kon- ungur athygli heimspressunnar á áttunda áratug síðustu aldar þegar það spurðist út að hann væri feitasti þjóðhöfðingi heims, en konung- urinn var rúmlega 200 kíló þegar hann var hvað feitastur. Á tiunda áratugnum tók Tupuou sig hins vegar á og fór fyrir heilsuátaki í ríki sínu en offita er algeng meðal eyj- arskeggja. Konungur sýndi gott for- dæmi og missti þriðjung af þyngd sinni í heilsuátakinu. Þrátt fyrir að konungur hafi notið almennrar virðingar meðal þegna sinna hefur borið á vax- andi óánægju Tongamanna með stjórnkerfi landsins og kröfur um umbætur og lýðræði hafa orðið háværari á síðustu árum. í fyrra fóru fjöldamótmæli fram þar sem mótmælendur kröfðust lýðræðis og þjóðnýtingar á mikilvægum auð- lindum. Ándlát Tupou er talið verða vatn á myllu þeirra sem berjast fyrir auknu lýðræði í Tonga.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.